Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 32
UMHVERFISMÁL
engin endurvinnsla eigi sér stað og
því of mikið magn af sorpi og úr-
gangi til förgunar. Að lokum er í
skýrslunni talið, að skýrari leikregl-
ur og fræðslu vanti.
Þetta er staðan um þessar
mundir. Við erum því sem næst á
byrjunarreit. Reglur eru í mótun,
engin allsherjarsamþykkt eða
stefnumótun þeirra, sem eiga að
bera ábyrgö á sorphirðu, liggur
fyrir. Jafnvel liggur ekki fullkom-
lega fyrir, hverjir eigi að bera
ábyrgð á sorphirðu, ef t.d. viðkom-
andi byggðarlag getur fjárhags-
lega ekki borið kostnað við að eyða
eða fjarlægja úrgang í samræmi
við þær kröfur, sem kunna að
verða gerðar.
Hér er mikil undirbúningsvinna,
rannsóknar- og þróunarvinna
óunnin. Mikilvægt er, að slik undir-
búningsvinna sé unnin, áður en
lengra er haldið. Nauðsynlegt er
að byggja slíka undirbúningsvinnu
á sterkum grunni og að unnið sé
skipulega að því að ná settu marki
með það sem takmark að ná sem
BH hitablásararnir eru hljóðlátir,
fyrirferðalitlir, kraftmiklir og umfram
allt hlýlegir í viðmóti.
Hér er íslensk framleiðsla með áratuga reynslu
Bjóðum ráðgjöf við uppsetningu, ásamt
fullkominni viðhaldsþjónustu.
Vandaður festibúnaður fylgir öllum
hitablásurum frá okkur.
Traustur hhagjaG
BLIKKSMIÐJAN
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVlK
SÍMI: 91-685699
5
8
■
lægstum kostnaði við sorphirðu.
Þessu markmiði má meðal annars
ná með því að hámarka endur-
vinnslu og aö hagkvæmustu
lausnir séu valdar til sorphirðu í
hverju byggðarlagi um sig.
í þessu sambandi er rétt að
benda á, að hagstætt getur verið,
að gerðar séu tilraunir með fleiri en
eina aðferð, annaðhvort í einu ein-
stöku byggðarlagi eða sameigin-
lega með nokkrum byggðarlög-
um.
Til að ná þessu lágmarks kostn-
aðarmarkmiði virðist hagkvæmast,
að þau sveitarfélög, sem nú þegar
hafa ekki komið sér upp viöur-
kenndri sorphirðingu, sameinist
um að láta vinna alla nauðsynlega
undirbúningsvinnu. Ástæðan er
meðal annars sú, að mjög Ifklegt
er, að þær iausnir, sem yrðu þró-
aðar með slíkri undirbúningsvinnu,
myndu geta hentað á fleiri en ein-
um stað, jafnvel mjög víða. Þetta á
sérstaklega við, þar sem úrgangur
er hliðstæður, t.d. mikil fiskvinnsla,
og landfræðilegar aðstæður eru
svipaðar. Með þvf að sameinast
um þetta undirbúningsverkefni
mundu sveitarfélögin spara sér
mikinn kostnað við undirbúnings-
vinnuna og jafnframt geta ráðizt í
mun vandaðri undirbúningsvinnu
með sameiginlegu átaki. Ýmis
mannvirki og búnaður, sem nauð-
synlegt er að hanna og kaupa
vegna þessara mála, yrði ódýrari,
ef mannvirki eftir sömu teikningu
eru reist á fleiri en einum stað eða
jafnvel boðin út í pakka og ef bún-
aður, t.d. sorpbrennslur, er boðinn
út í pakka fyrir mörg byggðarlög í
einu.
Með sameiginlegri undirbún-
ingsvinnu yrði ekki rasað um ráð
fram og rokið í lausnir, sem gætu
verið hagkvæmar til skamms tíma,
en mjög óhagkvæmar, þegar til
lengri tíma væri litiö. Auk þess er
nokkuð Ijóst, að minni byggðarlög
ættu af fjárhagsástæðum þess
engan kost ein sér að kaupa fyrsta
flokks ráðgjafarþjónustu til undir-
búningsathugana og yrðu því að
standa að sínum málum með ófull-
komnum hætti, sem hugsanlega
endaði með allt of háum kostnaði
278