Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 47
FRÆÐSLUMÁL ur í kennslugreinum grunnskóla en þó er ljóst að nemendur hafa af því ávinning að kynnast nýrri tækni sem án efa á eftir að verða áberandi í námi og störfum í framtíðinni. • Æskilegt væri að opna fleiri leiðir til samskipta nemenda í gegnum tölvur, s.s. með tölvupósti og spjallrásum. Kennslan • Reynslan af íjarkennslunni var í stórum dráttum góð og fjar- kennsla virðist vera vel fram- kvæmanleg í flestum bóklegum greinum á grunnskólastigi. • Flest bendir tii að undirbúningur fjarkennslu, einkum ef beita á flóknara kennsluskipulagi en kennslu frá töflu, sé flóknari og tímafrekari en undirbúningur ann- arrar kennslu. Kennarar telja sig þurfa að hugsa margt í skipulagi kennslustunda upp á nýtt til að tryggja að nemendur bæði á nærenda og fjarenda nái mark- miðum hverrar kennslustundar. • Undirbúningur þarf einnig að vera fyrr á ferðinni en áður til að svigrúm gefist til að senda gögn milli skóla. Undirbúningur þarf einnig að vera nákvæmari þannig að allt sé tilbúið áður en kennsla hefst. • Stöðugt samráð og náin samvinna milli skóla er mikilvægur þáttur í undirbúningi kennslunnar. Svo virðist sem samvinna milli skól- anna á Hólmavík og Broddanesi um undirbúning kennslunnar hafí ekki verið nægilega markviss. • Skólamir nýttu ekki nægilega vel tölvur til gagnasendinga milli skóla og notuðust þess í stað við faxtæki sem þar á ofan skiluðu lé- legum prentgæðum. Þessu þarf að breyta og auk góðra faxtækja þarf að vera tölva í hvomm skóla með öflugu mótaldi eða ISDN-teng- ingu ásamt myndlesara (skanna) til gagnasendinga. • Samvinna kennara innan beggja skólanna var afar góð og styðj- andi og skólastjórar fá lof fyrir styrka forystu og virkan stuðning við kennara. • Beinar innlagnir kennara, einstak- lingsnám og ýmiss konar hópstarf nemenda eru vinnubrögð sem reyndust vel í ijarkennslunni. • Gera má ráð fyrir að framvinda kennslustunda í fjarkennslu sé með nokkuð öðrum hætti en al- mennra kennslustunda. Búast má við að oft tapist tími í upphafi stunda og að framvinda kennsl- unnar verði hægari og þar með yfírferð námsefhis einnig. • Kennurum finnst vandasamt að deila athygli sinni jafnt milli nem- endahópanna auk þess að sjá um fjarkennslubúnaðinn og hætt er við að nemendur geti upplifað ó- jafnvægi að þessu leyti. • Kennarar eru sammála um að i fjarkennslu gæti tilhneigingar til að kennsla verði einhæfari en ella, kennaramiðuð og námsbóka- stýrð. Þeir leggja allir áherslu á að kennarar verði að vera vakandi gagnvart þessum ókostum og benda á ýmsar leiðir sem þeir telja færar til að vinna gegn þeim. • Fjarkennsla felur í sér ýmsar tak- markanir á kennsluskipulagi, t.d. varðandi leiki, þemaverkefni og tilraunir. • Mikilvægt er að halda áfram að leita leiða til að beita hentugum kennsluaðferðum og námsskipu- lagi, s.s. samvinnunámi, leikjum, námsspilum, þentavinnu og sögu- aðferð í fjarkennslu. • Kennarar eru sammála um að í byrjun hafi fjarkennslan verið meira þreytandi en önnur kennsla, bæði vegna þess að tæknin var ný og eins vegna aukins álags sem stafar af því að hafa nemendur í tveimur námshópum. Það fyrr- nefhda breyttist með tímanum en vegna hins síðamefnda má búast við að fjarkennsla reyni meira á kennara en önnur kennsla. • Fjarkennsla setur bekkjarstjómun kennara og sambandi þeirra við nemendur ýmsar skorður. Erfitt er að taka á óæskilegri hegðun á fjarenda og fjarkennslan kemur i veg fyrir líkamlega nálægð, snert- ingu og augnsamband sem eru mikilvægir þættir í heilsteyptum samskiptum kennara og nemenda. Segja má að þetta sé því baga- legra sem nemendur eru yngri. Líklegt er að í mörgum tilvikum sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir aðstoðarmanni með nemendum á ijarenda. • Aðstoð við nemendur á fjarenda verður einnig þyngri í vöfum og tímafrekari. Ekki reyndi á kennslu nemenda með miklar sérþarfír í verkefninu en ætla má að í fjar- kennslu gæti reynst mjög erfitt að sinna nemendum sem ættu við náms- eða hegðunarerfiðleika að etja. • Þegar nemendur eru að hluta til í fjarkennslu en hluta til í kennslu hjá heimakennara skiptir miklu að algerlega sé ljóst hver ber ábyrgð á námi nemandans í bekknum, heimanámi og námsmati. Þessir þættir voru oft of óljósir í tilraun- inni. Viðhorf foreldra • Þeir foreldrar sem svara spurn- ingalista hafa almennt jákvætt viðhorf til Ijarkennslunnar enda þótt tiltölulega fáir telji sig hafa fylgst vel með tilrauninni. • Meirihluti foreldra telur að nem- endur hafi haft félagslegan ávinn- ing af fjarkennslutini en eru, sem vonlegt er, óvissari um námsár- angur. • Yfirgnæfandi meirihluti foreldra telur að fjarkennsla geti verið leið til að leysa vanda fámennra skóla í dreifbýli. • Tæpurhelmingurforeldratelurað halda eigi fjarkennslunni áfram í svipuðu formi næsta vetur en um þriðjungur þeirra vill auka hana. • Um 60% foreldra telja veijandi að halda fjarkennslu áfram þótt það hefði í för með sér aukinn kostn- að fyrir sveitarfélagið. 1 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.