Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 55
UMHVERFISMAL
undan á þversögnina um hið tiltölu-
iega skammæja umboð kjörinna
fulltrúa.
Venjulegt skipulag hefur gildis-
tímann 20 ár, sem er engan veginn
nógur tími til þess að gera alvöru
skógrækt að veruleika.
Varla fer á milli mála að hinn
venjulegi borgari hvers samfélags
óskar þess skjóls og yndis sem skóg-
amir veita. Hér verður því sveitar-
stjómin að hugsa langt út fyrir sinn
stutta umboðstíma. Það er hægt að
gera með framsýnum og skynsam-
legum ákvörðunum í skipulagi. Jafn-
vel þótt einhvem tíma kæmi að því
að byggja þyrfti á skógarsvæði verð-
ur enginn héraðsbrestur við það.
Hvað mega menn ekki þola víðast í
nágrannalöndunum, þar sem verður
að byrja byggingarframkvæmdir á
þvi að ryðja skóginn sem fyrir er?
Ekki mun hér fjallað frekar um
skipulag og framkvæmd þess, en þó
skal minnt á að skynsamlegast mun
vera að fjalla um áformaða skógrækt
á þann hátt að á eftir hefðbundinni
röð ákvarðana í skipulagi, þ.e. svæð-
isskipulag, aðalskipulag, deiliskipu-
lag, komi umfjöllun landslagsarki-
tekts eða önnur samsvarandi hönn-
un, á undan skógræktarskipulagi.
Skógfræðingum, sem annast
skógræktarskipulag, hættir nefhilega
til að vilja meta allt land sem hugs-
anlegt plöntunarsvæði. Þetta er ekki
sagt þeim til hnjóðs, en besta niður-
staðan fæst ætið þegar sem flest
sjónarmið komast að á frumstigi.
Samstarfssamningar -
landnemahreyfingar
Ekki mun hér fjallað mjög ná-
kvæmlega um samskipti skógrækt-
arfélaga og sveitarfélaga en nefnd
um málefnið skilaði áliti og tillögum
fyrir þremur árum. Voru þær sam-
þykktar á fúlltrúafúndi í mars 1997.
Raunar er önnur nefnd nú að störf-
um og fjallar áfram um sama mál-
efni. Hefur hún þegar skilað fyrstu
tillögum og mun von á meiru.
Þó þykir mér við hæfi að minna á
nokkur atriði:
1. Samstarfssamningar milli þessara
aðila hafa reynst vel. Áðurnefnd
svæði í Heiðmörk og Kjamaskógi
eru einmitt árangur slíks samstarfs.
2. Mjög jákvætt er að stofna til s.k.
landnemahreyfíngar. í því felst að
viðkomandi skógræktarfélagi er fal-
in umsjón með úthlutun ræktunar-
svæða til einstaklinga, hópa sem
óska að taka til hendi, starfsmanna-
félaga og nánast allra sem vilja.
3. Samvinna við skóla reynist víða
vel. Er það gjama í því formi að til-
teknir bekkir í skólanum koma ár-
lega í heimsókn á skógræktarsvæð-
ið. Veitt er fræðsla, plantað í af-
markaðan reit skólans og hlúð að
plöntun fyrri árganga.
4. Störf vinnuskólanemenda nýtast
mjög vel á þann hátt að skógræktar-
félagið lætur í té verkstjóm og eftir
ástæðum verkfæri og útbúnað.
5. Verið er að ljúka svæðisskipulagi
fyrir höfuðborgarsvæðið. Mun þar
vera von á formlegri tillögu um að
festa svonefndan „Grænan trefil“ í
sessi. Er þar í sem stystu máli gert
ráð fyrir að umhverfis byggðasvæð-
ið verði ætlað rými til útivistar og
ræktunar. Auðveldar það alla áætl-
anagerð í þessum málaflokki.
Skógræktarfélag íslands
70 ára
Skógræktarfélögin í landinu em
nú orðin sextíu talsins en sambands-
félag þeirra er Skógræktarfélag ís-
lands. Félagar em á áttunda þúsund.
Nýlega var haldið upp á 70 ára af-
mæli hreyfingarinnar á Þingvöllum,
en félagið var einmitt stofnað þar á
Alþingishátíðinni 1930.
Félagið mun nú í samræmi við til-
lögur nefndar, sem áður gat um,
hlutast til um að sem viðast verði
gerðir formlegir samstarfssamningar
milli sveitarstjóma og viðkomandi
skógræktarfélags. Að sjálfsögðu
mun verða til þess ætlast að sveitar-
félögin styrki starfið á einhvem hátt,
eins og er reyndar nú þegar víðast,
bæði með beinum styrkjum eða með
því að greiða fýrir tiltekin verkefni.
Raunar er það ekki síður æskilegt að
dómi flestra félaga. Beinir styrkir
væm þá ætlaðir til að hjálpa til við
félagslega þáttinn á sama hátt og
gildir um önnur hugsjóna- og menn-
ingarfélög af ýmsu tagi, en verkefni
sem greiða á fyrir geta jafnvel verið
i formi verktökusamninga.
Starfshópur um stefiiu-
mótun í skógrækt
Landbúnaðarráðherra hefúr skipað
starfshóp til þess að móta langtíma-
stefnu í málefnum skógræktar og
hlutverk ríkisins í þvi sambandi.
Starfshópnum er ætlað að kynna sér
sem flest sjónarmið þeirra sem að
skógrækt vinna þannig að sem víð-
tækust samstaða náist um framtíðar-
stefnu í skógrækt á íslandi. Á gmnd-
velli stefnumótunarinnar er starfs-
hópnum ætlað að semja ffumvarp til
nýrra skógræktarlaga.
Starfshópinn skipa Sigurður Guð-
mundsson, skipulagsfræðingur í
Þjóðhagsstofnun, sem er formaður,
Bjöm B. Jónsson, skógarverkfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Suður-
landsskóga, Níels Ámi Lund, deild-
arstjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
Olafía Jakobsdóttir, sveitarstjóri
Skaftárhrepps, og Þröstur Eysteins-
son, skógfræðingur hjá Skógrækt
ríkisins á Egilsstöðum.
Starfshópurinn hefur komið á
Iaggimar samráðshópi með fulltrú-
um þeirra aðila sem mestra hags-
muna hafa að gæta í skógræktarmál-
um. Stjórn sambandsins hefur til-
nefnt Katrínu Ásgrímsdóttur, forseta
bæjarstjómar Austur-Héraðs, í sam-
ráðshópinn.
Fulltrúum þeirra sem aðild eiga að
starfshópnum og samráðshópnum er
boðið að leggja ffam skriflega hug-
myndir um áhersluatriði í stefnumót-
un í skógrækt og lögum um mála-
flokkinn og gera grein fyrir þeim.
Sveitarstjómarmönnum er því vel-
komið að koma á framfæri hug-
myndum sínum og tillögum til Ólaf-
íu Jakobsdóttur, Katrínar Ásgríms-
dóttur eða til skrifstofú sambandsins
sem myndi korna þeim á framfæri
við starfshópinn.
1 8 1