Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Side 44
FJÁRMÁL 1. mynd. Framlegð og lántökur sveitarfélaga í kr. á íbúa á föstu verðlagi í janúar 1999. félögin geta greitt jafnháar skuldir að því gefnu að þau búi við sörnu vaxtakjör. Hins vegar er B-hreppur skuldugri en A-hreppur og því er hlutfall skulda af skuldaþoli hærra þar en í B-hreppi. Hið sama á við um peningalega stöðu sveitarfélag- anna. I útreikningum á endurgreiðslu- tíma er litið til skuldastöðu sveitar- félagsins eins og hún er á þessari stundu og reiknað út hversu mörg ár það tekur að greiða skuldimar upp, miðað við sömu framlegð og óbreytta vexti. Rekstur og Ráðgjöf ehf. hefur reiknað út skuldaþol sveitarfélaga til að fá gleggri mynd af fjárhagsstöðu þeirra og miðað við 5% vexti og 20 ára endurgreiðslutíma. Eðlilegt er að við útreikning á skuldaþoli sé sama hlutfall notað milli sveitar- félaga til að tryggja samanburðar- hæfni. Skuldaþol er reiknað með því að setja inn í neðangreinda formúlu: Skuldaþol = framlegð * (1/vextir - 1/(vext- ir*(1 +vextir)‘r**"’)) Gert er ráð fyrir að endurgreiðslu- tíminn verði reiknaður út ntiðað við skuldastöðu í lok reikningsárs og rniðað við sömu vexti og við skuldaþolsútreikninga, þ.e. 5%. Auðvitað væri hægt að reikna út hvaða vaxtakjör hvert sveitarfélag býr við og nota þá vexti í útreikn- ingnum. Þá væri gefíð í skyn að sveitarfélagið myndi búa við óbreytta vexti um aldur og ævi. Hér er á hinn bóginn gefin sú forsenda að sveitarfélögin eigi þess kost að fá svipuð kjör á markaði og til að tryggja samanburðarhæfni, miðað við sömu vexti í þeim öllum. Endurgreiðslutíminn er reiknaður út þannig: Endurgreiðslutími skulda = log[1 /(1 -skuld- ir*vextir)/framlegð)]/log(1+vextir) og ef við viljum reikna endur- greiðslutíma nettóskulda setjurn við nettóskuldir inn í jöfnuna í stað skulda. Þegar fjárhagsleg staða sveitarfé- laga er metin með þeim hætti sem hér hefur verið greint frá má nota ýmis afbrigði af skuldaþolsútreikn- ingum. Þannig má til dæmis gefa sér þá forsendu að peningalegar eignir fáist greiddar að öllu leyti eða hluta og reikna þannig út skuldaþol í samanburði við peningalega stöðu og hlutfall nettóskulda af skulda- þoli, nettóskuldaþol. Þá er óvarlegt að gera ráð fyrir að framlegð sveitarfélaga verði í heild sinni nýtt til þess að greiða niður skuldir í 20 ár. Raunhæfara væri að gera ráð fyrir að ákveðið hlutfall framlegðarinnar yrði nýtt til fram- kvæmda, t.d. 50% (að jafnaði var þetta hlutfall 123% árin 1990- 1997). Við túlkun á þessum lykiltölum er því mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað þær þýða. Endurgreiðslutím- inn segir okkur til um hversu mörg ár sveitarfélögin þurfa miðað við þá framlegð sem af rekstrinum er til að greiða skuldir sínar. Skuldaþolið segir okkur til um hversu miklar skuldir sveitarfélagið getur borið miðað við framlegðina og skulda- þolshlutfallið segir að hve miklu leyti sveitarfélagið hefur skuldsett sig í hlutfalli við getu sína. Þróunin 1990-1997 Það er athyglisvert að skoða hvemig framlegð sveitarfélaga hef- / kr. á íbúa Skuldir og skuldaþol 2. mynd. Skuldir og skuldaþol í kr. á íbúa fyrir öll sveitarfélögin samtals á verðlagi í janúar 1999. Græna línan sýnir skuldaþol m.v. að framkvæmdir séu um 50% af framlegðinni. 1 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.