Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 10
ÝMISLEGT Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar: Þjónustu- og vaxtarsvæði á landsbyggðinni styrkt Fyrsti ríkisráösfundur nýrrar stjómar. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Jón Sigurösson, iönaöar- og viöskiptaráöherra, Sighvatur Björgvinsson, heilbrigöis- og tryggingamáiaráöherra, Halidór Blöndal, landbúnaöar - og samgönguráöherra, Eiöur Guönason, um- hverfisráöherra, Daviö Oddsson, forsætisráðherra, forseti Islands, frú Vigdis Finnbogadóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráöherra, Friörik Sophusson, fjármálaráðherra, Jóhanna Siguröardóttir, félagsmálaráöherra, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráö- herra, og Þorsteinn F’álsson, dóms- og kirkjumálaráöherra og sjávarútvegsráöherra. Á myndinni er einnig Guömundur Benediktsson, ráöuneytisstjóri i forsætisráöuneytinu. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. Tíu dögum eftir alþingiskosning- arnar 20. apríl myndaði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, nýja ríkisstjórn, samsteypustjórn Sjálfstæöisflokksins og Alþýöu- flokksins. Ríkisstjórnin er skipuö tíu ráö- herrum, einum færri en voru í stjórn Steingríms Hermannssonar. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru í rík- isstjórninni Davíð Oddsson, sem fer meö forsætisráðuneytiö og Hagstofu íslands, Friörik Sophus- son, sem fer meö fjármálaráöu- neytiö, Halldór Blöndal, sem fer með landbúnaöarráöuneytið og samgönguráöuneytiö, Ólafur G. Einarsson, sem fer meö mennta- málaráöuneytið, og Þorsteinn Pálsson, sem fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sjávarút- vegsráöuneytiö. Fyrir Alþýöuflokkinn eru í stjórn- inni Jón Baldvin Hannibalsson, sem fer meö utanríkisráðuneytið, Eiöur Guönason, sem fer meö um- hverfisráðuneytiö, Jóhanna Sig- uröardóttir, sem fer meö félags- málaráöuneytiö, Jón Sigurösson, sem fer meö iðnaðarráðuneytiö og viðskiptaráðuneytið, og Sighvatur Björgvinsson, sem fer meö heil- brigöis- og tryggingamálaráðu- neytiö. Sáttargjörð um sanngjörn kjör Ríkisstjórnin hyggst rjúfa kyrr- stööu og auka verömætasköpun í atvinnulífinu, sem skili sér í bætt- um lífskjörum, eins og segir í upp- hafi stefnuyfirlýsingar, sem hún sendi frá sér, þegar hún var mynduö, 30. apríl. Hún vill tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og sáttargjörö um sanngjörn kjör, m.a. meö aðgerðum í skatta- og félagsmálum. Hún stefnir aö opn- un og eflingu íslenzks samfélags, m.a. meö afnámi einokunar og hafta í atvinnulífi og viöskiptum, meö aukinni samkeppni á markaöi í þágu neytenda og löggjöf gegn einokun og hringamyndun. „Bezta leiöin til aö varðveita sjálfstæöi þjóöarinnar", segir í stefnuyfirlýsingunni, „er aö örva efnahagslegar framfarir án verö- bólgu og án ofnýtingar náttúru- auölinda." 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.