Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 50
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
Guðmundur Reynir
Jóhannesson
sveitarstjóri í Ytri-
Torfustaðahreppi
Guömundur
Reynir Jóhannes-
son, viðskipta-
fræöingur, hefur
veriö ráðinn sveit-
arstjóri Ytri-Torfu-
staðahrepps í
Vestur-Húna-
vatnssýslu frá 1. október. Þar hef-
ur ekki verið sveitarstjóri áður.
Reynir er fæddur 13. júní 1958,
og eru foreldrar hans Helga Jó-
hannesdóttir og Jóhannes Björns-
son, bóndi og fv. oddviti Ytri-
Torfustaðahrepps.
Reynir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1978 og. kandídatsprófi í við-
skiptafræöi frá Háskóla íslands
árið 1985. Hann starfaði jafnhliða
og að lóknu námi, 1987, á Endur-
skoðunarskrifstofu Geirs Geirs-
sonar og hjá Löggiltum end-
urskoðendum hf. árin 1987 til
1990.
Reynir er ókvæntur og barn-
laus.
Aðalsteinn Sigfús-
son félagsmálastjóri
í Kópavogi
Aðalsteinn Sig-
fússon, sálfræð-
ingur, tók við
starfi félagsmála-
stjóra í Kópavogi
hinn 21. júlí sl.,
og er hann ráðinn
til eins árs, eða til
þess tíma, er leyfi
Braga Guðbrandssonar, félags-
málastjóra, rennur út, en hann
gegnir nú starfi sem aðstoðarmað-
ur félagsmálaráðherra.
Aðalsteinn er fæddur á Þórs-
höfn, og voru foreldrar hans Guð-
rún Aðalsteinsdóttir frá Brautarhoiti
í Dölum og Sigfús Jónsson frá
Miðbæ í Norðfirði, kaupfélagsstjóri
á Þórshöfn og síðar deildarstjóri
hjá SÍS í Reykjavík.
Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1973, BA prófi í sálfræði frá Há-
skóla íslands 1977 og embættis-
prófi í sálfræði frá Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð árið 1981.
Að námi loknu starfaði Aðal-
steinn í eitt ár við geðsjúkrahúsið í
Vástervik í Svíþjóð og veturinn
1982 til 1983 sem skólasálfræð-
ingur í Reykjavík. Frá vorinu 1983
til loka síðasta árs var hann yfirsál-
fræðingur Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur, en hefur rekið eigin
sálfræöistofu síðan. Aðalsteinn
hefur mestmegnis starfaö að
barnaverndarmálum, og hefur
hann m.a. gert rannsókn á sifja-
spellsmálum, er bárust Félags-
málastofnun frá árinu 1983 til marz
1990.
Kvæntur er Aðalsteinn Sólveigu
Friðbjarnardóttur, hjúkrunarfræð-
ingi og Ijósmóður, og eiga þau tvö
börn, dreng og stúlku.
Indriöi A. Kristjáns-
son félagsmálastjóri
á ísafirði
Indriöi A. Krist-
jánsson hefur
verið ráðinn fé-
lagsmálastjóri
ísafjarðarbæjar
frá 12. ágúst sl.
Hann er fæddur
á ísafirði 27. apríl
1951, og eru foreldrar hans Jóna
Örnólfsdóttir og Kristján J. M.
Jónsson, fyrrum ýtustjóri á (safirði.
Indriði stundaði nám í Mennta-
skólanum á Akureyri og í Tækni-
skóla íslands um skeið, en hætti í
báðum skólum vegna veikinda.
Hann lauk prófi [ vélvirkjun frá Iðn-
skóla ísafjaröar 1974, prófi í guð-
fræði frá kristniboðsskóla í Ed-
monton í Kanada 1978 og B.A.
prófi í guðfræði frá framhaldsskóla
í Brezku Kólumbíu 1984.
Hann hóf starf sem sérlegur er-
indreki hjá Hvítasunnuhreyfingunni
á íslandi 1984 og starfaði síðan við
fræðslu- og safnaðarmál til ársins
1988, er hann tók við stjórnun
Biblíuskóla hvítasunnumanna og
Alþjóðlega bréfaskólans.
Eiginkona Indriða er Carolyn R.
Mercer Kristjánsson frá Maple
Ridge B.C. í Kanada, og eiga þau
tvö börn, dreng og stúlku.
Ólafur Briem
bæjarritari í
Kópavogi
Ölafur Briem,
hagfræðingur,
hefur verið ráðinn
bæjarritari Kópa-
vogsbæjar frá 1.
nóv. sl. Hann er
fæddur í Reykja-
vík 27. desember
árið 1962, og eru foreldrar hans
Edda Jónsdóttir, skrifstofumaður
hjá íþróttasambandi íslands, og
Ölafur Briem, deildarstjóri hjá
Flugleiðum hf.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla íslands árið 1982,
prófi í viðskiptafræði frá Háskóla
Islands 1986, P.G. Diploma I þjóö-
hagfræði frá Warwickháskóla (
Englandi 1987 og M.A. prófi í
þjóðhagfræði frá sama skóla árið
1988. Hann hefur starfað sem sér-
fræðingur í peningamáladeild
Seðlabanka íslands frá byrjun árs
1989 og auk þess verið stunda-
kennari við Verzlunarskóla íslands
og prófdómari í Háskóla íslands.
Hann hefur starfað í stjórn Sam-
bands (slenzkra námsmanna er-
lendis (SÍNE) frá árinu 1990 og var
formaður sambandsins 1991.
Unnusta Ólafs er Sigrún
Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðinemi.
296