Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 24
SAMTALIÐ Frá landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 1990. Ljósm. Jón Karl Snorrason. þar sem gestum er m.a. boðið á hestbak. í nágranna- hreppunum eru einnig feröaþjónustubændur. Við Varmahlíð er fyrirtækið Hestasport, sem skipuleggur hestaferðir bæði um næsta nágrennið og um hálendið. Erlendir ferðamenn sækja hingað hestamannamót, og er þess skemmst að minnast, að heilir flugfarmar af evrópskum hestamönnum hafa komið á hestamanna- mót á Vindheimamelum, sem eru í Lýtingsstaðahreppi, um 12 km frá Varmahlíö. Feröaþjónustan á eftir að lyfta staönum og héraðinu, ef vel er að staðiö. Er nú unniö aö því, að svo verði." - Er skipulega unnið að skógrækt viö Varmahlíö? „Skógræktarfélag Skagfirðinga hefur unnið að skógrækt í Varmahlíð frá þvi að það var stofnað árið 1935, en byrjaö var að planta í hllðina upp úr 1930. Skógrækt ríkisins rekur nú skógræktarstöö viö Varma- hlíð, annast plöntuuppeldi og selur plöntur. Trjágróður veröur með hverju árinu, sem líöur, meira og meira áberandi á staðnum, og almennur áhugi er á skóg- rækt í Skagafirði." - Hefur verið skipulögð meiri byggð í Varmahlíð en nú er þar? „Já, til er staðfest skipulag af Varmahlíð frá árinu 1963. Þá var skipulögð íbúðarhúsabyggð sunnan fé- lagsheimilisins Miðgarðs, og þar eru nú margar íbúð- arhúsalóðir tilbúnar til byggingar. Hreppsnefndin hef- ur m.a. tekið frá lóð undir íbúöir aldraðra og hefur hug á, að hún verði fljótlega nýtt sem slík." - Er næg atvinna fyrir þá, sem búa á staðnum? „Já, en þeim málaflokki mætti þó sinna betur. Sannleikurinn er sá, að hver hreppur f núverandi stærö er vanmegnugur í sambandi við atvinnumál. Tveir hreppar í Skagafirði, Seyluhreppur og Lýtingsstaða- hreppur, eiga aðild aö átaksverkefninu „Framtaki", sem verið er að hrinda úr vör meö hreppum Austur- Húnavatnssýslu, en mér þykir einsýnt, aö stærri hreppur gæti staðið mun betur aö uppbyggingu í at- vinnumálum en núverandi hreppar hver um sig.“ - Hvernig verður framtíðarhreppaskipan í Skagafiröi? „Þaö er nú varla þorandi að segja mikið um það. Menn eru svo varkárir í þeim efnum. Ég vil helzt sjá sameiningu hreppanna veröa með þeim hætti, aö heimamenn eigi sem allra mest frumkvæði um hana. Við viljum ráða okkar málum sjálfir. Ég vil sjá samein- ingu til að byrja með verða í svipuðu formi og sett var fram í leið 1 í skýrslu nefndarinnar, sem fjallar um nýja skiptingu landsins f sveitarfélög, að sveitarfélögin sameinist um byggðarkjarna eins og kominn er vísir að í Varmahlíð. í Skagafirði yrðu þá þrjú sveitarfélög, þ.e. Sauðárkrókur og nágrenni, hrepparnir hér í inn- héraðinu og síðan hrepparnir kringum Hofsós. Hér- aðsnefnd Skagfirðinga annast síöan almannavarnir, brunamál og fleiri verkefni, sem eru sameiginleg sýslunni, m.a. í.fræðslu- og heilbrigöismálum. Hún fer með byggingar- og skipulagsmál, atvinnumál og öl- drunarmál, og munu héraðsnefndir óvíða vera virkari en hér. Þessi mál eru nú mjög í deiglunni, og fyrir dyrum stendur hjá okkur að halda fund um þessi mál öll. Trúlega mótast hann af varkárni um framvindu mála, en ég held samt, að þrjú sveitarfélög í Skagafirði sé það, sem koma skal." U.Stef. Varmahlíð á tungu skáldanna Miklar vonir voru bundnar við þá uppbyggingu, sem til stóð í Varmahlíð á árunum 1936 til 1940. Vfgsla sundlaugarinnar 27. ágúst árið 1939 varð héraðshátíð í orðsins fyllstu merkingu, og var talið, að á tíunda hundraö manns hefðu verið á hátíðinni. Margar ræður voru haldnar og „sungið öðru hvoru um daginn", eins og Stefán Vagnsson segir í Árbók Skagfirðinga, þar sem hann segir frá vígsluhátíö sundlaugarinnar. Hátíðinni barst m.a. svofellt skeyti frá Hannesi J. Magnússyni, þáv. kennara á Akureyri: Megi æskan alla tlö eiga sumar, vetur viö þitt hjarta, Varmahlíö, votdugt menntasetur. 270

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.