Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 46
FRÆÐSLUMAL
Fjarkennsla á Ströndum
Tilraun til fjarkennslu milli Grunnskólans
á Hólmavík og Broddanesskóla
Rúnar Sigþórsson verkefhisstjóri
Kynntar hafa verið niðurstöður
tilraunaverkefnis í fjarkennslu með
fjarfundabúnaði milli Grunnskólans
á Hólmavík og Broddanesskóla í
Kollafírði á Ströndum. Tilraunin var
á vegurn grunnskóladeildar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga undir
eftirliti og leiðsögn Rannsókna-
stofnunar Háskólans á Akureyri og
var greinarhöfundur verkefnisstjóri
fyrir hönd þeirrar stofnunar.
Markmið tilraunarinnar var að
kanna hvort fjarkennsla sé fær leið
til að styrkja starf í fámennum
grunnskólum með því að auka fjöl-
breytni í námsframboði, styrkja
félagslega stöðu nemenda og bæta
starfsaðstæður kennara, m.a. með
því að rjúfa einangrun og auka sam-
skipti við starfsfélaga í öðrum
skólum. Hér fara á eftir helstu
niðurstöður mats verkefnisstjóra á
árangri tilraunarinnar.
Meginniðurstaða verkefnisstjóra
er sú að fjarkennsla á grunnskóla-
stigi sé bæði tæknilega og kennslu-
fræðilega möguleg og að mörgu
leyti vænleg leið til að styrkja starf í
fámennum grunnskólum. Tilraunin
hefur leitt í ljós að með fjarkennslu
má auka námsframboð og fjöl-
breytni í námi, styrkja félagslega
stöðu nemenda og auka samskipti
þeirra við jafningja í nágrannaskól-
um ásamt því að bæta starfsaðstæð-
ur kennara, t.d. með því að rjúfa
einangrun og auka samskipti við
starfsfélaga í öðrum skólurn.
Helstu niðurstöður einstakra þátta
í mati á verkefninu eru eftirfarandi:
Undirbúningur verkefnisins
• Vel var séð fyrir tækjabúnaði
skólanna. Skólamir bytjuðu með
allan nauðsynlegasta tækjabúnað
og bætt var við hann í ljósi
reynslunnar eftir því sem verkefn-
inu vatt fram.
• Áreiðanlegt símasamband er lyk-
ilatriði. Talsverðir hnökrar vom á
því fram eftir vetri en að lokum
tókst að komast fyrir bilanir og
var samband eftir það gott.
• Of lítil áhersla var lögð á að að-
laga námsumhverfi í fjarkennslu-
stofum þörfum fjarkennslu. Á
Broddanesi var aðstaðan þannig
að ekki var hægt að nota aðal-
kennslustofu skólans meðan fjar-
kennsla fór fram. Það var baga-
legt og kom óþarfa róti á almennt
skólastarf.
• Undirbúningur kennara hefði
þurft að hefjast fyrr. Þetta kom
ekki endilega niður á árangri
verkefnisins en olli meira álagi i
byrjun en annars hefði verið.
• Kynning til foreldra var nokkur en
hefði þurft að vera markvissari.
Nemendur
• Nemendum virðist almennt hafa
liðið vel í fjarkennslustundunum,
viðhorf þeirra til fjarkennslunnar
er yfírleitt jákvætt og margir lýstu
mikilli ánægju með hana í viðtöl-
um.
• Þeir jákvæðu þættir sem nemend-
ur nefna oftast eru að þeim hafi
þótt fjarkennslan spennandi nýj-
ung, gaman að taka þátt í tilrauna-
verkefni, áhugavert að kynnast
tækninni og skemmtilegt að
mynda tengsl við jafnaldra i hin-
um skólanum.
• Neikvæðir þættir sem nemendur
nefha eru óöryggi gagnvart tækj-
unum, lítil hljóðgæði og hnökrar
á kennslu sem leiddu af því að
kennarar voru óvanir því að þurfa
að skipta athygli sinni milli
tveggja hópa, auk þess að stjóma
ijarkennslubúnaðinum.
• Foreldrar taka í meginatriðum
undir svör nemenda um góða líð-
an í fjarkennslutímunum og já-
kvætt viðhorf til tilraunarinnar.
• Svör nemenda í 5.-6. bekk á
Hólmavík skera sig nokkuð úr
svörurn annarra nemenda á þann
hátt að þau em ekki eins jákvæð.
• Almennt virðist virkni nemenda
og vinnusemi í tímum hafa verið
hliðstæð því sem gerist í alrnenn-
um tímum og nemendur telja sig
hafa lært álíka mikið.
• Meirihluti nemenda telur að
vinnufriður og biðtími eftir að-
stoð kennara hafi verið hliðstæður
því sem almennt gerist. Nokkrir
nemendur, einkum í 5.-6. bekk á
Hólmavík, telja þó að þessir hlutir
hafi verið i lakara lagi en í annarri
kennslu.
• Öllum senr hlut eiga að máli ber
saman unr að nemendur hafi haft
mikinn félagslegan ávinning af
þátttöku í fjarkennslunni og að sá
ávinningur hafi verið meiri fyrir
nemendur Broddanesskóla enda
þótt ekki sé ástæða til að gera lítið
úr félagslegum árangri nemenda
Grunnskólans á Hólmavík.
• Litlar forsendur eru til að álykta
um áhrif fjarkennslunnar á árang-
1 72