Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 48
LAUNAMÁL Stefnumörkun Launanefiidar sveitarfélaga Lúðvík Hjalti Jónsson, deildarstjóri launadeildar sambandsins Undanfama mánuði hefur Launa- neíhd sveitarfélaga heimsótt sveitar- félög landsins og rætt um stefnu og markmið nefndarinnar i komandi kjarasamningum. Tildrög þessa em þau að á landsþingi sambandsins sem haldið var í ágúst 1998 var samþykkt ályktun þar sem lögð var áhersla á að nefndinni væri það mikilvægt að ávallt liggi fyrir skýr afstaða sveitarstjóma til markmiða hennar og verka. Landsþingið taldi einnig að fmna yrði lausn á þeim vanda sem skapast hefði vegna sér- samninga sveitarfélaga við einstaka starfshópa, kennara og leikskóla- kennara. Þingið hvatti launanefnd- ina til að halda fundi í öllum lands- hlutum til að ræða stöðuna við fúll- trúa þeirra sveitarfélaga sem veitt hafa nefndinni urnboð til kjara- samningsgerðar. Einnig var hvatt til stefnumörkunarvinnu á vegurn nefndarinnar fyrir gerð næstu kjara- samninga. Kynningarfundir launa- nefndar Launanefndin hélt almenna kynn- ingarfundi víða um land sem vom vel sóttir af sveitarstjómamiönnum. A fundunum komu frarn ýmsar ábendingar um störf og stefnu nefndarinnar og í framhaldi þessara funda hófst í lok síðasta árs mark- viss stefnumótunarvinna af hálfu nefndarinnar. í framhaldi kynningarfundanna hélt nefndin fimm vinnufundi þar sem stefnumörkun og markmiðs- setning vom einu umfjöllunarefnin. Niðurstaðan var gerð kynningarefn- is sem ákveðið var að leita eftir við- brögðum við hjá sveitarstjórnar- mönnum. Akveðið var að halda sér- tæka kynningarfundi með litlum hópi sveitarstjórnarmanna hverju sinni. Launanefndin skipaði nokkra hópa með fúlltrúum og starfsmönn- um nefndarinnar sem undanfarna mánuði hafa farið um allt land og haldið rúmlega 50 fúndi með sveit- arstjómannönnum. Á þessum fúnd- um var leitað eftir skoðunum og viðbrögðum vegna hinna ýmsu hug- rnynda að einstökum þáttum í stefnumörkun nefndarinnar og áherslum í starfi hennar. Unnið var síðan úr þeim ábendingum og niður- stöðum sem fengust á fúndunum og ákveðið að setja frarn fá markmið og samandregna stefnu. Markmió og stefna launa- nefndar Niðurstaða launanefndar varð eft- irfarandi: Markmið Launanefndar sveitar- félaga: • Að þjóna sveitarfélögunum á sviði vinnumarkaðsmála á fagleg- an og fjölbreyttan hátt. • Að hafa fhimkvæði að rannsókn- um og upplýsingagjöf til sveitarfé- laga um kjaramál og leysa eins og kostur er úr þeim viðfangsefnunr sem þau fela nefndinni að sinna. • Að efla samráð launanefndar við einstök sveitarfélög. • Að vera í góðu samráði við aðra vinnuveitendur. • Að launastefna launanefndar laði til sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra hæfa starfsmenn og stjóm- endur. Stefna Launanefndar sveitarfé- laga: • Launanefnd vill ná fram þeirn markmiðum sem sveitarfélögin setja sér í starfsmannamálum og þjónustu miðað við fjárhagslega getu þeirra. • Að laun ákvarðist kerfisbundið eftir innihaldi og ábyrgð í hveiju starfí. • Að laun taki mið af hæffii og ár- angri starfsmanna og við hagræð- ingu verði ábataskipti höfð að leiðarljósi. • Að launaákvarðanir byggi á al- mennri jafnræðisreglu. • Að samræma almenna grunnþætti kjarasamninga. • Að gera kjarasamninga vegna grunnskólans í samræmi við samninga annarra háskólamanna. Ný umboó og skriflegt samkomulag viö hvert sveitarfélag Umboð launanefndar vegna kjarasamningsgerðar hafa verið endumýjuð með sérstöku samkom- lagi milli launanefúdar og sérhvers sveitarfélags. I samkomulaginu kemur eftirfarandi fram: „Sveitarfélagið skuldbindur sig til að hlíta samþykktum Launanefndar sveitarfélaga og þeim kjarasamning- um sem nefndin gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum og em breyt- ingar, viðbæmr og ffávik, s.s. kerfis- bundnar yfirborganir sem byggja á launategundum kjarasamnings á gildistíma hans óheimilar án sam- þykkis launanefndar. Launanefnd sveitarfélaga mun á grundvelli þessa umboðs sem hún hefúr frá sveitarfé- 1 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.