Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 21
AFMÆLI
nýju húsakynnum hinn 23.
september sl.
Eins og áöur sagði, var ráöinn
sérstakur skrifstofustjóri fyrir
félagsmálaráðuneytið hinn 17.
september 1946, og var það
Jónas Guðmundsson, eftirlits-
maður sveitarfélaga, en hann
hafði verið aðalhvatamaðurinn að
stofnun Sambands íslenzkra
sveitarfélaga 11. júní 1945.
Á fyrsta starfsári félagsmála-
ráðuneytisins 1946 voru starfs-
menn þrír að tölu. Starfsmenn
ráðuneytisins eru nú fimmtán.
Fram til 1. janúar 1970 heyrðu
undir félagsmálaráðuneytið mál-
efni, sem má aðgreina í fimm aðal-
flokka, þ.e. sveitarstjórnarmál,
húsnæðismál, vinnumál, almanna-
tryggingar og önnur félagsmál.
Um áramótin 1969 - 1970
öðluðust gildi lög um Stjórnarráð
íslands nr. 73 frá 16. maí 1969 og
reglugerð um sama efni frá 31.
des. 1969.
Samkvæmt þessum lögum og
reglugerð varð mjög veruleg
breyting á skipan ráðuneyta og
skiptingu starfa milli ráðherra, að
því er að sveitarstjórnarmálefnum
lýtur. Þeirri breytingu var ætlað að
ganga í þá átt, að skyldum og sam-
stæðum málum væri skipað til
eins og sama ráðuneytis. Ekki
mun ofsagt, að menn hafi greint á,
hvernig til hefur tekizt í því efni.
Tryggingamál, þ.e. almanna-
tryggingar og önnur tryggingamál,
sem áður heyrðu undir félags-
málaráðuneytið, voru, ásamt heil-
brigðismálum, sem áður heyrðu
undir dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, sameinuð í nýtt ráðuneyti,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti. Með lögunum um
Stjórnarráð íslands var m.a. sú
breyting gerð, að þegar skipt er
störfum með ráðherrum, skal
hvert ráðuneyti lagt óskipt til eins
og sama ráðherra. Sá ráðherra,
sem fór með fjármál, hafði frá
árinu 1959 einnig á hendi einn
þátt félagsmála, þ.e. tekjustofna
sveitarfélaga, og varð því veruleg
breyting hér á við setningu þessa
ákvæðis.
Samkvæmt fyrrnefndri reglu-
gerð um Stjórnarráð íslands, sem
öðlaðist gildi 1. janúar 1970, fer
félagsmálaráðuneytið með mál,
sem skipta má í þrjá meginflokka.
Sveitarstjórn
Fyrsti málaflokkurinn eru mál,
sem varða stjórn sveitarfélaga og
sýslna, þ.á m.:
1. Sveitarstjórnarkosningar og
kosningar til sýslunefnda,
mörk sveitarfélaga, tekju-
stofnar sveitarfélaga, Jöfnun-
arsjóður sveitarfélaga, Lána-
sjóður sveitarfélaga, aðstoð
við landkaup sveitarfélaga og
Bjargráðasjóður.
2. Framfærslumál og sveitfesti.
3. Brunavarnir og brunamála-
stofnun ríkisins.
4. - Skipulag, skipulagsstjórn
ríkisins og embætti skipu-
lagsstjóra.
5. Samband íslenzkra sveitarfé-
laga.
Húsnæöismál
Annar aðalmálaflokkurinn eru
mál, er varða íbúðarhúsnæði, þ.á
m. Flúsnæðisstofnun ríkisins og
mál þau, sem stofnunin hefur með
höndum skv. lögum um Hús-
næðisstofnun ríkisins, en þau eru
nú lög nr. 60/1984 með síðari
breytingum. Undir þennan mála-
flokk falla ennfremur lög um fjöl-
býlishús nr. 59/1976 o.fl.
Vinnumál
Þriðji meginflokkurinn, sem
heyrir undir félagsmálaráðuneytið,
eru vinnumál, þ.á m. mál, er
varða:
1. Stéttarfélög launþega og
atvinnurekenda, kjararann-
sóknir, vinnudeilur, embætti
ríkissáttasemjara og sátta-
störf í vinnudeilum og
Félagsdóm.
2. Yfirumsjón með vinnumiðlun
og skráningu atvinnulausra,
sbr. lög nr. 18/1985.
3. Ríkisábyrgð á launum við
gjaldþrot, sbr. lög nr. 23/
1985.
4. Orlof og atvinnuleyfi útlend-
inga.
Þá hafa frá gildistöku reglu-
gerðar nr. 96/1969 tvær nýjar
deildir tekið til starfa í ráðuneytinu,
en þær eru vinnumáladeild
(vinnumálaskrifstofa) og deild,
sem fer með málefni fatlaðra.
Vinnumáladeildin var sett á stofn
samkvæmt 53. gr. laga nr. 13 frá
10. aþríl 1979. Frá verkefnum
hennar og starfsháttum er nánar
greint í IX. kafla nefndra laga nr.
13/1979 og í reglugerð nr. 9 frá 8.
janúar 1980.
ísland gerðist aðili að samn-
ingi um sameiginlegan norrænan
vinnumarkað, sem gekk i gildi 1.
ágúst 1983 og tekur til allra
Norðurlandanna. Öll mál í sam-
bandi við aðild íslands að þessum
samningi hvíla á herðum vinnu-
máladeildar, þ.á m. norræn vinnu-
miðlun.
Deildin.sem fer með málefni
fatlaðra, varsettástofn samkvæmt
3. gr. laga um þroskahefta nr. 17/
1979, en þau lög tóku gildi 1.
janúar 1980. Deildin starfar nú
samkvæmt lögum nr. 41/1983,
um málefni fatlaðra, sem öðluðust
gildi 1. janúar 1984, en samkvæmt
3. gr. þeirra laga skal félagsmála-
ráðuneytið annast málefni fatlaðra.
Umfang þessara mála, sérstak-
lega eftir gildistöku laga nr.
41/1983, fer sívaxandi.
Ráðuneytið annast daglegan
rekstur framkvæmdasjóðs fatl-
aðra.
Allmargar stofnanir fyrir fatlaða
um land allt hafa verið settar á
stofn í kjölfar þeirra laga, sem hér
um ræðir, auk þess sem eldri
stofnanir ýmissa félagasamtaka
eru nú reknar með fjárframlögum
SVEITARSTJÓRNARMÁL 235