Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 26
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST
Sumarmynd frá sundlauginni á Hvolsvelli.
Yfirbrei5slur yfir
sundlaugar
Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins
í ágúst 1988 sendi íþrótta- og
æskulýösdeild menntamálaráðu-
neytisins bréf til nokkurra bæjar-
og sveitarstjóra til þess aö kynna
þeim yfirbreiöslur yfir sundlaugar.
Ekki var á því stigi unnt aö full-
yrða, hve mikill sparnaður yröi af
notkun yfirbreiöslna, en nokkur
reynsla er nú fengin á gildi þeirra.
Á sundlaug Bessastaöahrepps
var sett yfirbreiösla um áramót
1988/89, sem strax fyrsta mánuö-
inn minnkaði vatnsnotkun um nær
60%, frá því sem verið haföi í nóv-
ember 1988.
Sé borin saman vatnsnotkun frá
opnun laugarinnar í ársbyrjun
1988 og eyðslan 1989, sýna tölur,
að vatnsnotkun minnkaöi úr um 75
tonnum á dag í tæp 40 tonn. Heit-
ur pottur og einkum vaðlaug taka
nokkuö til sín yfir sumariö, en ekki
er vatn í vaðlaug aö vetrinum.
Á sundlaugina á Hvolsvelli var
sett yfirbreiðsla í marz 1989, áður
en laugin var opnuö það ár.
Sparnaðurinn lét ekki á sér standa.
í apríl 1987 var heildarvatnsnotkun
5363 tonn, árið 1988 4000 tonn, en
1989 2400 tonn, og í heild minnk-
aöi vatnsnotkun úr 140 tonnum á
dag í 70 tonn. Vatnsnotkun var svo
til alveg hin sama 1987 og 1988,
en snarminnkaði meö yfirbreiðsl-
unni, og ef nokkuö er, virðist, aö í
þessari laug hafi sparazt fullur
helmingur þess heita vatns, sem
áöur þurfti, en tæpur helmingur í
sundlauginni í Bessastaöahreppi.
Á Hvolsvelli er sundlaugin opin
frá í marz og fram í byrjun nóvem-
ber eöa 145-160 daga. Sé gert
ráö fyrir 150 dögum, þá er sparn-
aðurinn 10.500 tonn. Sparnaður í
krónum fer aö sjálfsögöu eftir veröi
á tonni, og getur hver og einn haft
þessar tölur til hliösjónar, þegar
metinn er ábati þess að leggja í
þann kostnað aö kaupa yfir-
breiðslu yfir sundlaug.
Verö á heitu vatni er hátt hjá
nokkrum hitaveitum á landinu, þ.á
m. á Hvolsvelli, Akranesi, Borgar-
nesi og á Akureyri, vegna þess hve
vatnsöflun varð dýr á sínum tíma.
Þar og reyndar víöa annars staöar
viröist ekki áhorfsmál, aö hag-
kvæmt sé að kaupa yfirbreiöslu yfir
útilaug, því nærri lætur, aö hún
borgi sig á einu ári, þótt laugin sé
einungis opin 150-200 daga, hvaö
þá allt áriö.
Rétt er þó aö hafa í huga, aö
auðvitaö skiptir verulegu máli, hve
langan tíma á dag laug er opin.
Þegar litiö er á vatnsnotkun og
veöur, er greinilegt, aö vindurinn
eykur vatnsnotkun meira en frost,
sé loft kyrrt. Hjálpist þessi tvö öfl
272