Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 14
AFMÆLI Nokkrar stökur frá Húsavík Eins og víða á landinu hefur lengi verið iðkuð vísna- gerð á Húsavík og þar hafa margir snillingar lagt hönd á plóg auk annarra spámanna. Hér á eftir fylgja nokkur sýnishom. Heilræði Meðan áttu ævibið, ekki máttu kveina. Lífið sáttur sértu við. Svo er fátt til meina. Arni Sigurðsson póstur Húsavík Hér er friðað föðurland, flestir önnum kafhir. Hér þarf hvorki hjálm né brand, - hér em allir jafnir. Björg Pétursdóttir húsfreyja Kristján Ólason, skrifstofumaður á Húsavík, var þekktur fyrir fágaðar og hnitmiðaðar ferskeytlur. Hér kemur ein sem þarf ekki frekari skýringa við: Fjallið Húmið flýtur hljótt að mér, hylur lýti sára, meðan hvít við Kaldbakssker kliðar lítil bára. Um þá efalausu: Aðdáun og undmn hafa aukið hjá mér jafnt og þétt þeir sem aldrei em í vafa og alltaf vita hvað er rétt. Kristján Ólason Egill Jónasson var ekki aðeins frábær hagyrðingur, heldur einnig mikill húmoristi, ekki síst gagnvart sjálf- um sér. Þetta varð til eftir að konan hans hafði eignast nýjan ísskáp: Nú er ég gamall, það glöggt ég finn, grár um höku og kinnar, og farinn að öfúnda ísskápinn af ástríki konu minnar. Ur bændaför Þingeyinga vestur og norður: Sú stórkostlega gestrisni hjá Strandamönnum var, þá stimamýkt ég óvíða um landsins byggðir þekki. Því þegar okkur hrakta að býlum þeirra bar, bændur gengu úr rúmum, en húsfreyjumar ekki. Egill Jónasson Of lítið er varðveitt eftir næsta höfúnd, en þar á meðal er eins konar kvöldstef, einkar hlýlegt: Oft mér veitir innri frið yndi sólarlagsins, þó aldrei gæti ég orðið við öllum kröfum dagsins. Karl Sigtiyggsson Höfundur næstu visu var ekki kominn á þing þegar hún varð til, en gæti hafa setið í sveitarstjóm um það leyti: Yfirvöldin ill og köld ólánsskjöldum tjalda, syndagjöldum öld af öld ótalföldum valda. Karl Kristjánsson Spurt var: Hvað er það fallegasta sem þú hefúr séð? Á liðinni ævi margt fagurt ég fann, sem fangaði athygli mina. En ekkert séð fegra en ástfanginn mann umfaðma konuna sína. Ósk Þorkelsdóttir Og meira um sama efni: Eftir fegurð er að gá oft í kuldagjósti. Áður fyrmm fegurst sá frumburðinn á brjósti. Njáll Þórðarson Þessari samantekt skal svo lokið með spumingunni um það hvort hagyrðingar séu gáfaðri en annað fólk. Sigvaldi frá Garði svarar svo fyrir sig: Á þessu sviði er þjóðin slyng og þykist rik. En heimskan veit ég hagyrðing á Húsavík. Sigvaldi Jónsson Samantekt: Hreiðar Karlsson. 1 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.