Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 31
TÆKNIMÁL
Geymirinn tilbúinn fyrir yfirborðsmeðhöndlun og þak.
mögulegt, þar sem hún hvílir í
isaldarbláleir, sem ekki var hróflað
við, er grafið var fyrir tanknum.
Sem fyrr segir, er burðarsúlan
manngeng, og mannopið inn í
tankinn þjónar jafnframt sem
yfirfall. í steypu súlunnar voru
notaðar Fibermesstrefjar til þess
að ná tilskildum reikningsstyrk og
sveigjanleika, t.d. við jarðskjálfta-
álag. Þakskífurnar eru gerðar hjá
Trefjaplasti hf. á Blönduósi og eru
úr 5 cm polyurethankjarna og
trefjamottur beggja vegna.
Smíðin er vandkvæðum bundin
vegna stærðar þeirra, en þakvalið
er bæði vegna nálægðar verk-
smiðjunnar og eins vegna léttleika
og einangrunargildis þess. Að
innan er tankurinn þéttur með
Thoro-efnum, en nóg framboð
virtist á þéttiefnum, er framkvæmd
þessi spurðist út.
Frá tengihúsi inn i botn tanksins
liggur þreifirör, sem tengt er
þrýstiskynjurum, sem ,,skynja“
vatnshæðina og stjórna dæling-
unni út frá völdum gildum.
Tilkoma tanksins verður okkur
starfsmönnum veitunnar mikið
fagnaðarefni og örugglega
bænum til heilla.
Greinarhöfundur tók myndirnar.
lá oft við stórtjóni á síðasta hausti.
Var því ráðizt í byggingu þessa
miðlunargeymis sem forgangs-
verkefni sveitarfélagsins. Flönnun
tanksins er að ýmsu leyti frá-
brugðin því, sem almennt tíðkast.
Botnplatan er steypt eftirá og þétt
við veggi með þéttiefnum, en
þakið er borið uppi af 8 l-bitum,
sem hvíla á burðarsúlu fyrir
miðjum tanki, en hún er jafnframt
mannop og yfirfallsrör.
Þakið er úr trefjaplasti, sem sett
er saman úr átta skífum. Tankurinn
er niðurgrafinn að hluta í Breiða-
vaðsnúpnum við tengihúsið og er
4.9 m á hæð og 17 m í þvermál og
rúmar 970 m3 vatns, sem ætti að
duga fyrir flesta sólarhringstoppa
og að öllu jöfnu nægja til tveggja
daga vatnsþarfa. Auk þess verður
þarna fyrir hendi slökkvivatn, sem
stóreykur öryggi bæjarbúa, ef upp
kæmi bruni við þær aðstæður, að
vatnsdælur á virkjunarsvæðinu
yrðu óvirkar.
Framkvæmdin var ekki boðin út,
en unnin undir eftirliti og að
stórum hluta af starfsmönnum
sveitarfélagsins, sem ekki virðist
ætla að komi niður á fram-
kvæmdahraðanum, þar sem vinna
við uppsláttinn hófst 7. ágúst, og
allt bendir til, að hægt verði að
taka tankinn í notkun í lok
september. Veggjunum var slegið
upp með álmótakerfi, en áður
hafði járngrindinni verið komið
fyrir, sem auðveldaði mjög vinnu
við hana, en tafði ekki uppsláttinn.
Botnplatan er járnbundin með
einföldu bendineti, sem var
Unnið við uppslétt miólunargeymisins.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 245