Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 7
LANDSÞING
fjallar um sama efni. Ritið er fáan-
legt á skrifstofu sambandsins.
Staðbundin
sjónvarpskerfi
Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri, flutti erindi um
samstarf sveitarfélaga og Pósts og
síma um uppbyggingu staðbund-
inna sjónvarpsdreifikerfa. Lýsti
hann þeirri byltingu, sem nú er
orðin í möguleikum á flutningi út-
varps- og sjónvarpsefnis með
notkun Ijósleiðara úr glertrefjum í
stað koparstrengja, sem til þessa
hafa verið notaðir í strengjakerfi.
Nýju sveitarstjórnarlögin
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri sambandsins, gerði
grein fyrir aðdraganda að setningu
nýju sveitarstjórnarlaganna, sem
öðluðust gildi sl. vor, og rakti síð-
an nýmæli þeirra lið fyrir lið.
Fræðslumál
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, kom á þingið eftir
Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. menntamálarádherra, og Páll Lindal, fv. formaöur
sambandsins, rifja upp gömul kynni.
Starf sambandsins
1986-1990
Sigurgeir Sigurðsson, varafor-
maður sambandsins, flutti loks
framsöguerindi um starfsemi sam-
bandsins á næsta kjörtímabili
stjórnar þess, 1986-1990. Ræddi
hann m.a. ávinning af reglulegum
samráðsfundum sambandsins og
ríkisvaldsins, aukna útgáfu- og
fræðslustarfsemi, starf Tölvuþjón-
ustu sveitarfélaga og launanefnd-
ar og um verkefni, sem unnið væri
að eða væru í athugun. Loks vék
Sigurgeir að ákvæðum nýju sveit-
Árnesingar við borð.
kaffihlé á fyrsta degi þingsins og
ræddi ýmsa þætti fræðslumála,
einkum endurskoðun grunnskóla-
laga og setningu laga um fram-
haldsskóla, sem nú er í undirbún-
ingi. Hann ræddi kostnað við akst-
ur skólabarna, við rekstur mötu-
neyta skóla og gæzlu og nauðsyn
þess að lækka útgjöld ríkisins til
þessara þátta. Þau myndu nema í
ár 193 millj. króna vegna flutnings
nemenda. Þá vék menntamálaráð-
herra að því, að starfsfólk fræðslu-
skrifstofanna í landshlutunum væri
orðið fleira heldur en starfsfólk
menntamálaráðuneytisins, en í því
störfuðu 65 manns.
Miklar umræður urðu um þetta
efni. M.a. tóku til máls Björn Frið-
finnsson, formaður sambandsins,
Valgarður Hilmarsson, formaður
dreifbýlisnefndar sambandsins,
og Ölvir Karlsson, fulltrúi sam-
bandsins í samstarfsnefnd þess
og menntamálaráðuneytisins um
fræðslumál.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 221