Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 30
MENNINGARMÁL ISLENZK BÓKFRÆÐI Anna Torfadóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafni í september 1990 var haldiö þing á vegum Háskólans á Akur- eyri, sem bar heitið „íslenzk bók- fræði í dag og á morgun". Auk ís- lenzkra fyrirlesara voru fyrirlesarar frá þremur öörum Norðurlöndum, og var fjallaö um íslenzka bókfræöi frá ýmsum hliöum og stöðu henn- ar, m.a. í samanburöi viö ná- grannalöndin. Aðalefnið í umfjöll- uninni um íslenzka bókfræöi á þinginu var, hvernig hægt væri að auövelda fólki aö finna íslenzkar heimildir um afmarkað efni. ís- lenzkir fræðimenn, námsmenn og allur almenningur hefur átt í erfið- leikum með aö finna þaö, sem til er útgefið, t.d. í dagblööum og tíma- ritum, á viðkomandi fræöa- og/eða áhugasviöi vegna skorts á skrám. Fyrir þingið var myndaöur vinnu- hópur bókasafnsfræöinga til þess aö kanna, hvaö væri til af bók- fræðiritum, þ.e. heimildalistum og skrám, f íslenzkum bókasöfnum. Vinnuhópurinn fékk styrk úr Vís- indasjóði til verkefnisins, og kynnti hann niðurstöður slnar á bókfræöi- þinginu. Spurningalisti var sendur 231 bókasafni, og í Ijós kom, aö mikiö er til af skrám og listum í Is- lenzkum bókasöfnum. Þetta efni nýtist ekki allt sem skyldi, vegna þess aö margir vita ekki um þaö og aö sumt er óaðgengilegt. Nú hefur vinnuhópurinn fengið framhaldsstyrk úr Vísindasjóði til þess aö gera nánari úttekt á þeim bókfræöiritum, sem fram komu I könnuninni. Athuguð veröur stærö og umfang ritanna, hvort þau eru útgáfuhæf eöa hæf I tölvuvæddan gagnagrunn, og metið, hve mikla vinnu þarf aö leggja I ritin, til aö svo megi verða. Bókfræ&irit einstaklinga og stofnana Þá hefur Háskólinn á Akureyri einnig veitt hópnum styrk til aö kanna, hvort heimildalistar eöa skrár um íslenzkt efni finnast hjá einstaklingum og stofnunum, sem ekki hafa bókasöfn. Búiö er aö senda spurningalista til ýmissa stofnana, eins og bókasöfnunum var áöur sent. Öllu erfiöara veröur aö hafa upp á grúskurum landsins, sem safna aö sér heimildum um áhugamál sitt og hafa skráö þær hjá sér. [ apríl sl. voru því settar auglýsingar í dagblöð, og fréttatilkynningar birt- ust í ýmsum sérritum í von um aö hafa upp á þessu efni. Hópurinn hefur fengið nokkur viðbrögö og ábendingar í kjölfar þessa. Ég vil nota hér tækifæriö til að biöja sveitarstjórnarmenn og aðra, sem lesa þennan pistil, að hafa sam- band viö greinarhöfund, ef þeir vita um eitthvaö, sem komið gæti aö gagni. Tilgangurinn meö þessari vinnu allri er, aö fleiri geti nýtt sér þessi „földu" bókfræöirit í framtíö- inni. Hópstjórinn I samhentum hópi átta kvenna er Ásgeröur Kjartans- dóttir, Háskóla íslands. omRon SJALFVIRKNI- BÚNAÐUR Endastoppsrofar Stýriliöar og sökklar Ljósnaemir skynjarar Púlsgjafar Nándarskynjarar Spennugjafar Hæöarstýringar Tímaliöar Teljarar Hitareglar Forritanlegir liöar Prentplötuliöar 276

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.