Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 42
BRUNAVARNIR REYKLOSUN MEÐ YFIRÞRÝSTINGI ELÍAS BALDVINSSON, SLÖKKVILIÐSSTJÓRI í VESTMANNAEYJUM Dagana 16. og 17. maí 1991 sat greinarhöfundur, sem er slökkvi- liösstjóri í Vestmannaeyjum, ráö- stefnu um brunavarnir á Hótel Loftleiöum í Reykjavík. Ráöstefna þessi var haldin af Brunamálastofnun ríkisins og var ætluð slökkviliösstjórum og bygg- ingarfulltrúum. Á dagskrá ráöstefnunnar var meðal annars fyrirlestur Ástvalds Eiríkssonar, varaslökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli, undir yfirskrift- inni Reyklosun meö yfirþrýstingi. Þaö er í tengslum viö efni þessa fyrirlesturs, sem mig langar aö koma hér á blað nokkrum hugleiö- ingum og staöreyndum, sem þaö efni snertir. Ástvaldur vitnaði í tvær greinar um þetta efni, önnur er greinin Reykræsting meö yfirþrýstingi, sem Guömundur Haraldsson, deildarstjóri hjá Brunamálastofnun ríkisins, þýddi og endursagði úr blaöinu Fire Chief í maí 1988, og grein úr tímaritinu Texas Firemen frá því í apríl 1989, sem hann vann fyrirlestur sinn upp úr og nefnir Reyklosun meö yfirþrýstingi. Áðferöin er í mjög grófum drátt- um á þá leiö, aö dælt er hreinu lofti inn i það rúm, sem bruninn á sér staö. Þetta má þó aðeins gera, að leiðin fyrir hitann og reykinn sé nokkuö greið og aö stjórnandi hafi gert sér glögga grein fyrir ávinn- ingnum í hverju tilfelli fyrir sig. Sér- staklega þarf aö gæta þess aö velja reyknum og hitanum þá leiö út úr rúminu, aö sem minnstur skaöi hljótist af. Ég verö að viðurkenna, aö mér þótti aðferðin byltingarkennd í meira lagi og í fullri andstööu viö þær hugmyndir, sem ég haföi um slökkviaðferöir. Þarna var meö öörum orðum veriö að ráöleggja að blása í glæöurnar, og það var nokkuð, sem var í mínum huga alls ekki vænlegt til árangurs í slökkvi- starfi. Þess vegna leiddi ég ekki einu sinni hugann aö því aö prófa aðferðina á æfingu hvað þá að beita henni í raunverulegum elds- voða. Þaö leiö þó ekki langur tími, frá því að ég sat undir fyrirlestri Ást- valds, þar til ég neyddist, hvort sem mér líkaöi betur eða verr, til aö reyna aöferðina, því hún var sennilega eina leiðin til aö geta vænzt einhvers árangurs við þær aöstæöur, sem Slökkvilið Vest- mannaeyja bjó viö, þegar þaö var kallaö út kl. 11.00 sunnudaginn 8. september 1991 og ég ætla nú aö segja frá: Eldur var laus í m.s. Bylgju VE- 75, þar sem hún stóö til viðgerðar í lyftunni hjá Skipalyftunni f Vest- mannaeyjum. Veður var hæg sunnangola, en skipið sneri stefni til suðurs. Aðkoma var þannig, aö mikill reykur huldi skipiö að mestu ofan þilfars, og er komiö var upp á þil- fariö, kom í Ijós, að mestur reykur- inn kom upp um lestarlúgu, sem opin var miöskips. Við athugun virtist sem mestur hiti væri á milliþilfari stjórnborös- megin alveg frá netakassa aö lúgu, og var hiti svo mikill frá netakassa aö brúarvæng, að vatn sauð á þil- farinu og þurfti aö gæta varúðar þess vegna. Nú var tekið á þaö ráö aö ráöast niður um lestarlúgu á móti reyknum og freista þess aö slökkva eldinn framan viö dyrnar aö stjórnborðs- gangi, loka þeim síöan og loka leiöinni fyrir reykinn, sem, eins og áður sagöi, kom upp um lestarlúg- una og lagöi yfir brú skipsins og allan afturhluta þess og gerði af þeim sökum mjög erfitt fyrir meö slökkvistarf, þar sem þörfin virtist mest. Þetta markmið náöist þrátt fyrir mjög erfiöar aöstæöur. Bæöi var reykurinn mjög heitur og svart- ur og eins hitt, að lestarlúga niöur í fiskilest var opin og mjög hættu- legt aö komast inn undir milliþilfar- iö af þeim sökum. Eftir aö dyrunum hafði veriö lok- aö, gekk greiölega aö slökkva eld- inn á milliþilfari, sem var aö mestu í klæðningu í lofti. Birti þá fljótlega til, þannig að hægt var aö fara aö gera ráðstafanir til að komast niöur í mannaíbúöir, en augljóst var, aö þar var mjög mikill hiti, sem benti til þess, aö eldur logaöi þar. Eina leiðin þangað var úr brú niður í milligang, en þegar þaö var reynt, kom strax í Ijós, aö sú leið var meö öllu ófær sökum gífurlegs hita, sem gaus á móti mönnum, um leið og brúardyr voru opnaöar. Voru nú góö ráö dýr, engin önnur fær leið sjáanleg og engin kýraugu stjórn- borösmegin I skipinu, sem hugs- anlega væri hægt aö vinna slökkvistarfið frá. Var nú ekki í önnur hús aö venda en reyna aö- ferðina meö yfirþrýstinginn, þótt áhættusöm þætti og ólíkleg til ár- 288

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.