Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 48
BÆKUR OG RIT
Sveitarstjórnar-
mannatal
1990-1994
Sveitarstjórnarmannatal yfir-
standandi kjörtímabils, þ.e. 1990-
1994, er komið út í ritröðinni
Handbók sveitarstjórna og er
númer 21. Það er 192 bls. að
stærð með upplýsingum um úrslit
sveitarstjórnarkosninganna 26.
maí og 9. júní á sl. ári, þar sem
listakosning var viðhöfð, um nöfn
aðalmanna og varamanna í bæjum
og i þéttbýlishreppum og um skip-
an allra nefnda í sveitarfélögum (
þéttbýli og í dreifbýlishreppum
með 400 íbúa og fleiri. Tilgreindir
eru helztu trúnaðarmenn og emb-
ættismenn sveitarfélaganna, s.s.
bæjarritarar, bæjargjaldkerar,
bæjarverkfræðingar, og bæjar-
tæknifræðingar, byggingarfulltrú-
ar, slökkviliðsstjórar, veitustjórar,
forstöðumenn bókasafna svo og
skólastjórar.
Aftan við hið eiginlega sveitar-
stjórnarmannatal er skrá yfir skipan
héraðsnefnda og talsmenn þeirra,
og er þetta í fyrsta skipti, sem þær
eru birtar á einum stað. Loks er
skrá yfir landshlutasamtökin og birt
nöfn framkvæmdastjóra þeirra.
Sama á við um Samband íslenzkra
sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmannatal yfir-
standandi kjörtímabils er einkum
aö tvennu leyti frábrugðið fyrri
hliðstæðum handbókum.
í fyrsta lagi er röð sveitarfélag-
anna önnur. Áður voru kaupstað-
irnir sér, og síðan komu hrepparnir
og þeim raðað eftir sýslum. Nú er
fylgt númeraröð Hagstofu íslands.
Þannig eru öll sveitarfélög í hverj-
um landshluta saman, hvort sem
um er að ræða bæ eða hrepp. Er
þetta í anda sveitarstjórnarlaganna
frá 1986, þar sem dregið er úr
þeim skörpu skilum, sem áður voru
milli kaupstaða og hreppa. Innan
hvers landshluta eru kaupstaðir þó
yfirleitt fremstir.
Á nokkrum svæöum eiga sveit-
arfélög með sér náið samstarf um
meðferð tiltekinna málaflokka, sem
stjórnað er af sérstökum sam-
starfsnefndum eða stjórnum, sem
hvert aðildarsveitarfélaganna kýs
fulltrúa í. Áður voru fulltrúar ein-
stakra sveitarfélaga í slíkum sam-
starfsnefndum tilgreindir undir
hverju sveitarfélagi f slíkum tilvik-
um, en nú eru birtir sérstakir kaflar,
þar sem sjá má skipan slíkra sam-
starfsnefnda á einum stað. Þetta á
við um höfuðborgarsvæðið, Suð-
urnes, Dali, Hérað og Austur-
Skaftafellssýslu.
Slíkra samstarfsnefnda er þó
getið undir hverju aðildarsveitarfé-
lagi, en þar vfsað til hinnar sér-
stöku skrár yfir samstarfsnefndirn-
ar á svæðinu. Er þetta önnur
meginbreytingin, og þykir vonandi
hagræði að henni.
Ritið er, eins og jafnan áður,
unnið á skrifstofu sambandsins.
Umsjón með útgáfu þess hafði
Unnar Stefánsson, ritstjóri.
Það er prentað í prentsmiöjunni
Odda.
Sveitarstjórnarmannatalið fæst
Frá Lánasjóði sveitarfélaga
Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum á árinu 1992 er til 31. janúar nk.
Umsóknum skulu fylgja eftirfarandi gögn:
1. Ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 1991, ef fullgerðir eru, annars fyrir 1990.
2. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 1992.
3. Kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda eða fjárfestingar, sem sótt er um lán til.
Skilyrði fyrir því, að lán verði veitt úr Lánasjóði sveitarfélaga, eru þessi:
1. Að ársreikningar sveitarfélagsins hafi verið gerðir samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga
nr. 8/1986.
2. Að fjárhagsáætlun hafi verið gerð samkvæmt sömu lögum.
3. Að umsækjandi sé ekki í vanskilum við sjóðinn vegna eldri lána, sem veitt hafa verið.
4. Að fjárhagur sveitarfélagsins sé, að dómi sjóðsstjórnar, svo traustur, að telja megi vísa
greiðslu afborgana og vaxta á umsömdum tíma, ella verði sett trygging fyrir láninu, sem
sjóðsstjórn metur gilda.
5. Að sveitarfélaginu sé, að dómi sjóðsstjórnar, nauðsyn á umbeðnu láni að nokkru eða öllu
leyti vegna framkvæmda, sem gera þarf í sambandi við þau verkefni, sem sveitarfélagið
annast samkv. 6. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986.
Eyðublöð fyrir lánsumsóknir fást í skrifstofunni, Háaleitisbraut 11,128 Reykjavík.
Pósthólf 8100. Sími 813711.