Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 10
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
STJÓRNSÝSLA RÍKIS í HÉRAÐI
Nefnd, sem vann að endurskoðun sveitarstjórnar-
laga 1981-1984, aflaði gagna erlendis frá, og þau
leiddu í Ijós, að endurskoðun á skipan sveitarstjórnar-
mála í nágrannalöndunum hélzt yfirleitt í hendur við
endurskoðun á umboðsstjórn ríkis í héraði. Tengdist
þetta gjarnan viðleitni ríkisvaldsins til vald- og verk-
efnadreifingar, þ.e. annars vegar frá ríki til sveitarfé-
laga og hins vegar frá miðstjórnarstofnunum ríkisins til
umboðsvalds ríkis í héraði. Framkvæmd á tillögum
nefndar um skiptingu landsins í sveitarfélög þjónar
takmörkuðum tilgangi, nema jafnframt sé breytt um-
dæmum og jafnvel verkefnum umboðsstjórnar ríkis í
héraði.
Benda má á, að ríkisvaldið hefur þrjár leiðir til að
færa verkefni frá miðstjórnarstofnunum ríkisins og
stuðla þannig að valddreifingu:
a. Færsla á verkefnum til umboðsvalds ríkis í héraði.
b. Færsla á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga.
c. Sveitarfélög taki að sér sem þjónustuverkefni að
annast að einhverju leyti umboðsstörf ríkis í héraði.
Forsenda þess, að tvær síðastnefndu leiðirnar komi
til álita, er, að sveitarfélögin stækki verulega frá því
sem nú er. Stækki sveitarfélögin ekki, er Ifklegt, að
umboðsvald ríkis í héraði myndi eflast.
SVEITARFÉLÖG Á LANDSBYGGÐINNI -
TILLÖGUR
í viðræðum við sveitarstjórnarmenn um land allt utan
höfuðborgarsvæðisins hafa þróazt þrjár hugmyndir
um leiðir til breytingar á skiptingu landsins í sveitarfé-
lög, sem nefna má leiðir 1-3. Hér á eftir verður gerð
frekari grein fyrir þeim:
Leið 1: Sameining a.m.k. 2-4 nágrannasveitarfé-
laga, sem leiða myndi til myndunar tiltölulega fjöl-
mennra sveitarfélaga með a.m.k. 500-1.000 íbúa.
Fjöldi sveitarfélaga í landinu yrði 60-70 talsins. Aðeins
í örfáum tilvikum, þar sem strjálbýli er mikið, myndu
sveitarfélög hafa færri en 500 íbúa. Til þess að ná
þessu markmiði þyrfti að setja í lög, að lágmarksíbúa-
tala sveitarfélaga verði a.m.k. 200 íbúar, en um helm-
ingur sveitarfélaga í landinu fellur undir þetta mark.
Einnig, aö í atkvæðagreiðslum um sameiningu sveit-
arfélaga verði atkvæði ætíð talin sameiginlega á því
svæði, sem sameina skal, nema fleiri en 2/3 íbúa
svæðisins búi í einu sveitarfélagi.
Leið 2: Sameining allra sveitarfélaga innan héraðs
eða sýslu. Sveitarfélögin myndu ná yfir mjög stór
svæði, og aðeins í undantekningartilvikum yrðu þau
með færri en 1.000 íbúa. Sveitarfélögin í landinu yrðu
u.þ.b. 25 utan höfuðborgarsvæðisins.
256