Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 9
AFMÆLI
Trjáiðnaðarfyrirtækið íslenskur
harðviður. Fyrirtækið þurrkar
og sagar harðvið og framleiðir
úr honum hágæðaparket undir
vöruheitinu ALDIN.
að öldruðunt búið á svæðinu og að þeir njóti þeirrar
bestu þjónustu sem gerist.
Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga er rekin sameig-
inlega af sveitarfélögunum og sinna þau einnig máleín-
um fatlaðra samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við
rikisvaldið í gegnum þá sameiginlegu stofnun sína.
Böm á Húsavík geta stundað nám allt frá leikskóla og
upp í gegnum framhaldsskóla í heimabyggð og er það
tvímælalaust ein af sterkum stoðum búsetu í bænum.
Menningar- og félagslíf
Menningarlíf hefúr alltaf verið blómlegt á Húsavík og
í sýslunni allri. Leikfélag Húsavíkur hefúr löngum þótt
standa framarlega í hópi áhugaleikfélaga þessa lands.
Leikfélagið á 100 ára afinæli á þessu ári og fagnar því
með uppsetningu á tveimur leikverkum, íslandsfrumsýn-
ingu í báðum tilfellum.
Tónlistarlíf er fjölbreytt, tónleikahald, kórar og hljóm-
sveitir krydda menningarlifið. Tónlistarskólinn er starf-
ræktur í nánum tengslum við grunnskólann og er aðsókn
að skólanum ávallt mjög góð. Án efa hefúr þetta sam-
starf skapað þann jarðveg sem hið öfluga tónlistarlíf í
bænum er sprottið úr.
Safnahús Þingeyinga hýsir byggðasafn, skjalasafn,
bókasafn, náttúrugripasafn, listasafn og sjóminjasafn. Á
safninu er góður sýningarsalur þar sem myndlistarmenn
sýna verk sín og hefur
Safnahúsið um árabil verið
ein traustra stoða menning-
arstarfseminnar í bænum.
Fyrsti áfangi nýs stjórnsýsluhúss tekinn í notkun í byrjun yfirstandandi árs. I þessu húsi var Tré-
smiðjan Borg starfrækt til margra ára.
Helstu verkefni bæj-
arsjóðs og fyrir-
tækja
Á undanförnum árum
hafa miklir fjármunir verið
lagðir í uppbyggingu
grunnskólamannvirkja og er
þeim nú að mestu lokið og
er sú aðstaða með því besta
sem gerist. Þær fram-
kvæmdir hafa einnig tengst
uppbyggingu aðstöðu tón-
listarskólans sem rekinn er í
sama húsnæði og nánu sam-
starfi eins og fram hefur
komið. Nemendafjöldi í
grunnskólanum er um 430
og í tónlistarskólanum tæp-
lega 300.
1 35