Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 9
SAMEINING SVEITARFÉLAGA sem orðið hafa á samgöngum og byggð í landinu. Við þá breytingu, að sýslunefndir voru lagðar niður og að stofnaðar voru héraðsnefndir með aðild kaupstað- anna, breyttust einnig forsendur fyrir sýslumörkum. Nú eru sýslur fyrst og fremst þjónustuumdæmi sýslu- manna, en hvorki lögbundið samstarfssvæði sveitar- félaga né umdæmi dómstóla. Það verður að teljast eðlileg þróun, að mörk sýslna breytist eins og annað í þjóðfélaginu, t.d. þannig, að þau falli saman við þjón- ustusvæði þess þéttbýlisstaðar, sem er aðsetur hlut- aðeigandi sýslumanns/bæjarfógeta. 8. Of mörg samstarfsverkefni? Vegna fámennis sveitarfélaga hafa mörg þeirra valið þann kost aö taka upp samstarf við nágrannasveitar- félög á sem flestum sviðum. Hjá sumum fámennum sveitarfélögum, einkum þeim, sem liggja nærri þétt- býli, eru samstarfsverkefnin orðin svo mörg, að nær engin úrlausnarefni eru eftir, sem sveitarstjórnin sér um aö leysa ein og sér. Sveitarstjórnin velur fulltrúa úr sveitarfélaginu til þátttöku í stjórnum og nefndum um einstök samstarfsverkefni og framselur þannig í raun vald sitt, þótt ekki sé með formlegum hætti gert. Dæmi eru um, að allt að 70-80% af útgjöldum fámennra sveitarfélaga sé ráðstafað í samstarfsverkefni og því nánast engin sjálfstæð verkefni eftir hjá sveitarfélag- inu. Samstarf er gott að vissu marki, en þegar sam- starfsverkefnin eru orðin mjög mörg, er í raun eðlilegra að sameina viðkomandi sveitarfélög. 9. Lækkun kostnaðar við stjórnsýslu og þjónustuverkefni sveitarfélaga Slæm fjárhagsstaða fámennustu þéttbýlissveitarfé- laganna, t.d. 300-500 íbúa, stafar m.a. af því, að íbú- arnir krefjast sams konar þjónustu og mannvirkja og í fjölmennari bæjarfélögum. Hins vegar byggja þessi sveitarfélög oft mannvirki eða veita þjónustu, sem nýtist heilu héraði án þátttöku annarra sveitarfélaga í héraöinu, t.d. höfn, sundlaug, íþróttahús, slökkvistöð o.fl. Ef mörk sveitarfélaga og þjónustusvæða fara saman, greiða þeir, sem njóta, en ekki bara hluti íbú- anna. Meö stærri sveitarfélögum gefast einnig mögu- leikar á hagræðingu í rekstri einstakra þjónustuþátta, t.d. með fækkun stofnana eða aukinni verkaskiptingu milli sams konar stofnana. Dæmi eru um, að þéttbýlis- sveitarfélög, sem liggja hlið við hlið, hafi byggt upp tvöfalt þjónustukerfi með tilheyrandi kostnaði, en slíkt mætti skipuleggja betur með sameiningu þeirra. 10. Tekjur sveitarfélaga Tekjumöguleikar sveitarfélaga eru mjög mismun- andi. Allt þar til f árslok 1989 var sveitarfélögum mis- munað hvað snerti möguleika á tekjum af aðstöðu- gjaldi vegna mismunandi samsetningar atvinnulífs. Sveitarfélög hafa lent í því, að undirstööufyrirtæki í byggðarlaginu hafi ekki staðið skil á opinberum gjöld- um og sveitarfélagið síðan verið neytt til þess að breyta skuldinni í hlutafé. Mismunandi möguleikar sveitarfélaga til tekjuöflunar valda því, að þau, sem bezt eru sett að þessu leyti, eru yfirleitt mótfallin sam- einingu við nágrannasveitarfélög. Með stækkun sveit- arfélaga myndu þau, sem bezt eru sett varðandi tekjuöflun, falla inn í stærri heildir, og þannig myndi draga úr þeim ójöfnuði, sem er í möguleikum sveitar- félaga til tekjuöflunar. 11. Atvinnumál Með bættum samgöngum hefur atvinnusókn milli sveitarfélaga aukizt gríðarlega. Þannig er mjög al- gengt, að fólk, sem býr í næsta nágrenni þéttbýlis- staða, sæki þangað vinnu daglega. Þetta fólk hefur e.t.v. ekki aðgang að leikskólum fyrir börnin sín eða annarri þjónustu, sem þéttbýlissveitarfélagið veitir, vegna búsetu í öðru sveitarfélagi. Einnig er algengt, að fólk sæki daglega vinnu milli nærliggjandi þéttbýlis- staða. Þá eru dæmi um, að vinnusvæði verkalýðsfé- laga, sem miöast viö sveitarfélög, hindri atvinnusókn milli sveitarfélaga, t.d. úr Borgarnesi á Grundartanga. Sveitarfélögin verða að aðlaga sig breyttum aðstæð- um með því að gæta þess, að mörk sveitarfélaga séu dregin með hliðsjón af atvinnusvæðum. 12. Áhrif á byggðarþróun Ef sveitarstjórnarstigið yrði styrkt með fækkun og stækkun sveitarfélaga, myndi það efla staðbundið vald og þar með treysta byggð í landinu. Núverandi skipting landsins í fjöldamörg vanmáttug og fámenn sveitarfélög styrkir miðstjórnarvald ríkisins, en veikir staðbundið vald. Samanburður við hin Norðurlöndin sýnir þetta glögglega, þvi þar er hlutur sveitarfélaga í samneyzlunni meiri og ríkisins minni. Vegna smæðar sveitarfélaga á íslandi er ekki mögulegt að fela þeim fleiri verkefni sem neinu nemur. REYNSLA SAMEINAÐRA SVEITARFÉLAGA Reynsla sveitarfélaga, sem sameinazt hafa á und- anförnum árum, er yfirleitt mjög góð. í viötölum viö forsvarsmenn þessara sveitarfélaga kom fram, að enginn þeirra vildi stiga skrefiö til baka. Allir töldu þetta betra fyrirkomulag en það, sem var fyrir sameiningu. Fram kom, að tilfinningamál íbúanna voru oft erfið, því þeir áttuðu sig ekki nægilega vel á því, að fyrst og fremst var verið að sameina stjórnsýslu gömlu sveitar- félaganna. Reynsla sveitarfélaganna er sú, að stjórn- sýslan verður auðveldari og markvissari með samein- ingunni, sem gefur möguleika á betri þjónustu við íbúana og hagræðingu í rekstri og fjárfestingu. Þau hafa þannig orðið að betri sveitarfélögum en þau áður voru. Reynslan af kosningum í sveitarstjórn og nefndir er sú, að mikið jafnræði hefur ríkt milli hinna gömlu sveitarfélaga í hinni nýju sveitarstjórn hvað fulltrúa- fjölda snertir og sveitarstjórnarmenn verið fljótir að til- einka sér að hugsa um hag alls sveitarfélagsins, en ekki einungis síns gamla hrepps. 255

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.