Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 11
AFMÆLI Sundlaug Húsavíkur með nýrri viðbyggingu. ingu þeirra háhitasvæða sem eru í nágrenni Húsavíkur og er orkuveitan aðili að hlutafélögum um rannsóknir og nýtingu háhitasvæðanna í Öxarfirði og á Þeistareykjum. í gildandi hafnaáætlun er gert ráð íyrir byggingu nýs brimvamargarðs, svonefnds Bökugarðs, sem skýla mun höfninni fýrir norðlægum áttum og skapa aðstöðu til byggingar allt að 150 metra viðlegukants með 10 metra dýpi. Samkvæmt áætluninni verður einnig ráðist í gerð fyrsta áfanga viðlegukantsins. Þessar framkvæmdir munu gerbreyta allri hafharaðstöðu á Húsavík og gera hana ákjósanlegan kost, bæði fyrir fiskiskip og vöru- flutningaskip. Þá mun hinn nýi viðlegukantur einnig henta skemmtiferðaskipum sem þegar em farin að venja komur sínar hingað þótt aðstæður séu fremur erfiðar. Orkuveita Húsavíkur Jarðhitasvæðið á Hveravöllum í Reykjahverfi er um 20 km sunnan Húsavíkur. Þaðan fær Orkuveita Húsavík- ur heitt vatn í hitaveituna. Á jarðhitasvæðinu er fjöldi lauga og hvera sem úr flæðir um 100° C heitt vatn og úr borholum þar fæst 120° C til 130° C vatn. Holumar em 400-1000 m djúpar og em með öflugustu lághitaholum á landinu. Jarðhitasvæðið hefúr ver- ið rannsakað um langt ára- bil og er því vel þekkt. Af- kastageta þess hefur verið metin með nýjustu aðferð- um og gefa niðurstöður þeirra til kynna að svæðið standi undir u.þ.b. 75-100 MW varmaafli miðað við sjálfrennsli. Hafist var handa um nýt- ingu jarðhitans á Hveravöll- um fýrir Húsavík þegar árið 1970. Hiti jarðvökvans úr svæðinu var þá felldur nið- ur í 100° C með sjálfsuðu á staðnum og heita vatnið leitt til Húsavíkur í 20 km langri niðurgrafinni asbest- lögn. Milli Húsavíkur og Hveravalla er um 100 m hæðarmunur svo ekki þarf Búðará rennur úr Botnsvatni í gegnum Húsavík. Fallegur skrúðgarður prýðlr árbakkann. Myndin er tekin úr skrúðgarðinum. Húsið heitir Framnes. Myndirnar með greininni tók Guðrún Kristín Jóhannsdóttir. 1 37

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.