Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 29
ÆSKULÝÐSMÁL
ef það gæti orðið til þess að nýta
betur þá fjármuni, sem varið er f
uppbyggingu.
Þegar svo mannvirkin eru komin
upp, þarf mannskap og fjármuni til
rekstursins.
Tveir grasvellir eru á íþrótta-
svæði sveitarinnar viö félagsheim-
ilið Árskóg. Þeir eru byggðir af
ungmennafélaginu meö styrk frá
sveitarfélaginu. Með því móti hefur
fengizt gífurleg sjálfboðavinna ein-
staklinga og vinnuvélaeigenda, og
eru því mannvirkin eign ung-
mennafélagsins, en ekki sveitarfé-
lagsins.
Öruggt má telja, aö með þessu
móti nýtist miklu betur allt sjálf-
boðastarf heldur en ef sveitarfé-
lagiö ætti og stæöi fyrir fram-
kvæmdunum. Samrekstur á sér
stað um skólahúsnæði og félags-
og Iþróttaaðstöðu inni, sem því
miður fylgir ekki eftir kröfum tímans
með vallarstærð og aöra aðstööu.
Lftil sundlaug er við félagsheim-
ilið, og var hún byggð í félagi
sveitarfélags og ýmissa félaga-
samtaka í sveitinni.
Varðandi rekstur allra þessara
mannvirkja hefur verið gert sam-
komulag við ungmennafélagið yfir
sumarmánuðina, en á veturna er
reksturinn undir stjórn skólastjóra.
Á sumrin er ráðinn framkvæmda-
stjóri, sem sér um reksturinn, fær
laun greidd úr sveitarsjóði, en í
staðinn sér ungmennafélagið um
sundlaugarvörzlu og hefur inn-
komu af lauginni. Það hefur öll
önnur afnot af húsi og mannvirkjum
fyrir félagið án endurgjalds. Þessi
framkvæmdastjóri sér um allt
mótshald og umsjón og merkingu
íþróttavalla og þrif sundlaugar og
annarra mannvirkja. Hagsmunir
beggja eiga að geta fariö saman.
Oll yfirstjórn er í höndum ung-
mennafélagsins, sem síöan verður
að virkja félagsmenn sem bezt til
hinna einstöku starfa f laugar-
vörzlu, rekstri söluskála við móts-
hald, hirðingu og merkingu
íþróttavallanna, hreingerningu á
sundlaug og íþróttasal, vörzlu
tjaldstæöa, við slátt og hirðingu á
grasbletti og allt annaö, sem til
fellur, eins og samræmingu á
mótshaldi og æfingum í hinum
ýmsu greinum íþróttanna.
Með þessu móti tel ég mögu-
leika á betri fjárhagsafkomu fé-
lagsins og betri tekjumöguleikum,
og um leið sparast fjármunir í
launagreiðslum sveitarfélagsins.
Því fjármagni er betur varið í
framkvæmdastyrki við áframhald-
andi uppbyggingu. Fjárhagsleg
ábyrgð yrði hjá ungmennafélaginu
eftir sem áður og mannvirkin eign
þess og undir stjórn þess.
Að lokum vildi ég gjarnan beina
því til sveitarstjórnarmanna, sem
a.m.k. í hinum dreifðu byggðum
landsins hafa vel flestir fengið sinn
félagsmálaskóla í ungmennafélög-
unum og skulda þeim e.t.v. upp-
eldið:
Getum við ekki tekið á móti
æskunni með uppbyggingu og
rekstri hinnar fjölbreyttu aðstöðu,
sem óskaö er eftir um þessar
mundir?
Virkjum unglingana sjálfa til for-
ystustarfa, margt getur áunnizt viö
það, s.s. betri nýting fjármuna,
æskilegri aðstaða og fullkomnari,
meiri ánægja fólksins, meiri og al-
mennari iðkun íþrótta, fleira fólk í
dreifbýlið, betra mannlíf.
HITAMAL
sem auðvelt er að leysa
BH hitablásararnir eru hljóðlátir,
fyrirferðalitlir, kraftmiklir og umfram
allt hlýlegir í viðmóti.
Hér cr íslensk framleiðsla með áraluga reynslu.
Bjóöum ráögjöf við uppsetningu, ásamt
fullkominni viðhaldsþjónustu.
Vandaður festibúnaður fylgir öllum
hitablásurumfrá okkur.
Traustur hhagjaB
BLIKKSMIÐJAN
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVÍK
SlMI: 91-685699
TÆKUIDEllD OJfk
275