Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 11
LANDSÞING
sveitarstjórnar til fram-
kvæmdaáætlana skv. 76.
grein sveitarstjórnarlaga).
Þegar þarf aö gera áætlun um
greiðslu þess 7-800 milljón
króna skuldahala, sem mynd-
azt hefur vegna skólabygg-
inga og framvegis veröi gerðir
samningar um hverja bygg-
ingu og tryggöar greiðslur
lögum samkvæmt.
6. Þingiö vekur athygli á því
ófremdarástandi, sem skap-
ast af fjárskorti Námsgagna-
stofnunar. Þingið hvetur til
þess, að komið verði upp
kennslugagnamiðstöðvum í
tengslum við fræðsluskrif-
stofurnar.
7. Þingið fagnar skipun nefndar
til þess að vinna að samningu
laga um samræmdan fram-
haldsskóla. Meginatriði er, að
sömu reglur gildi um rekstur
allra framhaldsskóla.
8. Þingið minnir á hið þýðingar-
mikla hlutverk, sem héraðs-
skólar hafa gegnt í uppeldi og
menntun æskunnar í hinum
dreifðu byggðum og leggur
áherzlu á, að héraðsskólun-
um verði fundið framtíðarhlut-
verk.
9. Alkunna er, að fjölmargir
skólar búa við alvarlegan
kennaraskort og að launakjör
kennara hafa leitt til flótta úr
stéttinni. Mörg sveitarfélög
hafa gripið til þess ráðs að
greiða einhvers konar staðar-
uppbætur, jafnvel í formi
beinna launaauka. Með því
hafa þau í raun axlað hluta
þeirrar greiðslubyrði, sem rík-
inu ber að lögum. Þingið varar
við þessari þróun og skorar á
mennta- og fjármálaráðherra
að beita sér fyrir því, að kjör
kennara verði bætt til muna,
svo unnt verði að fá réttinda-
fólk til kennslu hvar sem er á
landinu. Þingið varar sveitar-
félög við að ganga of langt í
að taka á sig skuldbindingar
vegna kjaramála kennara.
10. Þingið vekur athygli á þeirri
kynlegu lagatúlkun, að ríkið
neitar að taka þátt í dagvistun
fyrir fötluð börn, þegar sveit-
arfélög hafa forgöngu um slík-
ar stofnanir, en veitir hins
vegar fyrirgreiðslu, þegar
önnur félagasamtök standa að
verki.
11. XIII. landsþing Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga varar við
þeirri hættu, sem steðjað get-
ur að íslenzkri menningu með
myndbandavæðingu og fjöl-
þjóðlegu sjónvarpsefni. Gegn
því flóði er öflugust vörn, að
hlúð sé að lista- og menning-
arlífi (slendinga sjálfra. Því
hvetur þingið sveitarfélögin til
að styðja eftir megni hvers
konar menningarstarfsemi.
Tillaga um að vísa frá síðari
málsgrein 1. töluliðar álitsins var
felld með 51 atkvæði gegn 12. Ní-
undi töluliður var borinn upp sér-
staklega, og voru mótatkvæði 3.
Áliti framtíöarnefndar
vísaö til frekari
meöferöar
Sturla Böóvarsson, sveitarstjóri
í Stykkishólmi, mælti fyrir áliti
framtíðarnefndar þingsins. Hafði
nefndin samið drög að áliti, sem
m.a. var byggt á framsöguerindi
Magnúsar Ólafssonar, hagfræð-
ings, um þróun íslenzka þjóðfé-
lagsins næstu áratugi og á erindi
Sigurgeirs Sigurðssonar um starf-
semi sambandsins næsta kjör-
tímabil stjórnar þess. Álitið var í
sex köflum, og er í því m.a. vikið
að breytingum á stjórnsýslunni í
landinu. í umræðum kom fram, að
naumur tími væri á þinginu til þess
að gera slíku máli skil og eðlilegt,
að það yrði verkefni næstu stjórn-
ar og fulltrúaráðs sambandsins að
fjalla frekar um það. Að lokinni
umræðu var að tillögu þingforseta
lagt til, að álitinu yrði í heild vísað
til stjórnar og fulltrúaráðs sam-
bandsins.
Álit kjörnefndar
Björn Fríófinnsson hafði orð fyr-
ir kjörnefnd þingsins.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 225