Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 41
HITAVEITUR
2. mynd. Stólparitið sýnir vatnsnotkun áranna 1988 og 1990 í einstökum mánuðum.
Áætlunin - framkvæmdin
Ársframleiösla hitaveitunnar
1988 voru tæpir milljón rúmmetrar,
og geröi áætlunin ráö fyrir, aö
sparnaður meö breytingunni næmi
um 28-30%, þ.e.a.s. aö spara
mætti allt aö 300.000 rúmmetra á
ári og það eitt frestaði frekari
vatnsöflun um átta ár.
Gert var ráð fyrir, aö vatns-
sparnaöurinn yröi fyrir tilverknað
hvatans af mælingunni meö
tvennum hætti, annars vegar
vegna almenns aöhalds og aögát-
ar í vatnsnotkun og hins vegar
vegna fjárfestingar notendanna í
bættum búnaöi, svo sem í ofnum
og stýringu.
Viö ákvöröun um gjaldskrá var
gengið út frá, aö 24% sparnaöi yröi
náð og að veitan héldi þannig
óbreyttum brúttótekjum, en sparn-
aður umfram þaö yröi til aö lækka
í raun hitunarkostnað, enda yrði þá
raunlækkun á rekstrarkostnaöi.
Þar sem ákveöiö var aö hafa
enga hemlun á húskerfunum, en
setja þess í staö í grindina keilu-
loka, sem hægt væri að grófstilla
inn á kerfin, var talin ástæöa til aö
óttast dálítið stóra notkunartoppa,
sem erfitt yröi aö ráöa viö, og eins
meiri háttar „notkunarslys" vegna
gáleysis.
Þaö var því brýnt fyrir notendum
að nota keilulokann, meöan veriö
væri aö athuga, hvort kerfin ynnu
rétt, og aö fylgjast grannt meö
notkuninni fyrstu mánuöina.
Ákveöiö var aö fjarlægja hemil-
inn af kerfunum og að setja í hans
staö einnota 15 mm Top-aqua
mæli, keiluloka og skipta út öllum
inntakssíum.
Kostnaðaráætlun hljóðaöi upp á
3,1 millj. kr. á verðlagi dagsins í
dag og aö 250 þús. kr. fengjust
upp í kostnað meö sölu á hemlum,
sem breytt væri I mótþrýstiloka.
Starfsmenn áhaldahúss meö
Gest Þórarinsson, hitaveitustjóra, í
broddi fylkingar voru um mitt ár
1989 tilbúnir fyrir breytinguna.
Breytingin var síðan gerö síöari
hluta árs 1989, og var henni aö
fullu lokiö í nóvember, og stóöust
allar áætlanir um kostnaö og fram-
kvæmdatíma.
í framhaldi af breytingunni var
tvívegis haft „opiö hús“ hjá hita-
veitunni, þar sem settur hafði verið
upp kerfishermir og gestir fræddir
um kerfin og sýnd sinning helztu
stýritækja. Var þessi kynning mjög
vel sótt, og átti hún sinn þátt í aö
áætlanir stóöust.
Niðurstaðan
Áriö 1990 er fyrsta heila ár hita-
veitunnar eftir breytinguna á sölu-
fyrirkomulaginu, og sýnir saman-
burður viö síöasta „hemlaáriö",
1988, vel þann árangur, sem náö-
ist fram.
Stólparitið hér aö ofan segir
meira en mörg orð um árangurinn,
þar sem notkun hvers mánaðar
ársins 1988 er til vinstri en notkunin
áriö 1990 til hægri.
í samantekt er niöurstaða breyt-
inganna þessi:
1. Ársframleiösla hitaveitunnar
1990 var 715.000 m3., þ.e. há-
markssparnaður hafði náöst.
2. Mesti mældur notkunartoppur
1990 reyndist 37 l/sek., en fór
iðulega yfir 40 l/sek. 1988.
3. Hægt var aö stööva dælingu
frá holu 6 í apríl fram til nóvem-
ber, og sá þá hraðastýrö dæla
í holu 5 um vatnsþörfina ein.
4. Raunlækkun hefur oröiö á
gjaldskrá, og er veitan nú um
miðbik veitna hvað gjaldskrá
varöar.
5. Bilanir í húsagrindum og kvart-
anir vegna þeirra og gjaldskrár
eru nánast úr sögunni.
Ókosti breytingarinnar er einnig
rétt aö nefna, þótt þeir séu heldur
léttvægir og jafnvel ekki eins af-
gerandi og gert var ráö fyrir:
1. Kólnun í endalögnum er nokk-
ur, og er mesti munur á hitastigi
til einstakra notenda 8° C, og
er gert ráð fyrir að leiörétta þaö
meö sérstakri mælingaraöferö.
Þetta gæti leitt til þess, ef ekki
er farið varlega, aö margar
gjaldskrár yrðu í gildi og óá-
nægja magnaðist upp vegna
þess.
2. Notkunin yfir sumarmánuðina
er suma daga svo lítil, að hún
er undir lágmarksafköstum
bæöi dælu í holu 5 og hraöa-
stýribúnaös.
3. Eins og óttazt var, hafa orðið
örfá notkunar- og kerfis„slys“,
sem veitan ætlaði sér aö leið-
rétta, en er vandmeðfariö mál.
Upp úr stendur þó, að Hitaveita
Blönduóss er á leiö út úr þeim erf-
iðleikum, sem aö henni steöjuöu,
og breytt sölufyrirkomulag var rétt
ákvörðun til að varða þá leið.
287