Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 46
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM 3. í samráöi við héraðsnefndir, Samband fsl. sveitar- félaga og umhverfisráöuneyti verði komið á sam- starfi um framtíöarskipan sorphirðumála á Norður- landi. 4. Unnið verði að því að koma á samvinnu um neyð- arþjónustu með aðild sveitarfélaga, Póst- og síma- málastofnunar, lögreglu og heilbrigðisstofnana. Frá fjóröungsþinginu í samkomu- og leikfimisal Barnaskólans á Húsavík. Fremst á myndinni sitja við boröiö Akureyringarnir Jón Kr. Sólnes, bæjarfulltrúi, og Guölaug Hermannsdóttir, varabæj- arfulltrúi, til vinstri, og Halldór Jónsson, bæjarstjóri, til hægri. 5. í samvinnu við Samband ísl. sveitarfélaga verði hlutazt til um, að ný löggjöf og reglugerðir um mál- efni sveitarfélaga verði kynntar og leiðbeint um framkvæmd þeirra á kynningarfundum með sveit- arstjórnarmönnum á Norðurlandi. 6. í samvinnu við önnur landshlutasamtök verði unnið að því, að fyrirsjáanlegum auknum umsvifum á vegum umhverfisráðuneytisins verði dreift um land- iö og að þeim fylgi raunverulegt vald og ábyrgð heimaaðila. 7. Að gæta hagsmuna norölenzkra sveitarfélaga við endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga." Ný sókn í atvinnumólum Um atvinnumál gerði þingið svofellda samþykkt: „Fjórðungsþingið skorar á íbúa Norðurlands að hafa frumkvæði að nýrri sókn í atvinnumálum og standa dyggan vörð um þau atvinnutækifæri, sem eru á Norðurlandi. Beinir þingiö þvf til fjórðungsstjórnar að reka áróður, sem eykur sjálfstraust Norðlendinga til nýrra átaka í atvinnumálum. Jafnframt fari fram kynn- ing á atvinnuþróunar- og atvinnuátaksfélögum á Norðurlandi, þar sem fólk er hvatt til að nýta sér þá þjónustu.“ Þingiö beinir því til ríkisstjórnar að styðja við at- vinnuþróunarfélög með þvf, að hluti af skattlagningu á stóriðju verði notaður til þess að byggja upp at- vinnuþróunarsjóði, sem geti veitt áhættufjármagn út í atvinnuiífið." Næsta stóri&juver ó Nor&urlandi Þingið skoraði á stjórnvöld að tryggja, að næsta stóriðjuveri yrði valinn staður á Norðurlandi. Einnig var svofelldur kafli í ályktun þingsins: „Fjórðungsþing frá- biður Norðlendingum, að sett verði upp sjónarspil, sem gert var við staðarval álvers, þar sem landshlutum var att saman vegna ómarkvissra vinnubragða stjórn- valda. Bendir þingið á, að með aukinni atvinnu og fólksfjölgun eykst þjónustustig, en talið er, að þjón- ustustigið hafi einmitt ráðið miklu um staðarval stóriðju á Keilisnesi." Búseta og eignarréttur ó landi Þingið taldi tímabært að endurskoða þau lög, er snerta eignarrétt og afnotarétt á landi. Við þá endur- skoðun verði það skoöað sérstaklega, hvort eignar- og afnotaréttur á landi skuli fylgja búsetu, og að mögu- leikar sveitarfélaga til áhrifa á ráðstöfun lands verði stórauknir frá því sem nú er. Sjóvarútvegsmól Þingið skoraði á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir uppbyggingu miðstöðvar fyrir æðri menntun og rannsóknir á sviði sjávarútvegsmála í tengslum við Háskólann á Akureyri og flytja þangað starfsemi á vegum Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. Þingið varaði við öllum hugmynd- um um að skipta á veiðiheimildum og tollafríðindum í samningum við Evrópubandalagið. Samgöngumól Þingið skoraði á samgönguráðherra að gera sér- stakt átak til að flýta vegabótum milli Austur- og Norð- urlands um Möðrudalsöræfi. Litið verði á þetta átak sem sérverkefpi. í greinargerð um þessa ályktun segir, að öllum megi Ijóst vera, hversu mikilvægt sé fyrir Norður- og Aust- urland, að góðar og greiðar samgöngur megi vera milli landshlutanna. Þær muni efla atvinnustarfsemi, þjón- ustu og menningarleg samskipti svæðanna. „Nú rofn- ar vegasamband milli þessara tveggja landshluta a.m.k. 6 mánuöi á ári. Þetta leiðir til þess, að traust viðskiptasambönd ná ekki að myndast. Allt samstarf í framleiðslu, rekstri eða á menningarsviðinu verður stopult. Athygli er vakin á, að vegalengd milli Egils- staða og Akureyrar er 275 km, en milli Egilsstaða og Reykjavíkur 750 km. Einnig er vakin athygli á, að um- ræddur vegarkafli stefnir í að sitja eftir hvað varðar lagningu bundins slitlags." Þá skoraði þingið á samgönguráðherra og þing- menn kjördæmanna að beita sér fyrir bættum og ör- uggum samgöngum milli byggðarlaga á Norðurlandi. Var bent á vegabætur um Þverárfjall, Lágheiði og Öx- arfjarðarheiði, enda sé forsenda fyrir aukinni samvinnu og eðlilegri framþróun byggðar á landsbyggðinni, að vegasamgöngur milli atvinnu- og þjónustusvæða séu sem beztar og öruggastar. Róðning kennara og kennaramenntun Um fræðslumál gerði þingið svofellda samþykkt: 292

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.