Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 45
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM
TVENN
LANDSHLUTA-
SAMTÖK
Á NORÐUR-
LANDI í STAÐ
FJÓRÐUNGS-
SAMBANDSINS
FRÁ FJÓRÐUNGSÞINGI
NORÐLENDINGA 1991
Fjóröungssamband Norólendinga (FSN) hélt aöal-
fund sinn í Barnaskólanum á Húsavík 30. og 31. ág. sl.
Formaður FSN, Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitar-
stjóri Öxarfjaröarhrepps, setti fundinn. Þingforseti var
Þorvaldur Vestmann Magnússon, forseti bæjarstjórnar
á Húsavík, og varaforsetar þeir Baldvin Baldursson,
oddviti Ljósavatnshrepps, og Sigurbjörg Jónsdóttir,
hreppsnefndarmaöur á Raufarhöfn. Þingritarar voru
Jón Asberg Salómonsson, bæjarfulltrúi á Húsavík, og
Kristján Kárason, oddviti Tjörneshrepps.
Þingfulltrúar skipuöu sér I fjórar starfsnefndir. Tvær
voru lögskipaðar, fjóröungsmála- og allsherjarnefnd
og fjárhags- og laganefnd. Aö auki skiptist þingheimur
í annars vegar atvinnumálanefnd og menningarmála-
nefnd.
Skýrsla formanns og framkvæmdastjóra
Ingunn St. Svavarsdóttir, formaöur sambandsins,
flutti skýrslu um störf stjórnar. Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri, flutti skýrslu og geröi grein fyrir árs-
reikningi sambandsins fyrir árið 1990 og tillögu aö
fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.
Avörp
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl.
sveitarfélaga, flutti kveðjur og árnaöaróskir. Einnig
fluttu ávörp Arnbjörg Sveinsdóttir, formaöur SSA,
Guöjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSS, og
Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdastjóri SASS.
Nýjar leiðir í byggðamólum
Sigfús Jónsson, formaöur sameiningarnefndar
sveitarfélaga, geröi grein fyrir áliti nefndarinnar um
nýja skiptingu landsins í sveitarfélög. Ingunn St.
Svavarsdóttir, formaður FSN, ræddi norðlenzk viöhorf
í byggðamálum. Stefán Guðmundsson, alþingismaöur
og formaður nefndar um nýjar leiðir í byggöamálum,
fjallaði um tillögur nefndarinnar. Vilhjálmur Egilsson,
alþingismaöur, ræddi um fiskveiöistefnuna og afstöðu
til efnahagssvæða frá byggðasjónarmiði. Einnig flutti
Magnús Olafsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, er-
indi um starfsemi stofnunarinnar.
Starfshættir og skipulag FSN
Björn Sigurbjörnsson, formaður starfsháttanefndar
sambandsins, geröi grein fyrir tillögum nefndarinnar
varöandi starfshætti og skipulag þess.
Um þaö efni geröi þingið svofellda samþykkt:
„Fjórðungsþing Norðlendinga, haldiö á Húsavík 30.
og 31. ágúst 1991, samþykkir að kjósa tvær þriggja
manna nefndir, eina úr hvoru kjördæmi, sem hafi þaö
verkefni aö undirbúa stofnun landshlutasamtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi á kjördæmagrundvelli í
samræmi viö 104. grein sveitarstjórnarlaga og leggja
niöurstööur sínar fyrir reglulegt fjóröungsþing 1992
eöa aukaþing, sem haldið yröi fyrr, ef ástæða þykir
til.
Samhliöa stofnun nýrra landshlutasamtaka yrði
Fjórðungssamband Norðlendinga lagt niöur."
Samþykktinni fylgdi svofelld greinargerö:
„Viö umræður í nefndinni kom fram, að nauösynlegt
væri að skilgreina verkefni nýrra samtaka, sem stofnuð
yröu, hvort í sínu kjördæmi; í raun aö gera grein fyrir,
hver þörfin fyrir samtök sveitarfélaga er í landshlutun-
um. í orðinu „undirbúa“ í tillögu nefndarinnar felst því
m.a.:
* aö skilgreina og kortleggja verkefni og þörf fyrir ný
landshlutasamtök á kjördæmagrundvelli.
* í framhaldi af því semja frumvarp að lögum og
samþykktum fyrir hin nýju samtök.
Þannig liggi fyrir, eins og kostur er, áöur en Fjórð-
ungssambandið er lagt niður, hvernig framtíðarskipan
samstarfs sveitarfélaga verður á Noröurlandi."
Meginverkefni samtaka sveitarfélaga ó
Norðurlandi
Önnur ályktun þingsins var á þessa leiö:
„Fjórðungsþingið beinir eftirfarandi til fjórðungs-
stjórnar:
1. Aö fylgja eftir tillögum um byggöamál, sem lagðar
voru fram í bréfi til forsætisráðherra 25. júní 1991,
sem formenn og framkvæmdastjórar landshluta-
samtakanna á Norðurlandi, Austurlandi og Vest-
fjörðum lögöu fram viö ríkisstjórn.
2. Stuðlað veröi að í samvinnu við félagsmálaráðu-
neytið að endurskoöa skiptingu iandsins í sveitar-
félög meö þaö fyrir augum að gera þau þróttmeiri til
að annast aukin verkefni.
291