Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 51
FRÁVEITUR Ástandsgreining fráveitukerfa með Lagnastjóra Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og öryggissviðs Línuhönnunar hf verkfi-œðistofu Almennt Fráveitukerfi eru mikilvæg og dýr mannvirki. Þessi mannvirki verða fyrir áraun og sliti og þurfa því við- halds og viðgerða við eins og önnur mannvirki. I framhaldi af þróun myndbandsupptöku- og tölvutækni á síðustu árum hefur verið unnt að skyggnast inn í holræsin og kanna ástand þessara mikilvægu kerfa í okkar grunngerð. Hér á landi hafa nokkrir verktakar tileinkað sér þessa tækni. Þessir að- ilar sinna einnig almennri stíflulos- un og holræsahreinsun. A síðustu árum hafa holræsi verið mynduð víða um landið þó svo að mest hafi verið um það á höfuðborgarsvæð- inu. Lauslega má áætla að um 30-40 km af holræsakerfum hafi þegar verið myndaðir hér á landi. Víða er ástand holræsa miður gott. Sprungur, tæringar, slit og óþéttleiki eru algengar skemmdir en mun alvarlegri skemmdir eins og hrun finnast einnig. Athygli vekur að einnig tiltölulega nýlegar pipur sýna skemmdir. Þetta ástand vekur vissar spumingar er snúa að fram- leiðslu og flutningi holræsapípna, hönnun holræsakerfa, efnisvali og verklagi við frágang í skurðum og eftirliti á verkstað. Það er ljóst að kostnaður við við- hald og viðgerðir holræsakerfa sveitarfélaga mun aukast þegar líður á 21. öldina. Eina raunhæfa leiðin til að leggja mat á ástand kerfanna og áætla fjármagnsþörf i þennan mála- flokk byggist á því að mynda kerfin að innan og láta sérfræðinga fram- kvæma ástandsgreiningu þeirra. Með tölfræðilegum aðferðum má í flestum tilfellum nálgast viðhalds- og viðgerðarþörfma án þess að til myndunar á öllu kerfmu komi. I þessari grein verður ekki fjallað um viðhalds- og viðgerðarkerfi sem i boði eru til að lagfæra skemmd fráveitukerfi. Þess í stað verður fjallað um hvernig megi nýta sér myndbands- og tölvutæknina til að ástandsgreina kerfin og koma upp- lýsingum um ástandið á aðgengilegt form. I þessu sambandi er skírskot- að til þess sem gerst hefúr á þessu sviði síðustu misseri á íslandi. Helstu skemmdir Þó svo ffáveitukerfi séu skemmd er i fæstum tilfellum á ferðinni neyðarástand eða ástand sem krefst skyndiaðgerða. Engu að síður er mikilvægt að þekkja skemmdimar og vita af staðsetningu þeirra í frá- veitukerfunum. Síðast en ekki síst þarf að fylgjast með þróun skemmda til þess að hægt sé í tæka tíð að grípa til viðeigandi aðgerða til úrbóta. Óþéttar pípur Það er háð gmnnvatns- eða sjávarstöðu hvort rennur inn í óþéttar pípur eða út um þær. Oþétt pípusamskeyti, leki á belg eða innrennsli um spmng- ur skapar einungis hættu fyrir kerfið ef samtímis er um innskolun á jarðvegi að ræða. Við slíkar að- stæður geta myndast hol- rými sem geta valdið sigi eða hmni á yfirborði. Mikið innrennsli getur verið dýrt spaug, sér í lagi þegar dæla þarf skólpinu. Slíkt ástand er víða fyrir hendi við sjávarsiðuna hér á landi þar sem áhrifa flóðs og fjöm gætir í pípukerfúm en einnig undir fjöllum þar sem gmnnvatnsstaða er há. Sprungur Spmngur í römm em algengar og verða þess t.d. valdandi að oft lekur inn í pípur. I meginatriðum er greint á milli höfuðbrota, þverbrota og villtra brota. Út frá tegund og eðli spmngumyndunar má oft komast að ástæðum fyrir skemmdum. Oft má rekja spmngumyndun til rangrar hönnunar, óviðunandi efnis- gæða og þjöppunar í skurði eða rangra aðgerða við flutning og lagerhald. Hefðbundin höfuðbrot ásamt hugsanlegri formbreytingu má sjá á 1. mynd. Ef stuðningur af jarðvegi er góður beggja vegna við rör með hefðbundnum höfúðbrotum 1. mynd. Höfuðbrot og formbreyting auk sets í lögn. 1 7 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.