Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 14
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Fellshreppur og Óspakseyrarhreppur
verða Broddaneshreppur á ný
Hinn 1. janúar 1992 sameinast
Fellshreppur og Óspakseyrar-
hreppur í Strandasýslu, og nefnist
hinn sameinaöi hreppur Brodda-
neshreppur, en hrepparnir voru
einn hreppur, Broddaneshreppur,
til ársins 1886, er hreppnum var
skiptí núverandi hreppa. Árið 1703
hét hreppurinn Bitruhreppur, en
mun hafa fengið nýtt nafn á síðari
hluta 18. aldar.
Hinn 1. desember 1990 voru í
Fellshreppi 66 íbúar, en í Óspaks-
eyrarhreppi 46. Hafði íbúatalan þá
í fimm ár í röð verið undir 50, þeirri
lágmarkslbúatölu, sem sveitar-
stjórnarlögin frá 1986 kveða á um,
aö vera skuli í hreppi.
Aðdragandi sameiningarinnar er
stuttur, og ríkti mikil eindrægni um
hana í báðum hreppunum.
Samhliða hreppsnefndarkosn-
ingunum árið 1990 var kannaður
hugur íbúanna til mismunandi
kosta varðandi sameiningu, og
varð niðurstaðan sú, að meirihluti
íbúa I báðum hreppunum lýsti sig
hlynntan sameiningu þessara
tveggja hreppa.
Hinn 26. október sl. fór síðan
fram almenn atkvæðagreiðsla um
sameiningu hreppanna í þeim
báðum.
í Fellshreppi voru 47 á kjörskrá.
Af þeim greiddi atkvæði 31, eða
66%. Þar af voru 24 samþykkir
sameiningu, en 2 andvígir. Fimm
skiluðu auðum seðli. Samþykkir
sameiningu voru því 77,4% þeirra,
sem atkvæðisréttar neyttu.
Af 33 á kjörskrá í Óspakseyrar-
hreppi greiddu atkvæði 29, eða
rúmlega 80%. Samþykkir voru 24,
eða 82,8%, andvígir 4, og einn at-
kvæðaseðill var auður.
Sameiningin var því samþykkt í
báðum hreppunum með 48 atkv.
gegn 6, en 6 seðlar voru auðir.
„Hrepparnir
tveir hafa lengi átt
samstarf, m.a.
um grunnskóla á
Broddanesi, og
við erum að Ijúka
því verki, sem
fólkið í hreppun-
um ákvað, að
gert yrði", sagði
Einar Magnússon
í Hvítuhlíð, oddviti
Óspakseyrarhr., í
samtali við Sveit-
arstjórnarmál. „Við lítum björtum
augum til samstarfsins innan hins
nýja hrepps", bætti hann við.
Þrír menn voru í hreppsnefndum
hvors eldri hreppanna, en verða
fimm í nýju hreppsnefndinni, sem
tekur til starfa hinn 1. janúar 1992.
Til hennar hafa verið kjörnir:
Jón Gústi Jónsson, Steinadal,
Einar Magnússon, Hvítuhlíð, Einar
Eysteinsson, Broddanesi, Rögn-
valdur Gíslason, Gröf, og Gunnar
Sverrisson, Þórustöðum.
Sveitarstjórnir
Önnumst vöruinnkaup og útboðsþjónustu fyrir sveitarfélög,
skóla og heilbrigðisstofnanir.
Höfum fyrirliggjandi á lager ýmsar rekstrarvörur á mjög hagkvæmu verði,
meðal annars:
skrifblokkir - ljósritunarpappír - skjalaskápa - wc pappír - handþurrkur -
sorppoka - þveglagrindur og sköft - tölvur og tölvubúnað.
Móttaka pantana og nánari upplýsingar í síma 91-26844.
■)■ INNKAUPASTOFNUN
O RIKISINS .
BORGARTUNI 7,105 REYKJAVIK.
SÍMI 91-26844. TELEFAX: 91-626739.
260