Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 37
ÍSLANDSSAGA
innfrá (það var Svarfaðardalur). Item: Glúmur varð
héraðssekur úr Eyjafirði og skyldi ekki nær búa en í
Hörgárdal, það var á Möðruvöllum I Hörgárdal. Item:
Þeir gjörðu hann sekan svo vítt sem vötn flóðu til
Skagafjarðar, það var héraðssekt. Hér af má ráða, að
hérað hafa þeir kallað þó minna sé en öll sýsla, heldur
svo sem hvern víðemisfjörð, þar vötn flóa að af heiðum
og hálsum. En þar sem heyrist til lagamála, að þær
greinist, önnur í landsb(rigðabálk), önnur í kaupab(álk),
komi vatnsföll í sveitir er hvomg nærri. Ekki er skylt að
ganga á merki, þar sem fjöll eru, þau sem vatnsföll
deilast (af) milli héraða. Item um kröfu fjár. Item um
votta innan héraðs, þá skal skapa þeim leiðarlengd. Hér
talar um þau vötn, sem deilast eða skiptast sundur á
hálsum og heiðum og renna tvo vegu út til héraðanna.
Þetta má ráða af gömlu, svo sem þegar segir: Þrjár
hrossreiðir eru þær skóggang varðar. Ein ef maður ríður
svo, að þrír bæir em á aðra hönd og hann ríður um þá,
önnur ef maður ríður um fjöll þau, er vatnsföll deilast
af milli héraða, þriðja ef maður ríður á milli landsfjórð-
unga. Item ef hross kemur að manni í óbyggðum og
varðar manni ekki eftirrásin, ef hann heftir á næsta bæ,
þó það renni fjórðunga á milli eða um heiðar þær, er
vatnsföll deilir af á tvo vegu milli staða. Hér er að
merkja svo sem að heiðar eigi að skilja hémðin sem víst
vitum á landi voru em margar heiðar í einni sýslu og
skilst mér, að ekki muni eins byggðar mörgum verið? í
Noregi (sem þessi lög sett vom), svo sem hér með oss
á þessu öræfalandi. Hér meina ég hérað verði að heita
eftir fyrstu glósu, sem ég framsetti, af her eða hersis-
dæmi, þó heiðar séu þar inni eða stórhálsar með vatns-
falladeilingu á tvo vegu til sveitanna og koma þar að
smærri? meiningu og orðtökum þingmanna, sem er fyrst
Skarösá i Sæmundarhlið í Skagafiröi, sem Björn á Skarösá er
kenndur viö. Býiiö er nú i eyöi. Ljósm. Jón Karl Snorrason.
um lagastefnur. Vom hálfsmánaðar stefnur utan hrepps
en innan héraös, þá mánaðar stefnur utan héraðs en
innan fjórðungs. Hér skiptir ekki smærra um en frá
hrepp til héraðs, frá héraði til fjórðungs. Til styrktar því
sem talað var, lénsmenn í héraði og prófastar í héraði.
HvaðJylki var kallað að fomu
Það hefur nafn af fólki. Það kalla Norðmenn fylki,
sem í eru 12 skippund með vopnum og mönnum og á
einu skipi væri 40 menn eða 70? og þar á milli, ekki var
fylki kallað nema 40 í væm.
Fólkungar vom þeir kallaðir, er fylkjum réðu eða
fylkingum stýrðu, hvað sama er fýlki eða lendsmanns-
dæmi eða hersis, og 12 löghreppar í fylki, og gjörðu svo
hvort? eitt skip ferðugt í leiðangri og hvor einn lög-
hreppur. Um fjórðunga er ekki að tala. Þórður gellir
skipti sundur fjórðungum á íslandi.
Nokkur orð um höfundinn og ritgerðina
Björn Jónsson (1574-1655) ólst upp hjá Sigurði
sýslumanni Jónssyni á Reynistað og fékk þar menntun
nokkra, en ekki gekk hann í skóla. Björn bjó um hálfrar
aldar skeið á Skarðsá og er jafnan kenndur við þann
bæ. Hann var lögréttumaður um skeið. Björn er einn
afkastamesti og virtasti fræðimaðurinn frá fyrri hluta
17. aldar og þá ekki sízt, ef tekið er tillit til þess, aö
hann stundaöi einnig búskap um hálfrar aldar skeið.
Merkustu rit hans eru Skarðsárannáll, Tyrkjaránssaga,
Grænlandsannáll og Skarösárbók Landnámu. Auk
þess hafa margar smáritgeröir Björns varðveitzt og
ýmsar afskriftir af öðru tagi. Rímur orti Björn, en ekki
hafa þær verið gefnar út.
Um byggðanöfn, hvaðan þau hafa sinn uppruna og
þeirra ráðning er ein af smáritgerðum Björns. Ritgerö
þessi mun fyrsta tilraunin til að skýra uppruna héraðs-
stjórnarumdæma á íslandi og nöfn þeirra. Björn styðst
auösjáanlega mikið við lögbækur, bæði Grágás og
Jónsbók, og vitnar raunar stundum til þessara heim-
ilda á spássíum. Hann hefur einnig stuözt við Víga-
Glúmssögu og Svarfdælu og Odd munk og vitnar til
þessara heimilda. Björn staðhæfir, að 12 löghreppar
hafi verið I lendsmannsumdæmi að fornu, en þaö telur
hann hafa jafngilt héraöi. Hann rekur upphaf þessa
skipulags til skipreiðunnar norrænu. Björn er stundum
óþarflega stuttorður, til dæmis er hann getur um, aö
eitthvað sé héraðsrækt í fardögum, en nefnir ekki, að
ákvæðið varðar kú.
Ritgeröin er varðveitt í handritadeild Landsbóka-
safns og ber safnnúmerið IB 122 8 .vo Handritið er
samkvæmt skrám Landsbókasafns taliö skráð um
1660 og er því ekki frumrit. Það er máð á stöku stað
og þaö svo, að ekki er Ijóst, hvað þar stendur. Slíkir
staðir eru hér auðkenndir meö spurningarmerki. Rit-
gerðin er aö mestu færð til nútíðarmáls. Orðum er
stundum skotiö inn af undirrituðum til skýringar, en
þau eru innan sviga.
Ég vil þakka starfsmönnum handritadeildar, Eiríki
Þormóðssyni og Ögmundi Helgasyni, fyrir mikilsverða
aðstoð við aö rýna I máða staöi og leysa úr böndum.
Lýður Björnsson
283