Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 44
FJÁRMÁL
Breytingar á nokkrum útgjalda-
li&um á fjárhagsáætlunum milli
áranna 1991 og 1992
Upplýsingar liggja nú fyrir um
breytingar á nokkrum föstum út-
gjaldaliðum á fjárhagsáætlunum
sveitarfélaga milli áranna 1991 og
1992, og fara þær hér á eftir.
Framlög til
umferðarskólans
Framlag sveitarfélaga til umferö-
arskólans Ungir vegfarendur árið
1991 var 288 krónur á hvert barn
á aldrinum 3 til 7 ára að báðum
árum meðtöldum. Samkvæmt
upplýsingum frá Umferðarráði
verður framlagið á árinu 1992 sem
svarar 318 krónum á hvert barn í
þessum aldursflokki I sveitarfélag-
inu hinn 1. desember 1991. Öll
börn á aldrinum 3 til 7 ára njóta
LP þakrennur
fylgihlutir
LP þakrennukerfið f rá okkur er
heildarlausn. Níðsterkt, fallegt,
endist og endist.
Verðið kemur þér á óvart.
Leitið upplýsinga
BUKKSMIÐJAN
M M \ SMIÐSHÖFÐA 9
$ 112 REYKJAVÍK
| IBIIIliIEl SIMI 91-685699
leiðsagnar umferðarskólans varð-
andi umferðarmál.
Orlof húsmæöra
Sveitarfélögum ber að greiða
árlega framlag til þess að standa
straum af kostnaði við orlof hús-
mæðra, og skal framlagið greitt
orlofsnefnd viðkomandi orlofs-
svæðis fyrir 15. maí ár hvert.
Fjárhæðin tekur breytingum eftir
vísitölu framfærslukostnaðar eins
og hún er í febrúar ár hvert og er
lágmarkskrónutala á hvern íbúa.
Árið 1991 var framlagið krónur
36,71 á íbúa, og var miðað við
visitölu framfærslukostnaðar 1.
febrúar það ár, sem var 150,0 stig.
Framreikna þarf framlagið fyrir
1992 með vísitölu framfærslu-
kostnaðar eins og hún verður 1.
febrúar 1992. Ef vísitalan verður
t.d. 162,0 stig, yrði orlofsframlagið
kr. 36,71 x 162,0 : 150,0 = 39,65.
Bjargró&asjóösgjald
Samkvæmt lögum um Bjarg-
ráðasjóð nr. 51/1972 og síðari
breytingum skv. lögum nr. 110/
1976, 41/1977 og 57/1980 ber
sveitarfélögum að greiða árlega
framlög til sjóðsins. Árið 1991 var
framlagið 74,08 krónur á hvern
íbúa miðað við vísitölu framfærslu-
kostnaðar 1. janúar 1991. Verði
framfærluvísitalan 161 stig 1. jan-
úar 1992, yrði framlagið fyrir árið
1992 79,78 krónur á hvern íbúa.
Lógnnarksframlag til
almenningsbókasafna
Lágmarksframlag sveitarfélaga
til almenningsbókasafns fer eftir 8.
gr. laga nr. 50/1976 um almenn-
ingsbókasöfn. Þarermæltfyrirum
tiltekna lágmarksfjárhæð, sem
skuli endurskoöuð árlega og færð
til samræmis viö verðlag í landinu
samkvæmt útreikningum Hagstofu
íslands. Áætluð lágmarksfjárfram-
lög sveitarfélaga til almennings-
bókasafna á árinu 1992 eru sem
hér segir:
a) Til bæjarbókasafns greiði
bæjarsjóður 1.127 kr. áhverníbúa
bæjarins.
b) Til bæjar- og héraðsbóka-
safns greiði bæjarsjóður 1.127 kr.
á hvern íbúa kaupstaðarins. Önn-
ur sveitarfélög í umdæminu greiða
113 krónur á hvern íbúa.
c) Til héraösbókasafns greiðir
sveitarsjóður, þar sem safnið er
1.127 kr. á hvern íbúa hreppsfé-
lagsins. Önnur sveitarfélög í um-
dæminu greiða til safnsins . 113
krónur á hvern íbúa.
d) Til hreppsbókasafns greiðir
viðkomandi hreppssjóður 867
krónur á hvern íbúa hrepps eða
hreppa, sem að safni standa.
HAFNAMÁL
Hafnalöa í
endurskooun
Samgönguráðherra, Halldór
Blöndal, hefur skipað nefnd til
þess að endurskoða þá kostnað-
arskiptingu, sem nú er í gildi milli
ríkis og sveitarfélaga varðandi
hafnaframkvæmdir. Jafnframt skal
nefndin athuga og gera tillögur
um, meö hvaða hætti unnt sé að
treysta rekstrargrundvöll hafna,
auka framkvæmdafé og stuöla að
sameiningu hafna. Þá hefur
nefndinni verið falið að gera aðrar
þær breytingar, sem efni standa til,
eins og segir í skipunarbréfi
nefndarinnar.
í nefndinni eru Sturla Böðvars-
son, bæjarstjóri í Stykkishólmi og
alþingismaður, sem er formaður,
Árni Mathiesen, alþingismaður,
Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðu-
neytisstjóri í samgönguráðuneyt-
inu, Guðmundur Einarsson, að-
stoðarmaður iðnaðarráðherra,
Hermann Guðjónsson, hafnamála-
stjóri, Kristján Júlíusson, bæjar-
stjóri á Dalvík, og Kristján Ragn-
arsson, formaður Landssambands
íslenzkra útvegsmanna.
290