Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 21
SAMTALIÐ
Sundlaugin i Varmahlíð og
búningsklefarnir, sem teknir voru í
notkun áriö 1990.
Setlaugin er vinsæl.
Guörún Oddsdóttlr,
sundlaugarvöröur, viö sundlaugina.
Myndirnar tók Unnar Stefánsson.
\ flestum hreppum sýslunnar og víðar. Félagið haföi
það að markmiði að koma upp héraðsskóla í Varma-
hlíð, en einnig sundlaug og að gera Varmahlíð að al-
hliða skóla- og menntasetri sýslunnar. „Hér í Varmahlíð
á að verða gróðrarstöö - hér á aö fara fram ræktun
bæöi í eiginlegri og óeiginlegri merkingu1', var sagt á
Varmahlíðarhátíð árið 1938. Ríkið keypti og framseldi
Skagafjarðarsýslu jörðina Reykjarhól meö nýbýlinu
Varmahlíð, og byrjaö var á grunni skólahússins. En
ekki varð eining um staðarval skólans, og mokað var
yfir grunninn nokkru síðar. Á hinn bóginn var ráðizt í
gerð sundlaugar á árínu 1938 og hún vígð 20. ágúst
1939. Sundlaugin var 33,33 m löng, 12,5 m breið og
allt aö 3 m djúp. Var hún síðan fullgerð árið eftir og
smíöaðir ófullkomnir búningsklefar. Hófst þá sund-
kennsla í Varmahlíð. Barnafræðsla á vegum Seylu-
hrepps fór fram í ófullkomnu húsnæði, og unglinga-
fræðsla var hér líka um skeið. Vöxtur staðarins var þó
hægur, þótt hér væri allt frá þessum tíma rekin veit-
inga- og greiðasala, sem óx með aukinni bílaumferð.
í Varmahlíðarhverfi voru aðeins níu íbúðarhús árið
1957, en eru nú á fjórða tug, auk félagsheimilis, skóla
og fleiri mannvirkja."
- Hvenær var þetta veglega félagsheimili byggt?
„Á árinu 1961 var stofnaö til samtaka um byggingu
félagsheimilis á staðnum. Auk Seyluhrepps, sem á
60% hússins, stóð Akrahreppur aö því, og á hann
15%. Ungmennafélagið Fram á 12%, Kvenfélag
Seyluhrepps 5%, Karlakórinn Heimir 5% og ung-
mennafélagið, Æskan í Staðarhreppi 3%. Félags-
heimilið var vígt 12. ágúst 1967 og er hið ágætasta
hús. Þaö er mikið notað, hér fara fram margar árshá-
tíðir, jafnvel félagssamtaka á Sauðárkróki og víðs
vegar að. Hér starfa tveir kórar, karlakórinn Heimir,
sem starfaö hefur samfleytt frá árinu 1927, og Rökk-
urkórinn, sem er blandaður kór. Svo það er ekki bara
skagfirzk sveifla kennd við Geirmund Valtýsson, sem
hér er stunduð, þótt oftast heyrist félagsheimilið Mið-
267