Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Side 15
BÆKUR OG RIT Forskrift að fundum Reykjavíkurborg, skrifstofa borg- arstjómar, hefur gefið út ritið For- skrift að fundum með undirtitlinum „Fyrir kjöma fulltrúa og embættis- rnenn i nefndum Reykjavíkurborg- ar“. í formála segir að það sé fyrst og fremst ætlað kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum Reykjavíkur- borgar en ekki síður eigi það erindi til forstöðumanna fyrirtækja og stofnana og þeirra sem að nefhdar- fúndum koma, undirbúningi, fúnd- arritun og úrvinnslu mála. Ritið skiptist í tvo meginkafla. í þeim fyrsta er almennt yfirlit um sveitarstjómarmál og lagaumhverfi, m.a. í örstuttu máli sagt frá sveitar- stjómarlögum, stjómsýslulögum og upplýsingalögum og talin upp sér- Forskrift að fundum Fyrir Ijiirmi fHlhrwi i nr/mtum Kry iimilurbnrisur IP Kfytyiwikuriinqr lög þar sem er að finna ákvæði um einstakar nefndir og verkefhi þeirra. í öðmm kafla er fjallað um nefndir, störf þeirra og verkefni, kosningu, fundartima og fundarboðun. M.a. er fjallað um lögmæti fúnda og fundar- sköp, rétt til bókana o.fl. í þriðja til fimmta kafla er síðan rætt um að- gang fjölmiðla að upplýsingum, af- greiðslu ákvarðana og form þeirra og kjör og réttindi sveitarstjómar- manna. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjómar, tók saman efni rits- ins en Kristbjörg Stephensen, full- trúi borgarstjómar, og Jónína Björg- vinsdóttir deildarfulltrúi aðstoðuðu hann við samantektina. Friðrik Bridde, fúlltrúi á skrifstofu borgar- stjómar, myndskreytti ritið og Gísii B. hannaði útlit þess og er hvor- tveggja, myndskreyting og hönnun, afar smekkleg. Ritið er ekki mikið að vöxtum, tvær arkir, en getur án efa komið að góðum notum kjörnum fulltrúum sem og öðmm þeim sem að sveitar- stjórnarmálum koma. Það fæst á skrifstofu sambandsins og er selt á kostnaðarverði, kr. 1.450. HVALASKOÐUN • FALLEGT MANNLIF • MIKIL NATTURUFEGURÐ Húsavíkurœvintýri SOLARGEISLI í SÁLINA Góður matur! Góð þjónusta! Oll herbergi með baði, sjónvarpi og síma! Húsavík er sennilega einn rómantískasti bær landsins! HOTEL HUSAVIK Sími 464 1120 1 4 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.