Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 44
HEILBRIGÐISMAL hnúta búiö, að hitastig í kæli- vörum haldist frá 0-4°C og í frystivörum við -18°C eða meira. 8. Ákvæði greinar 91.1.7 fjallar um, að í hverjum skóla skuli vera greiður aðgangur að sér- stökum tækjum með drykkjar- vatni fyrir nemendur og taka gildi 1. janúar 1992. Ein heildarreglugerð um heilbrigðiseftirlit Nefndin markaði sér þá stefnu að leggja til, að áfram yrði um að ræða eina heildarreglugerð um heilbrigöiseftirlit. Ýmsum greinum, sem fjalla um skyld atriði og komu fyrir á mörgum stöðum f eldri reglugerð, er nú komið fyrir sem mest í sama kafla. Einnig hafa verið sameinuð ákvæði, sem varða sama eftirlitsskyldan aðila eöa samsvarandi eftirlitsatriði. Nefndin fékk til umfjöllunar reglugerðir, sem unnar höfðu verið af öðrum aðilum. Þannig voru veittar umsagnir um reglugerð um veitinga- og gististaði og um reglugerð um meindýraeyða. Viö endurskoðunina var fyrst og fremst höfð hliösjón af því, að reglugeröin væri í samræmi við hin ýmsu lög, sem öðlazt hafa gildi frá árinu 1972, svo sem: • lög um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit nr. 81/1988, • lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/ 1980, • lög um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 og • sveitarstjórnarlög nr. 8/1986. Ýmis atriöi úr reglugerð um til- búning og dreifingu matvæla og annarra neyzlu- og nauðsynjavara nr. 250/1976 voru felld inn I þessa reglugerð. Má því telja, að sú reglugerö sé úr gildi. Þó gilda enn ákvæði, sem eru nánar tiltekin í ákvæðum til bráðabirgða nr. 2. í reglugerð nr. 409/1988 um aukefni í matvælum og öðrum neyzluvör- um. Ennfremur hafa ákvæði reglu- gerðar nr. 140/1974 um tjald- og hjólhýsasvæði verið felld inn í kafl- ann um tjald- og hjólhýsasvæði. í 25 meginköflum Heilbrigðisreglugerðin nýja skiptist í 25 meginkafla sem hér segir: I. Um heilbrigðisnefndir og verksviö þeirra, ýmis ákvæ- ði og leyfisveitingar. II. Um hreinlæti og þrifnaö ut- anhúss. III. Um vatnsveitur, vatnsból og verndarsvæði þeirra, brunna og sjó. IV. Um salerni og fráveitur. V. Um hreinsun og meðferð sorps og annars úrgangs. VI. Um meindýr, ónytjadýr og vargfugla. VII. Um íbúðarhúsnæði. VIII. Um gististaði, veitingastaði og aðra matsölustaði. IX. Tjald- og hjólhýsasvæði. X. Um meðferð og sölu mat- væla og annarra neyzlu- og nauðsynjavara. XI. Um skóla, kennslustaði og barnaheimili, þar með talin sumardvalarheimili, dag- vistarheimili og gæzluvellir. XII. Um rakarastofur, hár- greiðslustofur, hvers konar snyrtistofur og sólbaðsstof- ur. XIII. Um heilbrigðisstofnanir, hæli, heilsuræktar- og íþróttastöðvar og baöstaði. XIV. Um fangelsi og aðrar vistar- verur handtekinna manna. XV. Um samkomuhús. XVI. Um kirkjugarða, bálstofur, líkhús, líkgeymslur og llk- flutninga. XVII. Um almenn samgöngutæki. XVIII. Um fugla- og gripahús, bú- rekstur og skepnuhald. XIX. Um fyrirtæki, stofnanir og hvers konar annan atvinnu- rekstur. XX. Um afgreiðslustöðvar elds- neytis og olíugeyma. XXI. Um reyk, mengaðar gufur, eitraðar lofttegundir og ekki jónandi geislun. XXII. Um hávaða og titring. XXIII. Ýmis eiturefni. XXIV. Um aðstoð heilbrigðis- nefnda við sóttvarnir. XXV. Lokaákvæði. Helztu nýmælin Fjölda nýmæla má finna í nýju reglugeröinni, sem of langt mál yrði að gera nákvæma grein fyrir, en þó skal bent á eftirfarandi greinar: Grein 14.1, um hreinlæti og þrifnað utanhúss, þar sem meiri áherzla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengun og lýti á umhverfinu. Greinar 22 til 30, þar sem m.a. koma kröfur um verndarsvæði vatnsbóla, tíðni rannsókna á vatni er aðlöguð ráðleggingum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, og birt ákvæði, sem gilda viö mat á neyzluhæfni vatns. Gr. 34 um fráveitur, þar sem er að finna ákvæði um skólp frá sum- arbústöðum og um bann viö því, að skólp sé leitt út í hafnir, auk þess sem vitnað er til krafna, sem gerðar eru um þessi mál í meng- unarvarnareglugerð. Gr. 35 um salerni, þar sem kröfur um fjölda þeirra í skólahúsnæði eru rýmkaðar, en geröar eru auknar kröfur um fjölda salerna í almenn- um veitinga- og samkomuhúsum. Gr. 37 um almenningssalerni, þar sem miðað skal við, að a.m.k. eitt almenningssalerni komi fyrir konur og eitt fyrir karla á hverja 10 þús. íbúa á þéttbýlisstööum. Gr. 45 um sorphauga, móttöku- og eyðingarstöðvar, þar sem kveðið er á um, að slíkar stöövar skuli vera a.m.k. í 500 m fjarlægð frá hvers konar dvalarstöðum fólks. Gr. 49 um meindýr, ónytjadýr og vargfugla, en það er nýmæli að flokka ýmsa fugla sem ónytjadýr, en þróun síðustu ára hefur leitt í Ijós, að stemma verður stigu við ágangi fugla á borö við t.d. máva, hrafna og starra, m.a. vegna sýk- ingarhættu. Gr. 57 um lágmarkskröfur til leiguíbúða, þar sem krafa er gerð til þess, að allar slíkar íbúöir hafi tiltækt heitt og kalt vatn. Gjörbreytt ákvæ&i um matvæli Matvælakaflinn er gjörbreyttur og fjallar um framleiðslu, meöferð 106

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.