Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 15
LANDSÞING lagsmálaráðuneytið vinnur að þessu verkefni í samvinnu við Samband íslenzkra sveitarfélaga. Undirbúningur og framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna var fyrsta verkefnið á þessu sviði. Vegna sumarleyfa eru júlí- og ágústmánuðir erfiðir til fundahalda og nefndastarfa. Þrátt fyrir það er kominn skriður á undirbúning að sameiningu nokkurra sveitarfé- laga. Fyrsta sameiningin á grund- velli nýju laganna kom reyndar til framkvæmda strax um sl. mánaða- mót. í samræmi við ákvæði sveit- arstjórnarlaganna hefur verið unn- ið að því að skipa sameiningar- nefndir í flestum þeirra sveitarfé- laga, sem hafa færri íbúa heldur en 50. Ljóst er, að sameining þessara sveitarfélaga við önnur sveitarfé- lög mun í flestum tilvikum ganga greiðlega fyrir sig, þótt landfræði- legar aðstæður séu í sumum til- vikum til hindrunar og kalli á sér- staka meðferð. Ég tel rétt að undirstrika, að lög- in gera ráð fyrir, að sameining sveitarfélaga nái til miklu fleiri sveitarfélaga heldur en þeirra, sem eru með færri en 50 ibúa. Enginn vafi er á, að áhuginn fyrir sameiningu sveitarfélaga hefur aukizt verulega nú síðustu mán- uðina, og ég er þess fullviss, að á þessu sviði mun nást verulegur árangur á næstunni. Ráðuneytið mun beita sér í þessu máli í sam- vinnu við sveitarfélögin og samtök þeirra og leita ráða til þess að greiða fyrir slíkri sameiningu. Ég fagna sérstaklega frumkvæði sýslufundar Austur-Barðastrand- arsýslu, sem samþykkti einróma áskorun til félagsmálaráðherra um að sameina alla hreppa sýslunnar í eitt sveitarfélag. Vinna við þetta verkefni er nú í fullum gangi. Unnið er að samningu fyrir- myndar að samþykkt um stjórnun sveitarfélaga, og nokkrar reglu- gerðir þarf að setja á næstunni á grundvelli laganna. Endursko&un tekjustofnalaga Nefnd, sem vann að endur- skoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, lauk störfum á sl. vori. Hún skilaði tillögum sínum í formi draga að frumvarpi til laga um róttækar breytingar á núgild- andi tekjustofnalögum. Fegar nefnd þessi hóf störf fyrri hluta árs 1985, skrifaði hún öllum sveitarstjórnum og stjórnum landshlutasamtaka sveitarfélaga og óskaði eftir ábendingum þeirra og tillögum. Einnig voru þessi mál til umræðu á fulltrúaráðsfundum sambandsins 1985 og 1986. Sveitarstjórnarmenn fengu því góð tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sinum og tillögum varðandi endurskoðun laganna. Prátt fyrir það þótti rétt að senda frumvarpsdrögin til um- sagnar hjá sveitarfélögunum eftir sveitarstjórnarkosningarnar, og eiga þær umsagnir að berast nú fyrir miðjan september. Pegar þær liggja fyrir, verður gengið frá endanlegri gerð frum- varpsins, og ég stefni að því að leggja það fyrir Alþingi í haust. Endursko&un skipulags- laga og byggingarlaga Fyrri hluta þessa árs vann nefnd á vegum ráðuneytisins að endur- skoðun skipulagslaganna. Nefndin samdi frumvarp til nýrra skipulagslaga, sem sent var út til umsagnar í júlí sl. Umsagnir um frumvarpið áttu að berast nú fyrir lok ágústmánaðar. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram nú á haustþinginu. í því verða ákvæði um gerð landsskipulags og mögu- leiki á skipulagsskrifstofum í landshlutunum. Unnið er að endurskoðun bygg- ingarlaganna. Þar er m.a. stefnt að eflingu byggingarfulltrúastarfsins og að auknum kröfum til hönnuða. Vanskilavextir á barnsmedlögum Á síðasta þingi voru samþykkt lög um breytingu á lögum um Inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að innheimta eðli- lega vexti af vanskilum, en svo hafði alls ekki verið. Þessi laga- setning hefur þegar skilað veru- legum árangri í bættri innheimtu barnsmeðlaga, sem dregur úr greiðslum frá Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Ný lög um vinnumi&lun Ný löggjöf um vinnumiðlun tók gildi á sl. ári. í hinum nýju lögum er um þýðingarmikla stefnumótun að ræða, þar sem markmið vinnu- miðlunarinnar er skilgreint á þann veg, að hlutverk hennar sé að stuðla að nægri og jafnri atvinnu um land allt. Gerðar hafa verið sérstakar at- huganir á atvinnuástandi um land- ið. Tilgangur þessara kannana hefur verið að fá sem gleggsta heildarmynd af eftirspurninni á vinnumarkaðinum og líklegum breytingum á henni með hliðsjón af áformum fyrirtækja um breyt- ingar á starfsmannahaldi. Unnið hefur verið að undirbún- ingi að tölvuvæðingu vinnumiðl- unarinnar. Lög um varnir gegn snjó- fló&um og skriöuföllum Á sl. ári voru samþykkt á Alþingi lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Lögin kveða á um skipulag þessara mála og hvernig fjármagna á framkvæmdir tengdar þeim. Samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga í janúar 1984 var undirritaður samstarfssáttmáli ríkis og sveitar- félaga. Samkvæmt sáttmálanum SVEI-TARSTJÓHNARMÁL 229

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.