Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 16
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Jón Karlsson, Breiöabólstað, og Jóhann Pálsson, Hlíð. Þeim, sem hafa undir höndum Sveitarstjórnarmannatal 1990- 1994, er bentá, að unnt er að færa nöfn hreppsnefndarmanna Suður- dalahrepps inn í bókina á bls. 67. Hrepparnir, sem nú sameinast, hafa ásamt Haukadalshreppi haft með sér náið samstarf. Eiga þeir m.a. í smíðum sameiginlegt fé- lagsheimili I Kvennabrekku, sem að nokkru leyti hefur verið tekið í notkun. Þeir eru saman f sauðfjár- veikivarnahólfi og eiga sameigin- leg fjallskil. Eru þeir í daglegu tali nefndir Suðurdalir. í Haukadalshreppi voru 48 íbúar hinn 1. desember 1990, en 54 íbúar á árunum 1988 og 1989. Fellur hreppurinn því ekki undir þau ákvæði sveitarstjórnarlaga, að skylt sé að sameina hann öðrum hreppi eða hreppum. Engu að síður fór hreppsnefnd Haukadals- hrepps fram á það við félagsmála- ráðuneytið meö bréfi í nóvember, að hreppurinn yröi með í samein- ingunni núna, en ekki var orðið við þeirri ósk. Það hefði að dómi ráöu- neytisins tafiö sameiningu hinna tveggja hreppanna fram yfir ára- mót. „Ég tel samt, að rétt hefði verið að gera þetta í leiðinni", sagði Árni Sigurðsson í Köldukinn, oddviti Haukadalshrepps, í samtali við Sveitarstjórnarmál, „Ég held, að sameining hefði verið samþykkt í atkvæðagreiðslu meöal hrepps- búa“, bætti hann við. Enginn hreppur landsins án kirkju Með sameiningu Hörðudals- hrepps og Miðdalahrepps verða þau þáttaskil, að ekkert sveitarfé- lag landsins verður lengur án kir- kju. Aðspurður kvað Þorsteinn Jónsson, oddviti Hörðudals- hrepps, það rétt, sem stendur í bókinni Landið þitt ísland, að Hörðudalshreppur sé nú eina sveitin á landinu, þar sem ekki er kirkja. „Til þessa hefur engin kirkja verið í Hörðudalshreppi, en tvær í Miðdalahreppi, í Snóksdal og Kvennabrekku, og höfum við í Hörðudalshreppi átt kirkjusókn ( Snóksdal. Éftir sameininguna verður því ekki aðeins ein, heldur tvær kirkjur í hreppnum", sagði Þorsteinn. Sveitarfélögin orðin 199 í ársbyrjun 1991 voru sveitarfé- lög landsins 202, eftir að þrír hreppar í Eyjafirði höfðu sameinazt i Eyjafjarðarsveit. Þeim fækkaði um eitt hinn 17. febrúar, er Öxarfjarð- arhreppur og Presthólahreppur runnu saman í Öxarfjaröarhrepp, og eru sveitarfélögin því 201 í lok ársins. Frá og með 1. janúar 1992 verða sveitarfélög á íslandi 199, þar af 168 hreppar og 31 bær, eftir að sameining hefur átt sér stað í þeim tveimur tilvikum, sem hér hefur verið skýrt frá, ( Dalasýslu og í Strandasýslu. Engir tveir eru eins! í okkar augurn er tnunurinn augljós. Vibgerum okkurglögga grein fyrirþví ab einstaklingar eru eins ólíkir og þeir eru margir. Og því er þörfin fyrír fjármálaþjónustu mjög mismunandi. Þetta er stabreynd sem starfsfólk íslandsbanka hefur ab leibaríjósi í sínu starfí. Islandsbanki mœtirþví kröfum markabaríns , meb nýjungum og persónulegrí þjónustu sem einkennist af þekkingu, vandvirkni og lipurb. Þess vegna njóta einstaklingar góbs af þjónustu íslandsbanka. ISLANDSBANKI - í takt við trýja tíma. 262

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.