Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Qupperneq 17
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR FULLTRUARAÐ SAMBANDSINS MÆLIR MEÐ STÓRUM SVEITARFÉLÖGUM Fulltrúaráð sambandsins var kvatt saman til aukafundar á Hótel Sögu ( Reykjavík 23. nóvember sl. til þess að ræða tillögur þær, sem fram eru settar í skýrslu nefndar um skiptingu landsins í sveitarfé- lög og lýst er í grein Sigfúsar Jónssonar, formanns nefndarinn- ar, fremst í þessu tölublaði. Á fundinum var gerð samþykkt, þar sem lýst er yfir stuðningi við sam- einingu sveitarfélaga, sem taki, eins og kostur er, mið af þeirri til- lögu nefndarinnar, sem kölluð er leið 2. í fulltrúaráðinu eiga sæti 45 full- trúar, sem kjörnir voru á landsþingi sambandsins á sl. ári. Sátu þeir allir fundinn nema fjórir, sem boð- að höfðu forföll. Ályktun fulltrúa- ráðsins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn tveim- ur. Ályktun fundarins fer hér á eftir: „47. fundur fulltrúaráðs Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, haldinn í Reykjavík 23. nóvember 1991, lýsir yfir stuðningi við hug- myndir um stækkun og eflingu sveitarfélaga með sameiningu þeirra, sem taki, eins og kostur er, mið af leið 2 í áfangaskýrslu nefndar um skiptingu landsins í sveitarfélög. Jafnframt lýsir fund- urinn þeirri skoðun sinni, að sam- hliða stækkun sveitarfélaga verði færð til þeirra ný og aukin verkefni og tekjustofnar endurskoðaðir og tryggðir í samræmi við það. Full- trúaráð Sambands íslenzkra sveit- arfélaga telur nauðsynlegt að efla sveitarstjórnarstigið og sveitarfé- lögin í landinu til þess að gera þau betur fær um að sinna verkefnum sínum og taka við nýjum. Ef land- inu væri skipt í færri og stærri sveitarfélög, yrðu þau mun betur í stakk búin til að standa undir þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar varðandi þjónustu, sem þau veita íbúunum. Skilyrði myndu skapast fyrir hreinni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þannig að sam- starfsverkefni þeirra gætu lagzt af að mestu. Sveitarfélögin myndu í flestum tilfellum ná yfir heildstæð þjónustusvæði, stjórnunarkostnað- ur þeirra myndi lækka og hag- kvæmni í fjárfestingu og rekstri myndi aukast verulega. Stjórn- sýsla sveitarfélaganna yrði mun einfaldari í sniðum en nú er, og at- vinnusvæði myndu stækka. Full- trúaráðið telur, að með áfanga- skýrslu nefndar um skiptingu landsins í sveitarfélög, viðræðum nefndarinnar við sveitarstjórnir og með kynningarfundum um allt land sé búið að leggja góðan grunn að mótun samræmdra heildartillagna um skiptingu landsins i sveitarfé- lög. Þar sem verkefni nefndar þeirrar, sem skipuð var 8. janúar 1991, var eingöngu bundið viö til- lögur um skiptingu landsins í sveitarfélög, telur fulltrúaráðsfund- urinn rétt, að skipuð verði sam- ráðsnefnd, sem fái það hlutverk að útfæra nánar tillögur, sem taki, eftir því sem kostur er, mið af leið 2 með tilliti til umdæma sveitarfélaga, breytingar á verkaskiptingu ríkis Þessi fjögur eiga það sameiginlegt að vera fulltrúar fyrir nýlega sameinuö sveitarfélög. Þau eru, taliö frá vinstri, Birgir Þórðarson, oddviti Eyjafjarðarsveitar, Bjarni J. Matthías- son, oddviti Skaftárhrepps, Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Öxarfjaröarhrepps, og Ólafur Geir Vagnsson, hreppsnefndarmaður i Eyjafjarðarsveit. Unnar Stefánsson tók myndirnar frá fundinum. 263

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.