Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 23
HAFNAMÁL Hljómsveit hafnasambandsins, talið frá vinstri, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og aftan við hann ónafngreindur gítarleikari úr hljómsveit hússins, og loks Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Ljósmyndirnar með frásögninni tók Geir Ólafsson. Könnuð verði samkeppnisstaða sjóflutninga gagnvart landflutningum að láta skoða sérstaklega hvort og þá hvemig mætti endurskoða löndunar- bannið með það að markmiði að auka þjónustu islenskra fyrirtækja, þ.m.t. hafnanna, við erlend fiskiskip. Fundurinn beinir því til stjórnar Hafnasambandsins að hún fylgist með þeirri vinnu sem sjávarútvegs- ráðherra hefur hafið í þessu efni. Stjórn hafnasambandsins I aðalstjóm Hafnasambands sveit- arfélaga áttu sæti eftir aðalfundinn Árni Þór Sigurðsson, formaður stjómar Reykjavíkurhafnar, sem er fomraður, Pétur Jóhannsson, hafnar- stjóri í Reykjanesbæ, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Halldór Jónsson, hafnamefndarmaður á ísa- firði, Brynjar Pálsson, formaður hafnamefndar á Sauðárkróki, Isak J. Olafsson, sveitarstjóri Þórshafnar- hrepps, Ari Jónsson, formaður hafn- arstjórnar Sveitarfélagsins Horna- Ijarðar, og Ólafur M. Kristinsson, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnasambandsins,.þakkaði Stur- laugi Þorsteinssyni, fV. bæjarstjóra Sveitarfélagsins Homafjarðar, fyrir vel unnin störf, en hann gekk úr stjóminni er hann lét af starfi sem bæjarstjóri. Jafnframt bauð hann velkominn til starfa í stjóminni Ara Jónsson. Þegar ísak J. Ólafsson lét af starfi sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps í nóvember sl. tók sæti í stjórninni Bjöm Magnússon, formaður hafn- arstjórnar Akureyrar, sem verið hafði varafúlltrúi Isaks. Næsti ársfundur á Akur- eyri 12. og 13. október Guðný Sverrisdóttir, formaður Hafnasamlags Norðurlands, bauð í lok fundarins að næsti ársfundur hafnasambandsins yrði haldinn á Akureyri 12. og 13. októbernk. Skýrslu formanns til ársfúndarins og ávarp Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra er að finna á heima- síðu sambandsins www.samband.is undir samstarf. Á fundi sem stjórn Hafnasam- bands sveitarfélaga hélt í Þorláks- höfn 28. apríl sl. var eftirfarandi samþykkt samhljóða: í ljósi ákvörðunar Samskipa um að hætta strandflutningum og auka þess í stað landflutninga telur stjóm Hafnasambands sveitarfélaga nauð- synlegt að kanna til hlítar sam- keppnisstöðu sjóflutninga gagnvart landflutningum. Sú þróun sem átt hefúr sér stað hér á landi, þar sem sjóflutningar hafa sífellt látið undan fyrir landflutningum, er á skjön við það sem nú á sér stað í löndunum í kringum okkur. Þar em stjómvöld að leita leiða til að auka sjóflutninga á kostnað landflutninga og em meg- inrökin þau að sjóflutningar séu æskilegri frá umhverfissjónarmiði, þeir dragi úr sliti á samgöngumann- virkjum, leiði til fækkunar slysa í umferðinni og séu þjóðhagslega hagkvæmir. Hér á landi er samfé- lagslegur kostnaður landflutninga í ríkum mæli greiddur niður af al- mennum bifreiðaeigendum en slíkt hlýtur óhjákvæmilega að skekkja samkeppnisstöðu sjóflutninga gagn- vart landflutningum. Ennfremur má benda á að hafnir landsins hafa víða lagt í mikla §árfestingu til þess að búa sem best að sjóflutningum, bæði í hafnarmannvirkjum og í að- stöðu á landi. Þessi fjárfesting er að miklu leyti nýtt af landflutningsaðil- um þótt þeir greiði engin gjöld fyrir eins og ef um sjóflutninga væri að ræða. Stjóm hafnasambandsins telur að hér sé um mikla óheillaþróun að ræða sem þar að auki byggi á ójafn- ræði flutningamáta. Stjórnin sam- þykkir þvi að Ieita leiða til að vinna að leiðréttingum í þessu máli. í bréfi til samgönguráðherra þar sem ályktunin var kynnt var lögð áhersla á að hér sé um að ræða mik- ilvægt samgöngumál sem m.a. hafi þýðingu fyrir samræmda sam- gönguáætlun sem unnið sé að í sam- gönguráðuneytinu. 1 49

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.