Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 38
ORKUMÁL VARMADÆLA: TILRAUNARINNAR VIRÐI BRYNJÓLFUR GÍSLASON, SVEITARSTJÓRI TÁLKNAFJARÐARHREPPS í Tálknafiröi er víöa jarðvarmi. Á svæöinu frá Hádegisgili að Fagra- dalsá voru volgrur, áöur en til bor- ana kom. Hiti í þeim var frá 13° C upp í 53° C. Á árinu 1975 var boruð 608 m djúp hola á vesturbakka Laugardalsár. Upp komu 4 l/sek. af 51,1° C heitu vatni, en áöur kom þar upp = 2 l/sek. af 50° C heitu vatni. Öllu betur tókst til á Gvendar- lauga-svæðinu í landi Litla- Laugardals, en þar rann heitt vatn, aöallega i fjórum lækjum, 20-45° C heitum, um 20 l/sek. aö vatns- magni (skýrsla Rannsóknarráðs 1944). „Afköst" holu, sem þar var boruð áriö 1977, eru talin a.m.k. 25 l/sek. af 43,1° C heitu vatni. Á umliönum árum hefur þó nokkuð miklu af viti, tíma og pen- ingum veriö varið til að fá jákvæða niöurstöðu úr hagkvæmnisútreikn- ingum varðandi hitaveitu, fjar- varmaveitu eða því um líkt fyrir Tálknafjarðarkauptún. Niðurstaða þeirra athugana er, að ekki er að sjá miðað við þekktar forsendur, að þetta vatn nýtist til húshitunar i stærri stfl. Á hinn bóginn er hluti nýtanlegs vatns úr holunni notaður til hitunar i Litla-Laugardal. Enn- fremur er 1200 m2 íþrótta- og samkomuhús Tálknfirðinga kynt með vatninu úr holunni (geislahit- un, mottur í gólfum), svo og 25 x 10 m sundlaug Tálknfirðinga. Að auki er heita vatnið notað á tjaldsvæð- inu viö sundlaugina. Á árunum 1985 og 1986 fór sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps að viða að sér hinum margvíslega fróðleik, sem settur hafði verið á blað um það, sem sneri að varma- dælum. Ástæðan var sú, að grunnskólabygging (2.150 m3) var hituð upp meö lágþrýstum olíu- brennara (miðstöð) og kyndikostn- aður óhæfilega mikill. Eftir þó nokkra eftirgrennslan komst undir- ritaður í samband við Maríu Jónu Gunnarsdóttur, þáverandi starfs- mann Orkustofnunar, sem reyndist hin bezta hjálparhella við alla und- irbúningsvinnu þaðan i frá. Þegar málið komst á fullan skrið, var ritaö til varmadæluframleiðenda í Sví- þjóð, Danmörku, Þýzkalandi og víðar og ennfremur spáð í spilin með Sveini Jónssyni, sem lengi hefur haft áhuga á notkun varma- dæla. Endirinn varö sá á, að Einar Eyjólfsson og félagar hjá S.J. Frost hf. í Kópavogi „módel"smíðuðu varmadælu í skólabygginguna, og fylgir hér lýsing Einars á henni: Tæknileg lýsing á varmadælu Varmadæla er tæki til hitunar. Hún getur notað sem aflgjafa rafmagn, olíu eða gas, eftir því sem við'á. Varmadælan, sem hér um ræðir, gengur fyrir rafmagni og vinnur því varma úr umhverfinu með raforku. I aðalatriðum svipar varmadælum mjög til frystivéla. Myndin sýnir varmaflæðið gegnum dæluna. HITASTIG i VARMAGJAFA HITASTIG I VARMAbEGA Á myndinni er Q0 varminn frá varmagjafa. Q„ er varminn frá þjöppu, og Qh er heildarvarminn, sem skilast til varmaþega. varmaberinn í varmadælukemnu, sem er lokuð hringrás, er venjulega freon eöa annar kælivökvi af flúorkolvetnis- gerö. Vökvinn gufar upp í uppgufaranum eins og i eiminum í kælivél. Þjappan sogar til sin gufuna, sem myndast, og þjappar henni saman. Viö þjöppunina hitnar gufan og þrýstist inn íþéttinn (eimsvalann), þar sem hún þéttist og gefur frá sér varma. Varminn í þjöppumótornum nýtist einnig. Kælimiöillinn fer síöan eftir kælingu i gegnum þrýstiminnkara og breytist þar meö í vökva, sem gufar siöan upp aftur. 284

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.