Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 4
FORUSTUGREIN Byggðastefnan - hefur hún brugðizt? Veruleg umfjöllun um byggðastefnu og byggðar- aróun hefur átt sér stað á undanförnum árum. Kemur Dað engum á óvart, því svo afdrifaríkar geta þær aðgerðir verið, sem framkvæmdar eru í nafni byggðastefnu. Umræðan hefur aðallega snúizt um fjárveitingar opinberra sjóða og lánastofnana til ým- issa framkvæmda og uppbyggingar víða á lands- byggðinni í þeim tilgangi að treysta og efla atvinnu- lifið. Miklum fjármunum hefur verið varið í þessu skyni, og óhætt er að fullyrða, að byggðastefnan hafi stuðlað að fólksflutningum í dreifbýlið, aðallega á átt- unda áratugnum, og jafnframt dregið úr fólksflutning- um úr dreifbýli í þéttbýli, ekki sizt á höfuðborgar- svæðið. A þessari þróun hefur mikil breyting átt sér stað sið- asta áratug, og hafa fólksflutningar af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið aukizt verulega. Stöðug fólksfækkun í ákveðnum byggðarlögum og landshlutum hefur ennfremur vakið þær spurningar, hvort byggðastefnan hafi brugðizt og hvort hún hafi verið framkvæmd meira og minna með röngum áherzlum. Víða blasir sú staðreynd við, að á næstu árum verður að leggja út mikla fjármuni vegna óskynsamlegrar fjárfestingar, sem ekki hefur skilað arði. A sama tíma hefur jafnframt dregið úr fjárstuðn- ingi við uppbyggingu undirstöðualvinnugreina þjóð- arinnar. í nafni byggðastefnu, ekki einungis í dreifbýlinu, heldur einnig í þéftbýlinu á suðvesturhorni landsins, hefur því miður oft á tíðum verið farið út í vanhugsaða fjárfestingu, sem líklegt mátti telja, að gæti ekki gengið nema með áframhaldandi fjárstuðningi úr op- inberum sjóðum. Fjölmörg sveitarfélög hafa í þessu sambandi þurft að taka^á sig margvíslegar fjárhags- legar skuldbindingar. Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað, hafa mörg sveitarfélög jafnframt tekið á sig aukna fjárhagslega ábyrgð til þess að af- stýra stöðvun undirstöðuatvinnufyrirtækja. Að minu áliti er ekki hægt að fullyrða, að byggða- stefnan hafi brugðizt, þótt margt hafi farið úrskeiðis. A hinn bóginn þykir mér fullljóst, að byggðastefnan hefur alls ekki skilað þeim árangri, sem að var stefnt, og því nauðsynlegt að skilgreina upp á nýtt markmið nýrrar byggðastefnu og raunhæfar leiðir að því markmiði. Raunhæf byggðastefna snýst ekki eingöngu um dreifingu fjármagns ýmissa opinberra sjóða til ein- stakra framkvæmda víða á landsbyggðinni. Hún fjallar miklu fremur um skipulega þróun byggðarinnar og betra samgöngukerfi, um sameiningu sveitarfélaga og þar með stærri og öflugri atvinnu- og þjónustu- svæði, um aukna samvinnu opinberra sjóða og for- svarsmanna atvinnulífs og sveitarfélaga og um meiri og hreinni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem fæli í sér frekari flutning verkefna frá ríki til sveitarfé- laga. Mikilvægast er að efla sveitarfélögin. Færri en stærri og öflugri sveitarfélög megna helzt að sporna gegn fólksflutningum úr dreifbýli í þéttbýlið sunnan- lands. Með aukinni sameiningu sveitarfélaga yrði auðveldara að byggja upp heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði og þar með treysta byggð í landinu. Þegar á heildina er litið, yrði um meiri hagkvæmni að ræða í rekstri sveitarfélaga og ugglaust víða hægt að standa að fjárfestingu sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga á hagkvæmari hátt. Stækkun sveitarfélaga ásamt bættum samgöngum er jafnframt forsenda fyrir öflugum byggðarkjörnum víða um land og auk þess fyrir samstarfi eða samruna stærri atvinnufyrirtækja. Með efldu og fjölbreyttara atvinnulífi á landsbyggðinni myndi leita í jafnvægi milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Eg hef verið þeirrar skoðunar, að mikilvægt sé að koma á fót skipulegu samstarfi ríkisins, sveitarfélag- anna og atvinnulífsins. Þar verði tekið til umfjöllunar atvinnuástand, þátttaka sveitarfélaganna í atvinnu- rekstri, nýjar leiðir í atvinnumálum byggðarlaganna og ráðstöfun fjármagns í því sambandi. Atvinnulífið gerir kröfur til sveitarfélaga um margvíslega þjónustu og aðstöðu, sem eðlilegter, að þau veiti, og jafnframt er Ijóst, að öflugt atvinnulíf er forsenda byggðar og byggðajafnvægis og styrkrar stöðu sveitarfélaganna. Vegna óljósra markmiða og skorts á pólitískri sam- stöðu bæði um markmið og leiðir hefur byggðastefn- an ekki skilað þeim árangri, sem stefnt var að. Auk þess hefur samrekstur ríkis og sveitarfélaga á ýmsum sviðum og ofstýring ríkisins í málum, sem ýmist varða sveitarfélögin eða eru falin þeim til úrlausnar, haft neikvæð áhrif á eflingu sveitarfélaganna. Ég tel því, að grunnurinn að árangursrikri byggða- stefnu sé aukin sameining og sjálfsforræði sveitarfé- laga. Draga verður úr samrekstri þeirra og ríkisins eins og kostur er. Jafnframt er mikilvægt, að sveitarfélögin taki við fleiri verkefnum af ríkinu og að ábyrgð sveit- arstjórna á málefnum, sem tengjast staðbundnum þörfum, sé höfð að leiðarljósi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 250

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.