Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 24
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Fjórðungssamband Vestfirðinga fimmtíu ára Haukur Már Sigurðarson, bœjarfullft'úi í Vesturbyggð ogformaður jjórðungssambandsins Fjórðungssamband Vestfírðinga fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu á sl. ári og var þess minnst á íjórðungsþingi sem haldið var á Tálknafirði dagana 8. og 9. október sl. í til- efni afmælisins var öllum þingfulltrúum gef- inn veglegur penni, sérstaklega merktur fjórðungssambandinu og með áletrun um 50 ára afmæli sambandsins. Auk þess hefur fjórðungssambandið látið gera 12 mínútna heimildarmynd um Vestfirði, en gerður var samningur við Myndbæ ehf. um gerð mynd- bandsins. Myndband þetta, sem bæði er með ensku og íslensku tali, verður sýnt i Qögurra mínútna útgáfu á Hótelrásinni í eitt ár. Auk þessa verður myndbandið sent í 12 mínútna útgáfu til allra grunn- og framhaldsskóla í landinu. Fjórðungssamband Vestfírðinga fær 100 eintök myndbandsins til eignar. Það var frumsýnt í Hópinu á Tálknafirði að kvöldi fyrri fundardagsins á fjórðungs- þinginu. Tiluró fjóróungssambandsins Dagana 8.-10. nóvember árið 1949 var stofnfundur fjórðungssambandsins haldinn á ísafirði. í ávarpi sínu á 30 ára afmæli þess, sem haldið var á Patreksfirði dagana 18. og 19. ágúst árið 1979, rakti Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík og þáverandi formaður stjóm- ar fjórðungssambandsins, sögu sambandsins til þess dags og tilurð. Þar vitnar Ólafur m.a. í ársrit Sögufélags ísfirðinga frá 1962, en þar segir: „Naumast verður um það deilt að Kollabúðafundir voru einna athyglisverðustu samkomur hér á landi á öld- inni sem leið. Þeir votta um pólitiskan þroska og sam- heldni Vestfirðinga á endurreisnartímabilinu, einmitt þegar brýnust var þörfin á að í ljós kæmi, að menn kúrðu ekki hver i sínu homi sinnulausir um umbrotatákn aldarinnar." Með þessari tilvitnun er Ólafur væntanlega að leiða að því líkur að tilurð „fjórðungssambands" í einhverri rnynd megi rekja allt að 150 ár aftur í tímann, en 150 ár eru frá fyrsta fundi að Kollabúðum. Þeir fundir voru haldnir samfellt í 20 sumur. 1 þessari sömu ræðu lætur Ólafur að því liggja að að- draganda að stofnun Fjórðungssambands Vestfírðinga megi rekja til aðalfundar sýslu- nefhdar Norður-ísafjarðarsýslu árið 1948, þar sem Jón H. Fjalldal á Melgraseyri, hrepps- nefndarfulltrúi og sýslunefhdarmaður Naut- eyrarhrepps, flutti tillögu, þar sem vakin var athygli „annarra sýslufélaga innan Vestfirð- ingafjórðungs á því hvort ekki sé tímabært að Vesfirðingafjórðungur myndi fjórðungssam- band svipaðs eðlis og fjórðungssambönd Norður- og Austurlands“ (tilv. lýkur). Skemmst er frá því að segja að kosin var þriggja manna nefnd til að fylgja málinu eftir. Nefndina skipuðu þeir Einar Guðfmnsson, hreppsnefhdarfulltrúi og sýslu- nefndarmaður þáverandi Hólshrepps, þ.e. Bolungarvík- ur, Jón H. Fjalldal og Jóhann Gunnar Ólafsson, sýslu- maður á ísafirði og þar með oddviti sýslunefndar N-Isa- fjarðarsýslu. Auk þeirra kom síðar í nefhdina Sigurður Bjamason frá Vigur sem þá var forseti bæjarstjómar ísa- fjarðar. Starfi þessarar nefndar lauk með stofnun Fjórðungs- sambands Vestfirðinga á stofnþingi, sem haldið var dag- ana 8. til 10. nóvember árið 1949, eins og áður segir. Formenn fjóröungssambandsins Fyrsti formaður sambandsins var kosinn Jón H. Fjall- dal og gegndi hann því starfi til ársins 1955, eða í fimm ár samfleytt, en þá var Sturla Jónsson, oddviti Suðureyr- arhrepps, kosinn formaður. Hann var formaður samfellt í 15 ár og tilnefhdur heiðursformaður þess er hann lét af störfum sem formaður. Við formennsku af Sturlu tók Gunnlaugur Finnsson, fyrrverandi alþingismaður, og gegndi hann því starfi í fjögur ár, til ársins 1974. Þá tók við Ólafur Þ. Þórðarson, þáverandi oddviti Suðureyrarhrepps og síðar alþingis- maður, og gegndi því til ársins 1978 og síðan nafni hans Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, frá árinu 1978 til ársins 1980. Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi á ísafirði, var formaður 1980 til 1984 en þá tók við for- mennsku Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Gegndi hann stöðu formanns til ársins 1988, þegar Björgvin Bjamason, bæjarfulltrúi í Bolungarvík, var kjörinn for- 1 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.