Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 39
FJARMAL Breytingar á kostnaði sveitarfélaga við yfirtöku á rekstri alls grunnskólans 1. ágúst 1996 og kostn- aðaráhrif nýrrar aðalnámsskrár Ólafur Darri Andrason hagfrœðingur í samkomulagi rikis og sveitarfé- laga frá 4. mars 1996 um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans var gert ráð fyrir að endurmeta kostnað og tekjuþörf við framkvæmd grunnskólalaganna þegar nokkur reynsla væri komin á rekstur sveitarfélaganna á skólun- um, eða eins og segir í 12. gr. sam- komulagsins „Árið 2000, fyrir 1. ágúst, verði kostnaður og tekju- þörf við framkvæmd grunnskólalag- anna endurmetinn í ljósi reynslunn- ar.“ Að ósk Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, tók undirritað- ur að sér að leggja mat á breytingar á kostnaði sveitarfélaga við yfirtöku á rekstri alls grunnskólans 1. ágúst 1996 fyrir sambandið og einnig að skoða hugsanleg kostnaðaráhrif nýrrar aðalnámsskrár grunnskóla fyrir sveitarfélögin. Verkinu lauk með því að undirritaður skilaði stjóm sambandsins skýrslu hinn 19. júni, þar sem komu ffam helstu nið- urstöður auk ábendinga skýrsluhöf- undar um ýmislegt sem æskilegt væri að færa til betri vegar nú þegar hugað er að reynslunni af yfirfærslu gmnnskólans til sveitarfélaganna. Almennt um verkió Erfitt er að nálgast samræmdar upplýsingar um kostnað sveitar- félaga við þau verkefni sem þau tóku yfir frá ríki 1. ágúst 1996. Kostnaður við þessi verkefni er yfir- leitt ekki aðgreindur frá öðrum grunnskólaverkefuum í fjárhags- og launabókhaldi sveitarfélaganna. Því var farin sú leið að sendir voru spumingalistar til valinna sveitarfé- laga og þau beðin að svara spum- ingum um umfang og kostnað þeirra verkefna sem þau tóku yfir þann 1. ágúst 1996 og um þær tekjur sem sveitarfélagið fékk vegna breytinga á grunnskólalögunum 1995. Einnig var útbúið reiknilíkan sem áætlaði kostnað við breytingar á skólastarfí með samræmdum hætti. Reikni- líkanið byggði á þeim forsendum sem lágu til grundvallar samkomu- lagi ríkis og sveitarfélaga frá 4. mars 1996. Reiknilíkanið var að auki notað til að bera saman kostnað sveitarfélaganna á framangreindum forsendum við þær tekjur sem sveit- arfélögin fengu vegna verkefna sem þau tóku yfir frá ríki 1996. Einnig var hugað að einsetningu grunn- skóla og hvemig þeir fjármunir sem sveitarfélögin fengu til einsetningar hafa nýst, m.a. með því að skoða hvernig þeir fjármunir sem auð- velda áttu sveitarfélögunum einsetn- ingu hafa rýmað frá 1996. Hugsan- leg kostnaðaráhrif nýrrar aðalnáms- skrár á skólastarf vom könnuð með þeim hætti að rætt var við aðila sem þekkja vel til aðalnámsskrárinnar og á grundvelli þeirra viðræðna gaf undirritaður sér ákveðnar forsendur fyrir áhrifum nýju aðalnámsskrár- innar á skólastarf. 1. mynd 120 100 80 60 40 20 0- Tekjur og gjöld sveitarfélaga vegna verkefna frá ríki sem hlutfall af tekjum (tekjur=100) 100 105,81 108,43 Tekjur 1999 Gjöld 1999) Gjöld m.v. lengingu skóladagsins (á verðlagi 1999) 1 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.