Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 47
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM
„Fjórðungsþingið lýsir áhyggjum sínum af, hve víða
hefur gengið erfiðlega að ráða kennara til starfa að
skólum á Norðurlandi. Nauðsynlegt er, að tekið verði
á málum kennaramenntunar og á vandamálum skól-
anna. Með tilliti til þessa lýsir þingið stuðningi við þá
ákvörðun menntamálaráðherra að fresta lengingu
kennaranáms, en hætta er á, að lengingin hefði aukið
enn á vanda skólanna."
Þingið hvetur til endurskoðunar á kennaramenntun-
inni og að áherzla verði lögð á að skapa kennurum
aukin tækifæri til framhalds- og endurmenntunar. Lýst
er fyllsta stuðningi við hugmyndir um almennt kenn-
aranám við Háskólann á Akureyri. Auknir möguleikar
til uppeldisfræðimenntunar utan höfuðborgarsvæðis-
ins séu liður í eflingu skólastarfs, þar sem þörfin er
mest.
Samræming milli tónlistarskóla
Þingiö samþykkti að fela fræðsluráðum fræðsluum-
dæmanna að annast samræmingu milli tónlistarskól-
anna, að skapa þeim faglegan samstarfsgrundvöll og
safna saman upplýsingum um starfsemi þeirra.
Aukin framlög til menningarstarfsemi úti um
land
Þingið beindi því til menntamálaráðuneytisins, að
aukin verði verulega fjárframlög til frjálsrar menning-
arstarfsemi úti um land. Athuganir sýni, að mikil slag-
síða sé á fjárveitingum ríkisins til þessa málaflokks milli
höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Brýnt sé, að
þetta misvægi verði jafnað, þar sem blómlegt menn-
ingarlíf er mikilvæg forsenda fyrir eflingu byggðar og
hvar fólk kýs sér búsetu.
Hlutverk fræösluróða og samstarf við sveit-
arstjórnir
Þingið beindi því til fjórðungsstjórnar, að fræðslu-
ráðum verði sett erindisbréf og að haldnir verði árlegir
fundir forráðamanna sveitarfélaga og skólanefnda um
fræðslumál í samráði við fræðsluráð.
Bent var á, að miklar breytingar hafi átt sér stað í
skólamálum að undanförnu. Með verkaskiptalögum
fluttist aukin ábyrgð á hendur sveitarstjórna í fræðslu-
málum, og þá hafi verið samþykkt ný lög um leikskóla
og grunnskóla. Mikilvægt sé, að sveitarfélög taki á
þessum mikilvæga málaflokki af ábyrgð og festu, þau
móti stefnu í uppbyggingu á þessu sviði og skilgreini,
á hvern hátt þau geti sem bezt staðið saman að eflingu
fræðslumála í hinum dreifðu byggðum.
Þá lagði þingið áherzlu á það við menntamálaráðu-
neytið, að fræðsluskrifstofur verði efldar sem þjón-
ustustofnanir við öll skólastig, leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla.
Skróning sögu Fjórðungssambands Norö-
lendinga
Þá samþykkti þingið að fela stjórninni að kanna
möguleika á að láta skrá sögu Fjórðungssambands
Norðlendinga. Loks var til fjórðungsstjórnar vísað
tillögu um nefndarálitið „Nýjar leiðir í byggðamálum“,
sem kynnt var snemma á árinu.
Kosningar
Fjórðungsstjórn var á síðasta þingi kjörin til tveggja
ára. Nú voru því kosnir endurskoðendur, og hlutu
Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sambands sunnlenzkra
sveitarfélaga, flyturávarp á þinginu. Aörirámyndinni eru, taliö frá
vinstri, Þorvaldur Vestmann Magnússon, forseti bæjarstjórnar
Húsavíkur og forseti þingsins, Baldvin Baldursson, oddviti Ljósa-
vatnshrepps, annar varaforseta þingsins, Ingunn St. Svavars-
dóttir, sveitarstjóri Öxarfjaröarhrepps og formaöur FSN, og Áskell
Einarsson, framkvæmdastjóri FSN. Rúnar Þór tók myndirnar frá
þinginu.
kosningu þeir Einar Fr. Jóhannesson á Húsavík og
Ármann Þórðarson á Ólafsfirði. Þá voru kjörnir á árs-
fund Landsvirkjunar þeir Reinhard Reynisson, sveitar-
stjóri Þórshafnarhrepps, Bjarni Kr. Grímsson, bæjar-
stjóri á Ólafsfirði, Elín Siguröardóttir, oddviti Lýtings-
staðahrepps, og Magnús G. Gíslason, hreppsnefnd-
armaður í Staðarhreppi í V-Hún.
Þá voru kosnir þrír fulltrúar úr hvoru kjördæmi til
þess að undirbúa stofnun landshlutasamtaka sveitar-
félaga á Norðurlandi á kjördæmagrundvelli.
Frá Norðurlandi eystra voru kjörnir Halldór Jónsson,
bæjarstjóri á Akureyri, Einar Njálsson, bæjarstjóri á
Húsavík, og Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðs-
hrepps.
Frá Norðurlandi vestra voru kjörnir Bjarni Þór Ein-
arsson, sveitarstjóri Hvammstangahrepps, Valgarður
Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps, og Björn Sigur-
björnsson, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki.
Kvöldvaka og hóf
Húsavíkurbær efndi til kvöldvöku að loknum fundum
á fyrri degi þingsins og bauð til kvöldverðarhófs á
Hótel Húsavík að þingi loknu.
Næsta þing í Vestur-Húnavatnssýslu
í lok þingsins bauð Ólafur B. Óskarsson, oddviti
Þorkelshólshrepps og formaður héraösnefndar V-
Húnvetninga, að næsta fjórðungsþing yröi haldið í
Vestur-Húnavatnssýslu aö ári.
293