Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 35
HÚSNÆÐISMÁL Stórum verr gekk þó aö fá svör um framkvæmdalániö, sem talið var næsta víst, að fengist. Synjun barst loks 3. júlí 1990. Upp úr áramótum leituöum viö ráða hjá Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Innkaupastofnunar ríkis- ins, sem verið hefir einn helzti hugmyndafræðingur Sunnuhlíðar- samtakanna í Kópavogi, en þau hafa unnið mikið stórvirki á þessu sviði o.fl. Ásgeir taldi tímasóun að bíöa svars húsnæðismálastjórnar og lýsti, hvernig þeir höfðu samið við Búnaðarbankann í Kópavogi um fjármögnun sinna bygginga. í framhaldi af því var leitað til Sparisjóðsins í Keflavík um fjár- hagsráðgjöf og að fjármagna bygginguna. Samningar við spari- sjóðinn gengu greiðlega, og var þeim lokið 16. marz 1990. Að þeim samningum geröum voru samningar við Húsanes sf. um að byggja þetta 26 íbúða hús undirritaðir og að því loknu tekin fyrsta skóflustunga. Allar framkvæmdir gengu snurðulaust, og hinn 14. septem- ber sl. var húsinu skilað öllu fullfrá- gengnu úti sem inni. Malbikað bílastæði meö snjó- bræöslubúnaði fylgir hverri íbúð. Úti er stór sólpallur með heitum potti o.fl. Húsið er fjórar hæðir, sjö íbúðir á hverri hæð nema þeirri efstu, þar sem eru fimm íbúðir. íbúðirnar eru að stærð frá 62 til 92 fermetrar nettó, en með sameign 83 til 119 fermetrar brúttó. Ein lyfta er í hús- inu. Öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara. Þar er einnig sameiginlegt þvottahús, sorpgeymsla og bíla- geymsla fyrir sjö bíla, og var rými fyrir hvern bíl selt sérstaklega. Á efstu hæð er 70 fermetra salur, vel búinn húsgögnum, sjónvarpi af beztu gerð o. fl. til afnota fyrir íbú- ana alla saman eða einkaveizlu- halda þeirra, ef með þarf. Fullkomið brunavarnakerfi er í húsinu. Sjónvarpsdyrasfmi og neyöarhnappur eru í öllum íbúð- um. Ennfremur gervihnattamót- takari fyrir sjónvarp. Frá afhendingu hússins. Á myndinni eru. talið frá vinstri, forsvarsmenn Húsaness sf. þeir Hattdór Ragnarsson og Margeir Þorgeirsson, og Ólafur Björnsson, greinarhöfund- ur, lengst til hægri. Myndin er tekin við málverk, sem Húsanes sf. gaf félaginu í tilefni af afhendingu hússins. Sparisjóðurinn í Keflavík sér um allar fjárreiður fyrir húsfélagið. Greitt er, svo sem venja er, í sam- eiginlegan sjóð fyrir rekstur og auk þess framlag til væntanlegs viö- halds inn á bundna sparisjóðs- bók. Aö allra dómi hefir vel tekizt til með byggingu hússins og þaö talið með þvf vandaðasta, sem gerist með hliöstæð hús. Aö öllu meðtöldu er kostnaður- inn rúmar kr. 80.000 á hvern ferm. Grunnverð breyttist aöeins sam- kvæmt vísitölu frá byrjun. Verð íbúðanna er aðeins breytilegt eftir gólfefnum o.fl., sem nokkurt val var um. Á aukafundi ( Byggingasam- vinnufélagi aldraðra á Suðurnesj- um þann 26. október var sam- þykkt að slíta félaginu. Síöan var haldinn stofnfundur í Byggingar- félagi eldri borgara á Suðurnesj- um (BES). í samþykktum nýja fé- lagsins eru kvaðir við Hús- næöisstofnun ríkisins felldar út og hennar að engu getiö. Félagar í BSAS geröust félagar í BES með sömu réttindum. BES yfirtók allar kvaðir og eignir BSÁS, og á næstunni verður hafizt handa um byggingu á 24 íbúöa húsi á bezta stað í bænum í samstarfi við sömu aðila án nokkurra afskipta Hús- næöisstofnunar. Heima er bezt. LP þakrennur i 0 x**' w ' Þola allar veðurbreytingar LP þakrennukerfið frá okkur er samansett úr galvanhúðuðu stáli, varið plasti. Styrkurinn í stálinu, endingin í plastinu. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILD <«** SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 281

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.