Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 40
FJÁRMÁL
2. mynd
Þróun tekna sveitarfélaga í samanburði við þróun
útgjalda í nokkrum málaflokkum hjá ríki (1997=100)
Helstu niöurstööur
• Samkvæmt könnun á kostnaði níu
sveitarfélaga eru mörg sveitarfélög
að greiða meira vegna verkefna sem
þau tóku yfír frá ríki en þær tekjur
sem fylgdu verkefnunum. Skv.
könnuninni er kostnaður þessara
sveitarfélaga vegna verkefna sem
þau yfírtóku frá ríki að meðaltali
5,8% umfram tekjur. (1. rnynd).
Mismunur tekna og gjalda á eftir að
aukast þegar lenging skóladagsins
skv. grunnskólalögum verður að
fullu komin til framkvæmda (sjá
nánar hér að neðan). Helstu skýring-
amar á þessum mun eru að sveitar-
félögin hafa flest aukið þjónustu
grunnskólanna frá árinu 1996, m.a.
vegna úrskurða menntamálaráðu-
neytisins, og einnig hafa sveitarfé-
lögin tekið ákvörðun um fjölgun
kennslustunda, eflingu sérfræði-
þjónustu auk ákvarðana um viðbót-
argreiðslur til kennara eftir þrýsting
frá kennurunt í formi hópuppsagna
eða hótana um hópuppsagnir.
• Kostnaður sveitarfélaga vegna yf-
irtöku á rekstri alls gmnnskólans, á
forsendum þess kostnaðannats sem
lá til grundvallar samkomulagi rikis
og sveitarfélaga frá 4. mars 1996, er
innan þess tekjuramma sem ríki og
sveitarfélög sömdu um 1996. Hér
verður þó að taka fram að forsendur
kostnaðarmatsins byggðu að mestu
á sama þjónustustigi og var í gmnn-
skólunum fyrir yfirfærsluna en
sveitarfélögin tóku við rekstri
grunnskólans eftir samdráttarskeið
og því ekki óeðlilegt að sveitarfé-
lögin hafi aukið þjónustu í grunn-
skólunum líkt og átt hefur sér stað
hjá ríkinu, t.d. í framhaldsskólum,
háskólum og í heilbrigðisþjónust-
unni, þar sem þjónustustig hefur
verið hækkað og/eða umfang þjón-
ustunnar aukið. (2. mynd).
• Þegar lenging skóladagsins skv.
grunnskólalögum verður að fullu
komin til framkvæmda verður ár-
legur kostnaður sveitarfélaganna
250 millj. kr. hærri en hann var 1999.
• Lækkun tryggingagjalds hefur
lækkað árleg útgjöld sveitarfélag-
anna um 45 millj. kr. á tímabilinu
frá 1997 til ársins 1999. Búast má
við því að útgjöld sveitarfélaganna á
árinu 2000 lækki um 20 millj. kr. til
viðbótar. Ef atvinnuástand versnar
munu útgjöld sveitarfélaganna
vegna tryggingagjalds fljótlega fær-
ast í fyrra horf þar sem lögum sam-
kvæmt er gert ráð fyrir að sá hluti
tryggingagjaldsins sem stendur und-
ir atvinnuleysistryggingasjóði hækki
ef atvinnuástand versnar.
• Menntamálaráðuneytið hefur fellt
nokkra úrskurði þar sem ráðuneytið
kemst að þeirri niðurstöðu að skóla-
hald hjá sveitarfélögunum sé ekki í
samræmi við grunnskólalög. Þetta
gerðist þrátt fyrir að ákvæði laga
hafi lítið eða ekkert breyst og að
skólahaldið haft verið með sama
hætti og tíðkaðist hjá ríki. Ekki var
gert ráð fyrir þessum kostnaði þegar
samið var um tekjur sveitarfélag-
anna. Varlega má áætla að árlegur
kostnaðarauki sveitarfélaga vegna
úrskurðanna sé um 130 millj. kr. á
meðalverðlagi ársins 1999.
• Ný aðalnámsskrá getur leitt til
vemlegra útgjalda fyrir sveitarfélög-
in. Sveitarfélögin hafa visst svigrúm
til að ákveða útfærslur og ráða því
nokkru um kostnað við aðalnáms-
skrána. Búast má við að:
- kostnaður sveitarfélaganna við
að aðlaga skólastarf að nýrri að-
alnámsskrá verði 290 millj. kr.
Þessi kostnaður er ekki árlegur
eins og flestar aðrar kostnaðar-
tölur í þessari grein þar sem hér
er miðað við að þetta verk þurfí
einungis að vinna einu sinni.
- árlegur rekstrarkostnaður sveitar-
félaga aukist um 490 millj. kr.
sem skiptist í eftirfarandi: aukið
val á unglingastigi 160 millj. kr.,
nýbúafræðsla 100 millj. kr., störf
tölvuumsjónarmanna og fag-
stjóra í tölvum 230 millj. kr.
- sveitarfélögin þurfí að fjárfesta í
tölvum fyrir nemendur og kenn-
ara og öðrum búnaði fyrir 1.530
millj. kr. Árlegur kostnaður við
að endumýja búnaðinn er áætlað-
ur um 355 millj. kr.
• Fjárframlög ríkis og Lánasjóðs
sveitarfélaga vegna einsetningar
grunnskóla eru einu Ijárframlögin
sem samið var um milli ríkis og
sveitarfélaga sem ekki breytast í
samræmi við útsvarsstofn. Frá því
að samkomulagið var undirritað
hefur byggingarvístalan hækkað um
17%. Þegar samkomulag ríkis og
sveitarfélaga var undirritað ríkti
meiri stöðugleiki en nú er. Ólíklegt
er að þeir sem að samkomulaginu
stóðu hafi séð fyrir sér þetta mikla
rýmun fjánnuna á ekki lengri tíma.
Verði fjárframlög ríkissjóðs og
Lánasjóðs sveitarfélaga vegna ein-
setningar grunnskóla ekki endur-
skoðuð ntunu sveitarfélögin þurfa
að bera stærri hluta kostnaðar við
einsetningu gmnnskólans en ráð var
fyrir gert.
1 66