Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 6
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
STARF NEFNDAR UM
SKIPTINGU LANDSINS
í SVEITARFÉLÖG
SIGFÚS
JÓNSSON
LAND-
FRÆÐINGUR
^„TIL þess að geta uppfyllt^
ÞÆR KRÖFUR, SEM
NÚTÍMASAMFÉLAG GERIR,
ÞURFA SVEITARFÉLÖG AÐ
VERA AF VISSRI
v LÁGMARKSSTÆRГ >
INNGANGUR
Verulegur árangur hefur náðst í stækkun og eflingu
sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaga í
nágrannalöndunum undanfarna áratugi. Sambærileg-
ur árangur hefur ekki náðst hér á landi, m.a. vegna
skorts á markvissri löggjöf.
Ný sveitarstjórnarlög voru samþykkt árið 1986. í
lögunum eru ákvæði um, að lágmarksíbúatala í sveit-
arfélagi sé 50. Síðan lögin voru sett hafa sveitarfélög
verið sameinuð í 14 tilfellum og sveitarfélögum verið
fækkað um 22. Þau eru nú alls 201. í lögunum frá 1986
segir, að ráðuneytið geti, að fenginni umsögn Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, sett almennar reglur
þess efnis, að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veiti fjár-
hagslega aðstoð til þess að greiða fyrir sameiningu
sveitarfélaga. Reglur um slíkt voru settar af félags-
málaráðherra 30. júní 1987. Einnig er í reglugerð um
jöfnunarsjóð nr. 542/1989 að finna ákvæði, er hvetja til
stækkunar sveitarfélaga.
Hinn 8. janúar 1991 skipaði félagsmálaráðherra
nefnd til þess að gera samræmdar tillögur um æski:
legar breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög. í
skipunarbréfi nefndarinnar er tekið fram, að ekki skuli
einungis miðað við einhverja lágmarksíbúatölu í sveit-
arfélagi, heldur einnig, að hvert sveitarfélag verði eitt
þjónustusvæði, sem geti myndað sæmilega sterka fé-
lagslega heild. Einnig var nefndinni ætlað að kanna,
hvort samstaða gæti náðst um slíkar hugmyndir og að
gera tillögur um æskilega skiptingu landsins í sveitar-
félög. í skipunarbréfinu er óskað eftir því, að nefndin
Ijúki störfum fyrir 1. október 1991.
í nefndina voru skipuð:
Sigfús Jónsson, landfræðingur, formaður,
Ásgerður Pálsdóttir, bóndi í Engihlíðarhreppi,
Birgir Þórðarson, oddviti Eyjafjarðarsveitar,
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavik,
Guðmundur Ágústsson, alþingismaður, Reykjavík,
Jens P. Jóhannsson, rafvirkjam., Biskupstungum,
Jón Kristjánsson, alþingismaður, Egilsstöðum,
Kristinn Pétursson, alþingismaöur, Bakkafirði,
Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, Stokkseyri,
Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður, Reykjavík
Sveinn G. Hálfdánarson, innheimtustj., Borgarnesi.
Þá hefur Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu, starfað með nefndinni.
ÁFANGASKÝRSLA
Nefndin lagði fram áfangaskýrslu hinn 1. október sl.,
sem kynnt hefur verið meðal sveitarstjórna og samtaka
þeirra. Að lokinni umfjöllun fulltrúaráðs Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga um skýrsluna á fundi 23. nóv-
ember vinnur nefndin nú úr athugasemdum og
ábendingum fulltrúaráðsins og skilar síðan endanlegri
skýrslu.
Viðræður nefndarinnar við sveitarstjórnir og athugun
á gögnum frá nágrannalöndunum hafa leitt til þeirrar
252