Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 7
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
niðurstöðu, að fjallað er um sveitarfélög á lands-
byggðinni á annan hátt en á höfuðborgarsvæðinu. Á
landsbyggðinni er meginviðfangsefnið að efla sveitar-
stjórnarstigið, en á höfuðborgarsvæðinu fremur að
kanna möguleika á auknum verkefnum sveitarfélaga
og á sameiginlegri stjórnsýslu fyrir svæðið.
SVEITARFÉLÖG - HLUTVERK OG
MARKMIÐ
Til þess að geta uppfyllt þær kröfur, sem nútíma-
samfélag gerir, þurfa sveitarfélög að vera af vissri
lágmarksstærð. Fyrr á öldum var lágmarksstærð
sveitarfélaga 20 skattbændur, sem talið er hafa sam-
svarað um 400 (búum. Almenna reglan er sú nú á
tímum, að sveitarfélög, sem eru með færri en u.þ.b.
400-500 íbúa, verða að leysa mörg verkefni sín með
samstarfi við nágrannasveitarfélög, og fæst þeirra
hafa sveitarstjóra í fullu starfi. Sveitarfélög, sem hafa
a.m.k. 800-1.000 íbúa, geta leyst flest verkefni sjálf og
haft framkvæmdastjóra og fleira starfsfólk í fullu starfi,
auk þess sem fjárhagslegur grundvöllur þeirra á að
vera nokkuð traustur. Sveitarfélög þurfa að hafa a.m.k.
800-1.000 íbúa til að geta boöiö kennslu í grunnskóla
fyrir 1.-10. bekk, tónlistarskóla, félagsþjónustu og
brunavarnir af þeim gæðum, sem íbúarnir og löggjaf-
inn krefjast. Einnig þurfa sveitarfélög að vera af þess-
ari stærð til þess að geta staðið sjálf undir kostnaði við
sorpeyðingu og byggingu hafna, gatnakerfis, holræsa
og vatnsveitna, þannig að nútímakröfur séu uppfylltar.
Markmið þau, sem stefna þarf að til þess að sveit-
arfélög ræki vel hlutverk sitt, eru ferns konar:
a. Að þjónusta sveitarfélagsins við íbúana sé leyst af
hendi á eins hagkvæman hátt og kostur er.
b. Að þjónusta sveitarfélagsins sé árangursrík, þ.e.
nái til sem flestra, sé vel af hendi leyst og uppfylli
þær kröfur, sem íbúarnir og löggjafinn gera.
c. Að sveitarfélagið spanni yfir byggð, sem að áliti
íbúanna getur myndað heildstætt samfélag.
d. Að sveitarfélagið myndi samfellt skipulagssvæði,
þ.e. með tílliti til vegakerfis, landnotkunar, vinnu-
sóknar, þjónustusóknar o.fl.
Sennilegt er, að fá sveitarfélög í landinu fullnægi
öllum þessum markmiðum nægilega vel. En breyting-
ar á skiptingu landsins í sveitarfélög ættu að hafa það
í för með sér, að ný og stærri sveitarfélög nái þessum
markmiðum allmiklu betur en núverandi sveitarfélög
gera. Markmið a og b eiga við um öll sveitarfélög í
landinu, markmið c aðallega um sveitarfélög á lands-
byggðinni, en markmið d snertir fyrst og fremst þéttbýl
svæði, svo sem höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Eyja-
fjörð og Árborgarsvæðið.
Þrjú fyrstnefndu markmiðin fara sjaldan saman.
Sjónarmið hagkvæmninnar krefst fjölmennari sveitar-
félaga en sjónarmiðin um árangursríka þjónustu og
samfélagslega vitund íbúanna. Hagkvæmni í rekstri
sveitarfélaga tengist ekki eingöngu íbúafjölda, heldur
ekki síður stærð svæðisins, sem sveitarfélagið spann-
ar yfir. Dæmi er um sveitarfélag með innan við 200
íbúa, sem þarf vegna erfiðra vegasamgangna innan-
sveitar að standa straum af rekstri tveggja grunnskóla.
Almennt er þó reynslan sú, að þegar sams konar
sveitarfélög eru borin saman, eykst hagkvæmni með
stærðinni, en gjarnan í þrepum. Við vissar þröskulds-
stærðir getur þó komið bakslag ( hagkvæmnina, t.d.
þegar byggja þarf nýja álmu við skóla, nýjan hafnar-
garð, gatna- og holræsakerfi í nýju hverfi o.s.frv.
Markmiðum um sveitarfélög sem félagslegar heildir
getur sums staðar verið erfitt að ná. Á nokkrum stöðum
ríkir nokkur spenna í samskiptum milli þéttbýlissveit-
arfélags og nærliggjandi sveitahrepps. ( byggðarlög-
um, þar sem sveitin og þéttbýlið hafa ætíð verið sama
sveitarfélagið, svo sem á Vopnafirði, gætir þessarar
spennu síður. Á þéttbýlisstöðum mynda íbúarnir oft
félagslegar heildir. Inn á við kemur það gjarnan fram í
mikilli samstöðu, m.a. um uppbyggingu atvinnulífs, í
félagslífi og samhjálp. Út á við kemur það m.a. fram í
togstreitu við næstu þéttbýlisstaði um fjárveitingar rík-
isins, samkeppni um að fá til sín opinberar þjónustu-
stofnanir, takmörkunum á vinnusókn milli sveitarfélaga
(formlegum eða óformlegum) og andstöðu við sam-
einingu fyrirtækja á milli staöa. Með bættri menntun,
aukinni fjölmiðlun og stórauknum samskiptum fólks
milli byggðarlaga má hins vegar gera ráð fyrir því, að
í rás tímans dragi úr þessari sterku samfélagslegu
kennd fólks um sveitarfélag sitt gagnvart nágranna-
byggðum.
Markmiðið um, að á þéttbýlum svæðum nái sveitar-
félög yfir svæði, er myndi skipulagslega heild, er mjög
sterkt í nágrannalöndunum, t.d. Bretlandi, en þar er
algengt, að tvö eða fleiri þéttbýlissveitarfélög hafi
1. mynd. Fjöldi sveitarfélaga á íslandi meö færri en 50 og færri
en 100 íbúa.
253