Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 23
SAMTALIÐ
Útlitsmynd af iþróttahúsinu viö Varmahliöarskóla. Efri myndin sýnir húsiö frá austri og sú neöri frá suöri. Njöröur Geirdat, arkitekt hússins,
teiknaöi myndina.
Þessi framkvæmd varö dýr, og hitaveitan safnaði
nokkrum skuldum, en er nú á góðri leið með að greiða
þær niður, því að hagur veitunnar hefur batnað
rnjög."
- Hefur lengi verið rekið sumarhótel í Varmahlíð?
„Frá því fyrir 1940 hefur verið greiðasala og gisting
í Varmahlíð árið um kring, eins og áður var sagt. Frá
því að skólahúsið var reist, hefur það verið nýtt til
reksturs sumarhótels í tengslum við greiðasöluna í
Varmahlíð. Páll Sigurðsson annaðist hótelreksturinn
um skeið, síðan rákum við hjónin, ég og Þóra Ingi-
marsdóttir, hótelið, en frá árinu 1973 hefur Ásbjörg
Jóhannsdóttir rekið það. Hér er opið allt árið, enda er
Varmahlíð mjög miðsvæðis og á krossgötum. Héðan
er afleggjari af aðalveginum milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar til Sauðárkróks og annar inn f Skagafjarðardali,
og skammt hér austan við liggur Siglufjarðarvegur frá
aðalveginum milli Suður- og Norðurlands."
- Hvaða þjónustu er að sækja til Varmahlíðar?
„Áður hefi ég getið um grunnskóla hreppanna, fé-
lagsheimilið Miðgarð og tónlistarskólann, en tónlistar-
kennsla fer fram á einum sex stöðum utan Varmahlíð-
ar. Þá eru mikil umsvif í kringum sundlaugina. Þar er
gufubað og nuddpottur, og við hana er rekin nudd-
stofa. Hér er aðstaða til heilsugæzlu í einu herbergi,
og er henni sinnt frá heilsugæzlustöðinni á Sauöár-
króki. Allt er þetta í víðasta skilningi þjónusta við fólkið.
Bréfhirðing, sem hér hófst þegar á árinu 1941, var ein
fyrsta eiginlega þjónustan á staðnum, auk greiðasöi-
unnar. Póstafgreiðsla og símstöð hóf starfsemi árið
1945 og sjálfvirk símstöð 1975, sem fluttist í nýtt hús-
næði 1982. Fyrsta verzlunin á staðnum, verzlunin
Lundur, hóf starfsemi um 1950. Kaupfélag Skagfirö-
inga stofnaði hér útibú 1968 og rekur nú umfangsmikla
þjónustustarfsemi, s.s. verzlun, veitingar, benzínsölu
og fleira. Það kom á fót tjaldsvæði, sem fyrirtækið
Hestasport rekur nú. Búnaðarbanki íslands hefur
rekið hér útibú frá árinu 1979. Hér eru reknar tvær
hárgreiðslustofur, véla- og varahlutaverzlun, bifreiða-
verkstæði og keramikverkstæði. Þá var á síöastliðnu
sumri rekinn útimarkaður hér í Varmahlíð."
- Á Varmahlíð framtíð fyrir sér sem miðstöð í ferða-
málum?
„Já, að sjálfsögöu. Þaö er einmitt aöalkappsmál
okkar að fá ferðafólk til þess að eiga hér lengri viðdvöl
heldur en raun er á um þann mikla fjölda ferðamanna,
sem hér fer um hlað. A sl. sumri var rekin hér upp-
lýsingamiðstöð fyrir ferðafólk. j þá tvo mánuði, sem
hún var starfrækt, komu í hana um 4000 manns. Þar
af voru um 70% erlendir ferðamenn. Varmahlíð er
miðsvæðis í sögufrægu héraði, og héðan er stutt að
fara til merkra kirkju- og sögustaða, s.s. Glaumbæjar
og Víðimýrar, auk Flugumýrar, Miklabæjar og Örlygs-
staða, að ógleymdum Hólum í Hjaltadal. Hér eru
boðnar ferðir út í Drangey, og margt fleira geta ferða-
langar fundið hér. Til dæmis eru góðar gönguleiöir á
Reykjarhólinn. Þaðan sjást níu kirkjur í Skagafirði, og
þar þykir fögur fjallasýn, svo ekki sé talað um sólar-
lagiö, er sólin gengur í hafið út af Skagafiröi. Þá eru
hér seld veiðileyfi í Húseyjarkvísl, en þar er bæði lax
og silungur. Margir tala um fagran fjallahring frá
Varmahlíð, og hér er mikil veðursæld, svo að staöurinn
ætti að geta dregiö að sér ferðamenn, ef betur væri
hlúð að þeirri búgrein."
- Reka bændur ferðaþjónustu?
„Á tveimur bæjum í Seyluhreppi er ferðaþjónusta,
269