Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 43
BRUNAVARNIR angurs. Gert var ráö fyrir, að dyrn- ar úr stjórnborðsgangi að neta- kassa væru opnar, en rétt fyrir aft- an þær í netakassanum var lúga upp á efra þilfar, og rauk þar upp um. Af þessu mátti ráða, að greið leið væri niður stiga úr brú og upp um lúguna á netakassanum. Var nú reykblásara snúið þan- nig, að loftstraumur féll á dyr á brú, þær opnaðar og reykkafarar sendir inn. Ekki virtist þetta ætla að ganga, hitinn minnkaði ekki það mikið, að reykkafarar þyldu við nema ör- skamman tíma og komust ekki nema rétt niður í stigann, og breyttist ástandið sáralítið, þótt barkinn væri settur á reykblásar- ann og maöur látinn fylgja reykköfurunum eftir með hann. Menn veittu því þá athygli, að þótt blásturinn væri settur á, jókst straumurinn upp um lúguna í netakassanum sáralítið. Af þessu mátti ráða, að líklega væru dyrnar í netakassa ekki nægilega opnar eða jafnvel lokaðar, eins og síöar kom í Ijós, og reykurinn kæmi alls ekki þar í gegn heldur í gegn um lítið kýrauga úr klefa að neta- kassa. Var nú farið niður á milliþilfar, dyrnar opnaðar, sem áður hafði verið lokaö og um leið gerð enn ein tilraun til að koma reykköfurum niður með yfirþrýstingsaðferðinni. Nú breyttust aðstæður heldur bet- ur til hins betra; menn komust strax niður og gátu hafiö slökkvistarf, sem nú gekk greiðlega, þar sem strax rofaði til, auk þess sem kaldi loftstraumurinn hlíföi slökkviliðs- mönnunum fyrir hinum mikla hita, sem mætti þeim, þegar niður kom. Það leyndi sér ekki, aö við þessar aðstæður nýttist aðferðin reyklosun með yfirþrýstingi full- komlega, en gæta verður þess sérstaklega, að ekki slokkni á blásaranum, þegar menn vinna í skjóli hans, en það gerðist við þetta tækifæri ( örskamma stund, og varð þá hitinn niðri strax óbæri- legur. Það skal tekið fram, að notað var vatn með háþrýstingi við slökkvi- starfið, en reynsla Slökkviliðs Vest- mannaeyja af þeirri slökkviaðferð við slökkvistarf í skipum er jákvæð, þar sem lítið vatnsmagn er notað og því minni hætta á að missa skipið á hliðina, ef eldur er ofarlega í skipinu, þar sem vatn á ekki greiðan aðgang út eða niður. Slökkvilið Vestmannaeyja hefur nýlega fest kaup á nýrri slökkvibif- reið, sem hefur reynzt mjög vel við slökkvistarf í skipum, enda búin mjög fullkominni háþrýstidælu. 289

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.