Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 54
UMHVERFISMAL Nokkrir þankar um hlutverk skógræktarfélaga og samvinnu þeirra við sveitarstjórnir Björn Árnason, fv. bœjarverkfrœðingur í Hajharfirði Lesendum þessa tímarits ætti ekk- ert að þurfa að kenna um hin marg- þættu og nánast óendanlegu verkefhi sem sveitarstjórnir standa frammi íyrir hvem dag og alla daga. Hér munu ekki heldur hafðir uppi miklir tilburðir í þá átt en reynt að minna á einn málaflokk sem lengi hefur verið höfundi hugstæður. Kjömir fulltrúar í sveitarstjómum sækja umboð sitt til borgaranna á fjögurra ára fresti en hinn almenni starfsmaður er ráðinn til starfa í mun lengri tíma, oft alla starfsævina. Strax þama komum við að vissri þversögn sem felst í því að yfir- stjómendumir hafa mun styttri ráðn- ingartíma en þeir sem undir þá heyra. Til allrar hamingju kemur þetta sjaldnast að sök en staðreynd er það samt að mörg verkefni sveit- arstjórnanna spanna yfir svo miklu lengra tímabil en kjörtímabilin að hinum kjömu fulltrúum gefst ekki tóm til að fylgja eftir þeim góðu hugmyndum sem þeir skapa í starfi sínu. Nú má spyrja hver séu markmið okkar í því streði sem stjómendur á öllum stigum í stjómsýslunni mega sinna alla daga starfsævi sinnar. Ekki verður reynt að kafa djúpt í þá spumingu og svör við henni. Öll sækjumst við eftir hamingju og velferð i víðum skilningi. Ein- staklingarnir verða að skapa sína hamingju sjálfir, en sveitarstjórnir og starfsmenn þeirra hafa því göfúga hlutverki að gegna að skapa um- hverfi, svigrúm og skilyrði til að fólkinu megi auðnast að lifa við hamingju og lífsfyllingu í sem flest- um skilningi. Samþætt verkefni Meðal hlutverka sveitarstjórn- anna, sem öðrum fremur flokkast undir langtímaverkefni, eru um- hverfið, skipulagsmál, menntun og menning. Þau verkefni fléttast á hinn bóginn hvert inn í annað og geta ekki án hvert annars verið. Öll viljum við hafa heimili okkar í röð og reglu og umfram allt hlýleg og notaleg til dvalar innan veggj- anna. Utan veggjanna hafa flestir frágengnar lóðir með gróðri af ýmsu tagi. Sé haldið lengra, út á götur, torg og önnur opin svæði er enn uppi sama óskin um gróið og hlýlegt umhverfi, að ekki sé talað um stofh- anir okkar. Við viljum skilyrðislaust hafa hlýlegan og menningarlegan brag á öllu umhverfi okkar. Höldum nú lengra, út fyrir hina eiginlegu byggð, en þá tekur oftar en ekki við öllu naktara umhverfi, gróðurlítil holt og melar. Sumum finnst að svona hljóti það að vera og jaíhvel hafi alltaf verið. Svo er þó al- deilis ekki, því yfirleitt þarf ekki að kafa djúpt í heimildir til að sjá að berangurinn er bein afleiðing af bú- setu okkar, rangri nýtingu gæðanna, ásamt fáfræði og fátækt, sem aftur leiddu til úrræðaleysis. Að bæta úr þessu er á hinn bóginn ekkert áhlaupaverk en þó langt frá því að vera ókleift. Hlutverk sveitarstjórna í skipulags- og umhverfis- málum Eftir þennan langa inngang kom- um við nú aftur að hlutverki sveitar- stjómanna, ekki síst í skipulags- og umhverfismálum. Nú þegar höfum við nokkur glæsileg dæmi um hverju náttúran sjálf fær áorkað með viðeigandi hjálp hugar og handa manna. Að öðmm stöðum ólöstuðum nefni ég Heiðmörk á höfuðborgarsvæðinu og Kjamaskóg við Akureyri. Þama hafa í kyrrþey vaxið upp alvöm skógar, sem á tiltölulega stuttum tíma spruttu fram og urðu almennings- eign. Aðsóknin er svo mikil að sam- svarandi tölur frá ýmsum öðrum markverðum stöðum beinlínis blikna í samanburði. Hvað hefúr eiginlega gerst? Það sem hér gerðist er að framsýnir ræktunarmenn og sveitarstjórnar- menn tóku sig saman og létu drauma sína rætast. Bæði þessi svæði eiga upphaf sitt um miðja öldina, er við- komandi skógræktarfélög hófú að- gerðir með stuðningi sveitarfélags síns. Ekki þurfti að vísu hálfa öld til að draumarnir rættust, en nokkra áratugi verður þó að bíða eftir svo sýnilegum árangri, en „þolinmæðin þrautir vinnur allar“ og hún er sú dyggð sem við skógræktarmenn verðum öðru ffernur að tileinka okk- ur. Hvernig geta skógræktar- félög og sveitarfélög best unniö saman? Nú komum við að þeirri spurn- ingu sem var upphaflegt viðfangs- efni þessarar greinar. Hvemig geta skógræktarfélög og sveitarfélög best unnið saman? Sveitarfélagið verður að mínu viti fyrst og seinast að sýna, auk þolin- mæðinnar, mikla framsýni, en einmitt þess vegna drap ég hér á 1 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.