Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 27
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Á myndinni hefur yfirbreiðsla verið lögð yfir sundlaugina á Hvolsvelli. Hún er dregin af lauginni með vélknúnum sivalningi, svo auðvelt sé fyrir starfsfólk að taka hana af að morgni og breiða hana yfir að kvöldi. isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hvolhrepps, telur ekki aðeins mikinn sparnað við kaup á heitu vatni i laugina við notkun yfirbreiðsl- unnar, heldur sé líka mun léttar að hreinsa hana, sérstaklega þegar hvasst er og mold- rok. Myndina tók Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir fyrir Sveitarstjórnarmál. að, ná þau sameiginlega enn meiri árangri, en þó mestum með hjálp slyddu eöa snjókomu. í sundlauginni á Hvolsvelli fór vatnsnotkun upp í 300 tonn á sól- arhring 1987 og 1988, áöur en yf- irbreiðslan var fengin, þá í norðan- stormi og kulda. Eftir aö yfirbreiöslan kom, eða á árinu 1989, fór vatnsnotkun í örfáa sólarhringa yfir 100 tonn. Þær staðreyndir, sem liggja nú fyrir, taka af öll tvímæli um hag- kvæmni yfirbreiðslna yfir útisund- laugar, og út frá þeim getur hver og einn, sem hugleiðir að ráðast í slíka framkvæmd, reiknað sjálfur sparnaðinn og metið hagkvæmn- ina. Þá er rétt að benda á, að með yfirbreiðslu sparast verulegt magn klórs, líklega þriðjungur til helm- ingur, og fok í laugina verður brot af Jdví, sem áður var. Iþrótta- og æskulýðsdeild menntamálaráðuneytisins er kunn- ugt um þrjú fyrirtæki, sem boöiö geta yfirbreiðslur yfir sundlaugar, en þau eru Seglageröin Ægir í Reykjavík, Ágúst Óskarsson hf. í Mosfellsbæ og Aqua Sport í Reykjavík. Ef til vill geta fleiri aðilar útvegaö slíkar yfirbreiðslur, en fyllsta ástæ- öa er til aö benda öllum þeim, sem annast rekstur sundlauga, á að kynna sér kosti yfirbreiðslnanna. VÉLASALAN H.F. Leitið RAFSTÖÐVAR Gott úrval diesel-rafstöðva í ýmsum stærðum. Hagstætt verö. Varahlutir og þjónusta. Pjónustusamningar. upplýsinga hjá okkur. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 273

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.